Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 22

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 22
„íslenzka réttarfarskerfið“ kallar Þorvaldur Ari þessa mynd sína, sem gerð er úr sigarettupökkum, eggjaskurn o. fl. enginn geti þjónað tveimur herrum, en fangelsisprestinum er ætlað að þjóna þremur. Sem fulltrúa i dómsmálaráðuneyt- inu er honum skipað að eiga sæti i „léttadrengjaráðinu“ og afgreiða losanir og náðanir. Þar verður hann iðulega að taka ákvarðanir gegn umbjóð- endum sínum, föngunum, að embættisskyldu. Svo er hann bundinn þagnarskyldu við fangana um rökstuðning fyrir afgreiðslu mála í „létta- drengjaráðinu". Þetta gerir hann tortryggilegan í augum fanga, og þeir missa traust á honum sem sönnum presti. Ef hann fengi að vera málflytj- andi fanga fyrir náðunarvald- inu, þá horfði málið öðruvísi við. Aftur á móti hefur valizt í þetta starf prestur sem er föngum mjög velviljaður og hefur áhuga á úrbótum i fang- elsismálum. Aftur á móti gremst föngum oft, að prestur- inn skuli þurfa að koma og bera þeim skilaboð frá dóms- málaráðuneytinu, sem síðan eru svikin af ráðuneytinu. Mörgum fanganum finnst, að presturinn eigi að berja í borð- ið og krefjast þess, að öll loforð ráðuneytisins við fanga eigi að standa sem stafur á bók. Ráð- leysan í þessum málum er svo mikil í ráðuneytinu, að slíkt væri sennilega vonlaust, og væri þá ekki annað fyrir prest- inn að gera en að segja af sér. Það er annars sorglega spaugi- legt, að aðalhlutverk fangels- isprestsins sé að hafa betrum- bætandi áhrif á starfsmenn dómsmálastjórnarinnar og fá fangana í þau fáu skipti, sem hann heldur guðsþjónustu yfir þeim, til að biðja fyrir starfs- mönnum réttvísinnar, að guð veiti þeim styrk til að gera skyldu sína rétt og á réttum tíma. Vonumst við til að guð heyri þessar bænir okkar og prestsins okkar, ef til vill með því að aðgreina núverandi dóms- og kirkjumálaráðuneyti og láta dómsmálaráðuneytinu í té nýja og hæfa starfsmenn. Myndu þá núverandi starfs- menn ve.ða í enn nánara sam- bandi við kirkjunnar þjóna. Eins og svín Hef ég nú vítt og breitt rætt um ýmislegt utan fangelsisins sjálfs, sem lamar andlegt þrek fanga og stuðlar að afmóralí- seringunni í fangelsum hér á landi og segja má að geri hana mögulega, því að ef betur væri hugsað um málefni fanga utan fangelsis en gert er, og ef fangar gætu fengið erindi sín betur afgreidd utan fangelsis- ins, þá yrði andlegt þrek þeirra meira i fangelsinu og fangar misstu síður lífsviljann; sið- ferðisviðhorf þeirra yrðu já- kvæðari, og þar með gæti rétt þjóðfélagsleg vitund þeirra aukizt. Þá er komið að sjálfu fanga- lífinu, lífinu innan múranna, aðbúnaði okkar og meðferð. Fanginn ræður ekki yfir lik- ama sinum, en hann ræður yf- ir hugsunum sínum. Hann verður að beygja sig fyrir vald- inu, en hann getur staðið fast á rétti sínum. Okkur föngum finnst við oft vera meðhöndl- aðir eins og svín eða önnur alidýr. Þegar eigandi svinabús sýnir gestum búrekstur sinn, þá finnst honum mest um vert, að ytri búnaður svínanna sé sem beztur og þau líti sem bezt út, séu feit og pattaraleg. Eins er það með fangelsi; það er mest hugsað um ytri búnaðinn. Við fangar höfum sæmilegt húsnæði, oftast sæmilegt fæði og mjög létta vinnu. Þetta er allt og sumt. Um andlegu hlið- ina er ekkert hugsað. Það hef- ur gleymzt, að maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Fanginn er ekki skoðaður sem maður. Það gleymist að hann á siðar að losna og verða frjáls. Þá á hann aftur að verða mað- ur, en oft getur hann það ekki eftir fangavistina. Nú er það reynsla min af samföngum mínum, að þeir séu allvel gerð- ir líkamlega og andlega að upplagi. Þeir hafi verið eða séu vel fyrir ofan meðallag, eftir því sem menn eru nú metnir. Uppeldi og kjör þeirra hafa verið mjög misjöfn, og hefur það sett mark sitt á þá. Sér- staklega virðist mér, að þeir sem hafa verið svo ógæfusam- ir að hafa þurft að dvelja á uppeldisheimilum eins og Breiðuvík hafi aldrei beðið þess bætur, og sé það heimili algjör- lega misheppnað, eftir þeim fjölda afbrotamanna sem kom- ið hefur þaðan og hér orðið síðan að gista. Alls konar óregla undanfarandi ára hefur einnig markað sín spor á marg- an samfangann. Hins vegar er ég sannfærður um það, að margur ógæfumaðurinn leikur sér að því að gera sig flankara- legri og einfaldari en hann er i raun og veru, því að á þann hátt hefur hann sloppið betur í lifinu við ýmis óþægindi. Sér- staklega álít ég að þetta sé leikið við dómara og slika menn. Af þessum leikaraskap ógæfumanna við áhrifamenn, sem þeir ekki treysta eða eru tortryggnir við, hefur skapazt það álit, að fjöldi fanga sé það einfaldur og tornæmur, að honum sé fátt hagnýtt hægt að kenna. Þetta álít ég mesta misskilning, því að ef rétt væri á fangelsismálum haldið, mætti gera nýta borgara úr flestum föngunum, þegar frá eru taldir þeir sem hafa algjör- lega afmóralíserast og haldnir eru sjálfseyðingarhvöt. Þegar fangi hefur misst lífsviljann, gengur hann ekki hreint til verks og fremur sjálfsmorð með afgerandi aðgerð, heldur murkar hann hægt og sígandi 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.