Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 40

Samvinnan - 01.02.1971, Blaðsíða 40
Björn Arnórsson: Um íbúa Palestínu og fleira Lítið hefur borið á Palestínuvandamál- inu í blaðaskrifum á íslandi, og það litla, sem um það hefur verið skrifað, einkenn- ist því miður af fáfræði og/eða misskiln- ingi. Nokkur algengustu atriðin, sem vilja skolast til hjá þeim, er hefja upp raust sína, fara hér á eftir. Ég vil leggja áherzlu á, að þessi listi er alls ekki tæmandi; til þess þyrfti að skrifa bók. ^ ^ 1. „AÐ GANGA ÚT FRÁ ÞVÍ SEm' GEFNU, AÐ HÉR EIGIST VIÐ ARABAR ANNARS VEGAR OG GYÐINGAR HINS VEGAR, OG ÞÁ í MERKINGUNNI ALLIR ARABAR OG ALLIR GYÐINGAR.“ Hér er gengið út frá því, að allir arabar annars vegar og allir gyðingar hins vegar séu samstæð heild, sem hafi sameigin- legra hagsmuna að gæta. Létt er að bægja frá sér slíkum fullyrðingum með því að benda á og rökstyðja, að ekki er til í dag þjóðfélag án stéttamóthverfna. Nægir þar að benda á höfuðstéttaand- stöðu kapítalískra þjóðfélaga, þ. e. á milli þeirra, sem kaupa vinnuafl („atvinnu- rekenda“), og þeirra, sem neyðast til að seljaþað („launþega"). En þó að borgaralegur áróður allra tíma hafi gengið út á að hamra inn hjá alþýðu óeðlilegri þjóðerniskennd, þá virð- ist áróðurinn hafa gengið einkar vel, þegar gyðingar eru annars vegar. Það er vissa okkar flestra, að æðsta ósk gyðinga um allan heim sé — og hafi alltaf verið — að hverfa „aftur“ til „landsins helga“ og stofna þar ríki. Það er auðvitað engin tilviljun, að zí- onistar hafa lagt svo mikla áherzlu á þennan áróður, því erfitt hefði verið að fá aðrar þjóðir til að styðja zíonismann, ef almennt hefði verið vitað, að meiri- hluti gyðinga legðist gegn honum. „1914, eftir 17 ára zíonistíska baráttu, er áætlað að aðeins 130.000 af 13 milljón- um gyðinga í heiminum hafi verið zíon- istar.“ (Alan R. Taylor: Prelude to Israel — An Analysis of Zionist Diplomacy 1897—1947). Þ. e. a. s„ eftir sautján ára baráttu og áróður zíonista er áætlað, að aðeins eitt prósent — 1% — allra gyðinga heims fylgi zíonistum að málum! „Gyðingar sjálfir voru hörðustu and- stæðingarnir (zíonismans í Bandarikjun- um). 1943 voru enn aðeins 5% af banda- rískum gyðingum zíonistar." (Taylor: Prelude to Israel, s. 79). í bók sinni, Den ojudiske juden, skrifar Isaac Deutscher: „Til að halda efnahagslegu jafnvægi og auka framleiðsluna hefur ísraei verið háð fjárgjöfum frá erlendum zíonistum og þá sérstaklega bandarískum. Þessar fjárgjafir hafa verið bölvun hins nýja ríkis. Þær hafa gert ríkisstjórninni kleift að skapa viðskiptajöfnuð, sem ekkert annað ríki í heiminum hefði möguleika til að ná, án þess að eiga viðskipti við granna sína. Straumurinn af erlendum gjaldeyri til ísraels hefur umhverft efna- hagskerfi landsins með þvi að örva lúxus- fjárfestingar og neyzlu, sem ekki er í neinu hlutfalli við eigin framleiðslu og tekjur.“ Hann skrifar einnig: „Fyrir mörgum árum, þegar ég var í ísrael, skrifaði háttsettur embættismaður fyrir mig lista yfir allar þær verksmiðjur, sem ísraelsmenn gátu ekki byggt vegna mótmæla frá Bandaríkjunum, m. a. stál- verksmiðju og verksmiðjur til að fram- leiða landbúnaðartæki. Síðan gerði hann einnig lista yfir al- gjöriega óþarfar verksmiðjur, sem frarn- leiddu fjölda eldhúsáhalda úr plasti, leik- föng o. s. frv.“ Auðvitað græða vissir hópar innan ísraels á tengslunum við Bandaríkin (og á zíonismanum yfirleitt), en fjarri fer því, að sama gildi um alla ibúa landsins. Stór hluti íbúa ísraelsríkis hefur fulla ástæðu til að sameinast arabískri alþýðu í baráttu hennar gegn heimsvaldastefn- unni og verkfæri hennar zíonismanum, og reyndar eru vaxandi hópar innan ísra- els, sem hafa hafið baráttuna gegn zíon- ismanum, fyrir friðsamlegri sambúð við arabíska alþýðu. 2. „BARÁTTAN ER EINGÖNGU EÐA AÐALLEGA MILLI ÍSRAELS ANNARS VEGAR OG EGYPTALANDS, JÓRDANÍU OG SÝRLANDS HINS VEGAR.