Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 50

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 50
hreinskilin í hógværð sinni um margvís- legan vanda en einkum skyldur skálds og og ábyrgð, og hvernig af sjálfu sér leiði að skáldið hljóti að vera óvinur stjórnar- valda því meir sem þau eru frekari, og skylda skáldsins sé að véfengja öll viður- tekin sannindi, og á Spáni hljóti hver rit- höfundur og skáld að vera tortryggilegur stjórnarvöldunum, einskonar skemmdar- veikamaður ef hann bregðist ekki skyldu sinni. Spánskur rithöfundur hljóti að takast á herðar eitthvert háskalegasta hlutverk í þjóðfélaginu, og ef hann gegnir starfi sínu með einhverjum tilþrifum þá hljóti það að skrifa að vera mótmæli í sjálfu sér, og það að vera rithöfundur á Spáni leiði til misjafnlega glæsilegs sjálfs- morðs. Stundum að tærast upp í þögn og fásinni. Að mínum skilningi, segir Matute: byggist hlutverk rithöfundarins fyrst og fremst á mótmælum og sjálfsrýni jafn- framt sem hann spyr um aðra hluti, og hann verður að sætta sig við þá frumstað- reynd að tilverurök hans eru þau að skrifa. Starf rithöfundarins sé eilíf leit þar sem hann geti aldrei viðurkennt neina fyrirsögn nema sinnar eigin sam- vizku: ef ekki að sannleikanum þá sínum eigin sannleika. Líka hvað formið snertir, þá verður hver höfundur, hver skáldsaga að eignast sitt eigið form. Og höfundur- inn leiti líka i málinu, að málinu innan málsins. Hann geti heldur ekki látið neinn menningararf binda sig, heldur hljóti að véfengja hann og gagnrýna að því marki að gera sig frjálsan með sífelldum spurn- ingum. Sama gildi gagnvart hans eigin fyrri skoðunum, skylda hans er að gagn- rýna sín eigin viðhorf, og hafna þeim áð- ur en þau fara að staðna. Þetta þekkjum við íslendingar frá Laxness sem hefur líkt hinum stöðnuðu skoðunum við að ganga með steinbarn í maganum. 8. Það var sérlega fróðlegt að heyra þessa merku skáldkonu lýsa viðhorfum sínum, einkum þar sem hún kemur frá fasista- ríki, þar er eina trygging hugrakkra höf- unda fólgin í erlendri athygli og áhuga á starfi þeirra sem hindrar stjórnvöld í að ganga milli bols og höfuðs á skáldum sem þora að tala. Því meiri andstæða að heyra talsmenn kerfisins flytja hin við- urteknu viðhorf þess, og tala um ábyrgð höfundarins sem þeim virðist vera fyrst og fremst gagnvart kerfinu og fólgin í hlýðn- isskyldu við kontóra þess. Sovétmaðurinn Piskunov hafði uppi mikil nöfn á látn- um höfundum sem þurftu ekki að falla undir formúlurnar vegna þess að þeir eru löngu dauðir einsog Dostojevskí og Tol- stoj, og leyfast því innri andstæður og ósamkvæmni sénísins. Það er mikill siður nú að reyna að segja gagnrýnendur kerf- isþjónustuhöfunda rógbera Gorkí. Já en Gorkí er upphafsmaður sósíalrealism- ans, segja þeir. Vissulega var Gorkí mikill maður og höfundur, þess vegna á nú hver þýlundaður ritdvergur að geta skrið- ið í hans skjól og fitnað undir frakkalöf- um Gorkí í nafni sósíalrealismans og ann- arra góðra höfunda sem voru bæði sósíal og realistiskir sem sumir hinir eru hvorki heldur iðulega kaldlyndir eða róman- tískir smáborgarar eftir atvikum áratug- urn á eftir tímanum sem óttast ekkert meir en æsku heimsins. Og svo skaut upp gömlum kunningja frá ungum dögum í París, blökkuhöfund- inum James Baldwin sem þá var ekki orðinn heimsfrægur höfundur né kunnur baráttumaður fyrir málstað blökku- manna. Hann hefur ekki yfir sér hið stælta yfirbragð svörtu hlébarðanna, engan hörkulegan vígasvip né ofstæki, heldur blíðlegan svip letraðan harmi. Og hann sagði að þrá sín sem rithöfundar væri að geta goldið skuld sína við kynstofn sinn, við blökkufólkið i Bandaríkjunum og gefið því mál í bókmenntum, þessu fólki, sem skapaði blues; það var þess mál, söngvar harmsins sem hið kúgaða og ólæsa fólk fæddi af sér þar sem ákæran býr undir og hrópar nú á mál í bók- menntum, það telji hann höfuðskyldu sina og sitt meginhlutverk sem rithöf- undar. 9. 