Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 29
er oft á tíðum mjög óhag- kvæm manni, því að hann vill ógjarnan láta vita, hvar hann hefur verið staddur — og þeg- ar það eru þessi félagasamtök sem annast að útvega honum vinnu eða húsnæði, þá verður því ekki neitað, að maðurinn er að koma úr fangelsi. — En kviðir þú fyrir að losna eða hlakkar þú til? — Ég kviði fyrir; það er ekki hægt annað en kvíða fyrir, þvi að fangelsisvistin tekur það mikið af manni. Hún tekur af manni alla daglega byrði, efn- islegar byrðar. Maður þarf ekkert að hugsa fyrir henni. Hins vegar eykur hún aðra byrði manna. Maður óttast að losna, að fara út, maður er fuil- ur af vanmetakennd og fer oft á tiðum dauðskelkaður út. En hitt er náttúrlega annað mál, að maður hlakkar til að hitta ástvini sína, þó að það sé oft á tíðum í sjálfu sér sársauka- blandið. — En hver hafa verið við- brögðin, þegar þú hefur kom- ið í bæinn eftir langan tíma fyrir austan? — Já, ég veit eiginlega ekki hvernig ég get lýst því. Maður hefur ekki verið með réttu ráði fyrstu vikuna eða jafnvel mán- uðina. Maður hefur ekki getað hugsað í samhengi. Það tekur mann mjög langan tíma að samlagast eðlilegu lífi og um- hverfi. Menn eru almennt mjög slæmir á taugum eftir fangels- isvistina og eirðarleysið mjög sterkt í manni og erfitt að halda sig við ákveðið svið. Að sjálfsögðu reyna flestir að koma sér i vinnu og húsnæði og annað, og þeir sem hafa stofnað til heimilis reyna að taka upp þráðinn þar sem hann féll niður. En það er mjög hættulegur tími sem sagt, þessir fyrstu dagar og þessar fyrstu vikur, því að maður er alls ekki í neinu hugarjafn- vægi. Viðbrögð fólks — Hver eru viðbrögð fólks svona almennt, þegar það kemst að því t. d., að þú sért á Litla-Hrauni? — Nú já, er hann kominn aftur að þessu! Þau eru mjög mismunandi; það er mjög mik- ið umtalað meðal fólks, voða mikill kjaftagangur, og fólk vill oft vera illkvittið. Sumt fólk tekur manni hins vegar vel, en manni finnst alltaf skína í gegnum það einhver tor- tryggni, að maður sé ekki al- veg tekinn eins og maður vill vera; kannski er þetta hugar- burður í mörgum tilfellum, en við stöndum yfirleitt mjög höllum fæti, því að við þurfum að leita eftir vinnu, leita eftir húsnæði, og við þurfum okkar hobbí og neyðumst oft til þess að ljúga til þess að fá inni, til þess að fá vinnu, því að það hefur margur maður verið hvekktur á því að spyrja um vinnu, og þegar hann segir sannleikann um síðasta dval- arstað sinn, vinnustað, þá er hann sem sagt búinn að missa sjansinn á vinnu — og ég þekki þetta sérstaklega í einu tilfelli: þá réð ég mig á bát sem átti að fara á línuveiðar og það var verið að vinna að undirbún- ingi í sambandi við þann bát, og ég vann þar dag og nótt í hálfan mánuð og sem sagt átti einskis ills von. En á síðasta degi sá ég til manns á vappi þarna um borð sem þekkti til mín. Ég fylltist dálitlum ugg, og þegar ég rakst á skipstjór- ann þá segir hann: „Heyrðu, þú skalt gjöra svo vel að hypja þig í land. Við kærum okkur ekkert um neina Litla-Hrauns- strauma hér.