“ Upphaf þessarar villu má rekja til zí- onista. Þegar hinn þekkti vísindamaður Albert Einstein spurði zíonistaleiðtogann Chaim Weizmann, hvað yrði um arabana ef gyðingar fengju Palestínu, svaraði Weizmann: „Hvaða araba? Þeir skipta varla nokkru máli (They are hardly of any consequence)“. (Sjá A. Lilienthal: What Price Is- rael?) Og hvers vegna þessar fullyrðingar? Aftur verðum við að leiða hugann að mikilvægi þess fyrir zíonista að fá sem flestar ríkisstjórnir (og þjóðir) til að styðja zíonismann. Eitt af vandamálun- um var auðvitað sú þjóð, sem bjó fyrir í Palestínu. Lengi vel beittu zionistarnir þeirri að- ferð að fullyrða, að þeir ætluðu sér ekki að stofna ríki í Palestínu. Þar ættu gyð- ingar aðeins að eiga heimili, athvarf þar sem þeir mundu búa með aröbunum í sátt og samlyndi, og arabarnir tóku vel í þá málaleitan. í samningi, sem Feisal gerði við Weiz- mann í janúar 1919, má lesa m. a.: „Allt skal gert til að ýta undir og örva inn- flutning gyðinga í stórum stíl til Palest- ínu. Flýtt skal fyrir búsetu innflytjend- anna með þéttara landnámi og stórátaki í ræktun jarðar.“ Þess má þó geta, að í ensku útgáfu samningsins bætti Feisal því við, að samningurinn gilti því aðeins, að arab- arnir fengju sjálfstæði. Til þess að gera okkur Ijóst, hvernig andúð araba á innflutningi gyðinga jókst smám saman, verðum við að athuga nokkuð það þjóðfélagsskipulag, sem ríkti í Palestinu á þessum tímum. Nokkrir auð- ugir arabar áttu allar jarðirnar, sem þeir leigðu svo út til meir og minna ánauðugra ábúenda. Gyðingarnir, sem streymdu inn í landið, höfðu yfir miklum fjármunum að ráða (ýmist persónulega eða gjafafé), og landeigendurnir glöptust af stundar- gróðanum og seldu jarðirnar. Nú hefði það kannski ekki þurft að vera svo galið fyrir ábúendurna, sem áttu við illan kost að búa við arðrán arabísku landeigendanna, ef ekki hefði komið til sú pólitík zíonista að hrekja ábúendurna frá jörðum sínum og meina þeim að vinna við þær. Þessi stefna zíonista jók auðvitað atvinnuleysið og óánægjan gróf um sig. Þess má geta, að þegar harðnar í ári, eru það alltaf arabarnir, sem fyrst fá sparkið, en síðan svokallaðir Asíugyð- ingar, þ. e. gyðingar frá Asíu (eða jafn- vel Afríku). Ekki er meiningin að rekja hér sögu allra uppreisna, sem áttu sér stað; það nægir að benda á, að arabaríkin sátu hjá, þegar zíonistar brutu á bak aftur bylt- ingu Palestínuaraba 1947—8. Konungur Transjórdaníu gekk meira að segja svo langt að gera leynilegan samning við gyðinga upp á þau býti, að hann fengi hluta af Palestínu; það má benda á síð- ustu tilraun Husseins Jórdaníukonungs til að útrýma frelsishreyfingunum palest- ínsku; benda á þegar David Hacohen, for- maður varna- og utanríkismáianefndar Knessets (þings fsraels), sagði í ræðu 18. maí 1966: „Það virðist mótsagnakennt, en það er eigi að síður satt, að ríkisstjórnir Jórdaníu, Líbanons — kannski einnig Saúdíarabíu, eru verndaðar af ísraelska hernum." Og það er reyndar ekki í eina skiptið, sem fram hefur komið, að zion- istum sé áhugamál að styðja afturhalds- samar ríkisstjórnir arabalandanna. Nei, baráttan er ekki á milli Jórdaníu, Egvptalands og Sýrlands annars vegar og ísraels hins vegar. Þetta er frelsisbar- átta Palestínuaraba, sem hafa verið hraktir frá heimilum sínum af zíonism- anum, eða barátta arabískrar alþýðu gegn heimsvaldastefnu stórveldanna, zí- onismanum og afturhaldssömum öflum innan arabaríkjanna. 3. „GYÐINGAR URÐU AÐ FÁ PALEST- ÍNU AF ÞVÍ ÞEIR VORU ALLS STAÐAR OFSÓTTIR OG ÁTTU HVERGI HÆLI.“ Áður en við svörum þessari fullyrðingu, er rétt að velta því fyrir sér, af hverju Ísraelsríki varð í rauninni til. Hvernig stóð á því, að lítill hópur zíonista gat komið öllu þessu til leiðar? Hér verðum við að hafa í huga, að löndin fyrir botni Miðjarðarhafs eru mik- 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.