Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 61

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 61
Grænmetisbakstur Afgangar af soðnu grcenmeti eða: 1 lítið blómkálshöfuð 4 gulrœtur 100—200 g hvítkál vatn, salt 4 egg 4 dl mjólk salt og pipar Hreinsið og hálfsjóðið grænmetið í saltvatni eða gufu. Skerið það í litla bita og raðið í smurt eldfast mót. (Skerið tómata í báta og raðið með grænmetinu ef vill til drýginda og bragðbætis.) Þeytið egg, mjólk og krydd saman og hellið því yfir grænmetið. Bakið strax í 225 gráðu heit- um ofni í um 15—20 mín þar til eggin eru hæfilega hlaupin. Borið fram með ýmiskonar kjötafgöngum eða steiktum pylsum, brauði og sinnepi. Hrísgrjónahringur með grænmeti 4—5 blaðlaukar 1—2 piparhulstur 1— 2 gulrœtur 2— 3 tsk matarolia 1 tsk karrý 1 súputeningur vatn, salt (100 g sveppir) 2 pakkar „ris fix“ (eöa 200 g hrísgrjón, vatn, salt) 1 msk smjör, 1 tsk salt, 3 tsk söxuð steinselja Skerið grænmetið I sneiðar og hitið í matarolíunni, sem áður er hrærð með karrý. Myljið súputeninginn yfir og hellið heitu vatni á svo að það rétt hylji grænmetið, bætið salti saman við og sveppunum, sem áður eru hreinsaðir og skornir í sneiðar. Sjóðið við hægan hita um 10 mín. Sjóðið hrísgrjónin og hrærið síðan smjöri og saxaðri steinselju saman vð. Látið grænmetið á mitt fatið og hrísgrjónin utan um. Eggjakaka garSyrkjumannsins 2 msk smátt saxaður laukur 75 g smjör eða smjörlíki 250 g sveppir 4—6 tómatar 4—6 egg 4—5 msk vatn, mjólk eða rjómi salt 1 msk graslaukur (saxaður) !4 agúrka og 1 búnt radísur Hreinsið sveppina og skerið þá í sneiðar með eggjaskera. Hitið laukinn í helmingnum af smjörinu, bætið sveppunum saman við og hitið i nokkrar mínútur. Hellið því af pönnunni og látið það sem eftir er af smjörinu bráðna við fremur hægan hita. Hrærið egg, mjólk og krydd saman og bakið á pönnunni við meðalsterkan hita (pikkið kökuna með gaffli meðan hún er að bakast). Þegar kakan er hálfbökuð er laukur, sveppir og helmingurinn af niðurskornu tómötunum látið yfir, og þegar kakan er fullbökuð er söxuðum gúrkum, radísusneiðum og tómatbátum dreift jafnt yfir. Ath. að baka kökuna ekki of lengi; þá verður hún þurr. Að sjálfsögðu má minnka grænmetið og skipta um tegundir eftir að- stæðum. Eggjakakan er borin fram með t. d. rúgbrauði eða öðru grófu brauði. Blandað grænmetissalat 1—2 salathöfuð V. blómkál 1 búnt radísur % gúrka 4—5 msk matarolía 1 msk vínedik eða sítrónusafi salt, pipar Salatið er þvegið og lagt á stykki eða eldhúspappír. Blómkálið er lagt í kalt vatn og síðan tekið í smáhrislur. Radísurnar eru þvegnar og skornar í þunnar sneiðar ásamt gúrkunni. Raðið helmingnum af salat- blöðunum í skál og rífið það sem eftir er niður, og blandið því saman við hitt grænmetið og látið í skálina. Hristið saman matarolíu, edik, salt og nýmalaðan pipar og hellið yfir grænmetið rétt áður en það er borið fram með t. d. steiktum kjötréttum. Grænt salat með túnfiski 1—2 salathöfuð Vi—% agúrka 1 grœnt piparhulstur 1— 2 msk karsi 2— 3 harðsoðin egg 1 dós túnfiskur 5 msk salatolía 1—2 msk sítrónusafi salt, pipar, sinnep Hreinsið grænmetið. Smækkið salatblöðin, skerið gúrkuna í þunnar sneiðar og piparinn í mjóar lengjur. Blandið síðan grænmetinu varlega saman i skál ásamt eggjunum, sem skorin eru í báta, og túnfiskbitum. Klippið karsa yfir. Hristið salatolíu, sitrónusafa og krydd saman og hellið því yfir rétt áður en salatið er borið fram. í staðinn fyrir túnfisk er ágætt að hafa rækjur, muslinga, niðursoðinn sjólax, soðinn fisk eða reykta síld. Einnig er kjöt ágætt í salatið, t. d. köld tunga, skinka, hamborgarhryggur eða léttsteikt nautakjöt, „roast beef“, sem skorið er í lengjur eða bita og blandað saman við grænmetið. Laxasalat 1 salathöfuð 3 harðsoðin egg 50—100 g reyktur lax 1—lVs dl sýrður rjómi dill, steinselja eða karsi sinnep, sitrónusa/i, salt, pipar Hreinsið salatblöðin og rífið þau stærstu niður í skál. Raðið síðan lax- bitum, eggjasneiðum og salatblöðum yfir og skreytið með dill, steín- selju eða karsa. Hrærið sýrða rjómann með sítrónusaía og kryddi, bætið 1 msk af olíusósu (mayonaise) saman við ef vill og berið sós- una fram með salatinu ásamt brauði eða ósætu kexi. Barnasalat 3—4 gulrœtur 1—2 epli 2 appelsínur 1—2 msk rúsinur Hreinsið gulræturnar og rífið á meðalgrófu rifjárni. Skerið eplin og aðra appelsínuna í litla bita og blandið saman við ásamt rúsínum og safanum úr hinni appelsínunni. Borið fram nýtilbúið, 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.