0 Og þannig héldu höfundarnir áfram að spyrja og gefa yfirlýsingar á víxl. Sumir spurðu: til hvers eru bókmenntir, til hvers að skrifa, og rúmenskur höfundur nefndi sitt erindi: Það eru engar bók- menntir til, og sagði að orðin og málið yrði æ marklausara, snauðara að raun- hæfri þýðingu, allt væri að falla niður i eitthvert tómarúm þar sem tjáning og dómgreind væri uppurin. Og vitnaði í Marcuse sem segir í bókinni Einvíddar- maður að svo fari að lokurn að jafnvel hugmyndaflugið hætti að starfa „and- spænis raunveruleik sem yfirgengur og kæfir hugmyndaflugið". En þrátt fyrir mikla svartsýni og margvísleg dæmi van- máttar ýmissa rithöfunda með tilvitnun- um í gjaldþrotamenn á þessu sviði sem hafa lokað sjoppu sinni því það sé ekki til neins að vera að basla þetta létti þó heldur til í lok ræðunnar. Radu Lupan minnti á hóp þýzkra rithöfunda sem hefði lýst sig það sem kallað var á gol- frönsku rúmpí for den kass, gjaldþrota. Og hérmeð væru þeir hættir að skrifa ljóð, prósa og leikrit, og hananú. Einn þeirra Martin Walser sagði: við kærum okkur ekki lengur um gervisannindi. Við trúum þvi ekki lengur að nokkur geti vitað nokkurn skapaðan hlut um nokkurn skapaðan hrærandi hlut. Það er ekki verra en vant er að þýzkur rithöf- undur noti fleirtölu í yfirlýsingu sinni. Annar i gjaldþrotafélaginu þýzka gaf þá skýringu að: kúgunareðli þjóðfélags okk- ar er að skapa varanlega fróunarþörf með gervimeðulum, með fíknilyfjum. Þannig talaði Peter Hamm. Á hinn bóg- inn hefur Nabokov sagt í viðtali: eitt af hlutverkum skáldsagna minna er að sýna fram á að skáldsagan er ekki til. Ég starfa að því að byggja úr orðum þangað til ég öðlast á því fullkomið vald og ánægju. Ef lesandinn verður að vinna þegar kemur að honum, því betra. List er erfið. Af þessu vildi Lupan álykta að sjónar- mið Nabokovs væri ákaflega neikvætt og samkvæmt því væri ekki hægt að skapa list; en það finnst mér alröng ályktun og sjónarmið Nabokovs alls ekki neikvætt. Það kom í ljós eftir því sem leið á þessa rúmensku ræðu að bókmenntir einsog hann átti við í fyrirsögninni væri sú mikla bygging sem bókmenntafræðingar og bókmenntasagnfræðingar og bókmennta- gagnrýnendur hefðu í sameiningu reist til að geyma allar bækur og kippa þeim í sitt rúm með sínu merki, hrikalegt vöru- geymsluhús þangað sem allar bækur hyrfu sviftar áhrifamætti með hæfilegu vörumerki og afmagnandi skilgreiningu, afgreiddar sem skýrslur um tiltekið reynslusvið eða anga lífsins, sneyddar mætti sínum að orka framar til að breyta heiminum eða stuðla að frekara land- námi í vitund einstaklingsins. 10. í bókinni: Hvað eru bókmenntir? demb- ir Sartre ágætri glósu á gagnrýnendur sem hann talar um líkt og þeir væru sér- stakur þjóðflokkur, sjálfur nýbúinn að skrifa tvö þúsund blaðsíðna bók um Flaubert, sem er þó kannski ekki síður um hann sjálfan, eða farvegur fyrir al- fræðilega þekkingu hans sjálfs þar sem hann getur talað um hvað sem er (mað- urinn sem vakti fyrstur athygli á snilli þjófsins og kynvillingsins Genet og gerði hann að afturbatapíku og sæmdi hann dýrlingsheitinu Saint Genet, heilagur Genet) — hann sagði: þess verður að minnast að flestir gagnrýnendur eru menn sem ekki hafa heilsað stóru láni og rétt í þann mund þeir voru að örvilnast fundu sér rólegt og þægilegt starf sem kirkjugarðsverðir. Guð má vita hvort kirkjugarðar eru friðsælir: enginn þeirra er glaðlegri en bókasafn. Þar eru þeir dauðu: eina sem þeir hafa gert er að skrifa. Fyrir löngu hafa þeir verið hrein- þvegnir af lífsins synd, og aukinheldur er lif þeirra kunnugt af öðrum bókum sem aðrir dauðir menn hafa skrifað um þá. Þessir menn vilja ekki hafa nein sam- skifti við hina raunverulegu veröld nema til þess að éta og drekka í henni, og þar sem það er algerlega óhj ákvæmilegt að hafa samskipti við meðbræður okkar þá hafa þeir kosið að skifta við hina dauðu. Þeir verða ekki hrifnir af öðru efni en því sem er búið að flokka, útkljáðum deilum, sögum sem vitað er hvernig enda. Fyrir þeim (gagnrýnendunum) er einsog allar bókmenntir væru hrikaleg upp- tugga (tautologie) og einsog hver rithöf- undur hefði fundið upp nýjan sagnarhátt í þeim eina tilgangi að segja ekki neitt. (íslendingi gæti komið í hug norræna deildin og starf hennar þar til nýir menn tóku við bókmenntakennslunni sem vissu að íslendingar eru enn við sama hey- garðshornið og eru enn að skrifa bækur og hafa leyft sér þá ósvífni að fjalla um nýræktina, — lika í staðinn fyrir að láta við það sitja að hima undir stabba af fyrningum, og slita tuggu og tuggu úr gamla heyinu og bjóða fram til útflutn- ings og kannski vítaminbæta það örlítið með geldingahnöppum úr hlaðvarpa síns samtíma). Lupan hélt því fram að helzti bjarg- vættur okkar í forheimskuðum tækni- heimi væri sköpunarmátturinn. Skylda 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.