“ — En hvernig er þá sam- bandið við fjölskylduna og vini hennar eftir að hafa verið í refsivist? — Það er ákaflega breyti- legt. Ég held að í fæstum til- fellum náist sama sambandið. Það gæti verið i einstökum undantekningum, að þá færi þessi ógæfa fólk saman, en í fleiri tilfellum fjarlægist fólk við þetta. En í sambandi við vini: nú er maður sem er bú- inn er að vera inni í 3 til 4 ár; hann hefur átt sinn vina- hóp sem hann hefur umgeng- izt — og skyndilega er honum kippt burt úr þessum hóp og hann situr í fangelsi. Hann staðnar að nokkru leyti, hann hættir að fylgjast með, og af- leiðingin verður sú, að þegar hann kemur út og reynir að hafa uppi á fyrri kunningjum og vinum, þá er það eins og Rússi að tala við Kínverja — hvorugur skilur hins mál. Þannig á maðurinn ekki leng- ur samleið með sínum fyrri fé- lögum eða kunningjafólki — og þá er eins og eina sálufé- lagið, eina fólkið sem hann getur átt samleið með eða skil- ur hans mál, það séu menn sem hafa verið með honum í fangelsi, og þannig verður þetta einn vítahringur, og þessir menn vilja gjarna fest- ast við og eiga mjög erfitt með að losa sig. Orsakir afbrota — Hver heldur þú að sé he!zta orsökin fyrir afbrotum manna, t. d. þeirra sem eru á Litla-Hrauni? — Orsakirnar eru ákaflega margar og mismunandi. Mikið af þeim á upptök í tilfinninga- lífi manna. Það getur verið drykkjuskapur, óreiða, menn missa ef til vill heimili út úr höndunum, sem sagt þeir hafa stofnað heimili og eru að missa það út úr höndum sér. Ýmiss konar vonbrigði sem kannski skyndilega kippa íót- um undan mönnum, og í stað þess að reyna að klóra i bakk- ann, missa þeir öll tök á sjálf- um sér. Það eru sem sagt ýmiss konar áföll sem maður getur orðið fyrir, og þegar hann er veikur fyrir mætti segja að hann tryllist að vissu marki; og við vitum öll að fólk hefur meiri og minni galla, sem ekki hafa komið í ljós nokkurn tíma á þeirra lífsferli. En stundum er það undir kringumstæðum og tilviljun komið, hvenær á þetta reynir — og svo má líka geta þess, að þegar unglingar lenda í afbrotum er oftast um að ræða erfiðar heimilisað- stæður; þeir eiga einhvern veginn ekki samleið með sínu fólki, eiga ekki trúnað þess, og ef til vill vilja þeir vera dá- lítið „töff“ — og svo þegar þeir lenda í klónum á lögreglunni fyrsta sinni, þá hafa þeir sett töluvert mikið niður í eigin augum og annarra — og kannski vilja þeir hefna pess eða upphefja sjálfa sig aftur með því að brjóta af sér m jög fljótlega aftur. Hver orsökin er, get ég ekki gert mér fylli- lega grein fyrir, en ég veit í sambandi við mig, að þegar ég hef lent í lögreglunni fyrir af- brot sem ég hef framið, þá hefur hættulegi tíminn verið strax á eftir. — Finnst þér þú hafa fengið réttlátan dóm? — Já, ég held að ég geti ekki kvartað undan þvi, að ég hafi verið dæmdur of strangt. En það er eitt og annað í fram- kvæmd rannsóknarinnar og framkvæmd dómsins, sem ég get ekki sætt mig fyllilega við. Það er dálítið erfitt að horfa upp á ranglæti, svik og lygar af hinu opinbera, þegar það er að framfylgja lögunum — og þetta veikir mann i trúnni á heilbrigt þjóðfélag og virð- ingu fyrir lögum og rétti. Það má geta þess að menn hafa verið settir í gæzluvarðhald hér á Skólavörðustíg 9, og svo hefur gæzluvarðhaldsúrskurð- urinn verið útrunninn, og þá á samkvæmt lögum að sleppa mönnum á augnablikinu. En þetta hefur ekki alltaf verið svona, ef viðkomandi fulltrúi dómara hringir kannski niður eftir og segir: „Vilduð þér gjöra svo vel að geyma manninn þangað til ég kem; ég kem með Einn minni klefanna í gömlu byggingunni á Litla-Hrauni. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.