Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 25
í vanlíðan sinni, en það er nóg til þess að hafa truflandi áhrif yfir allt húsið. Hávaði af hljóð- færum hefur aukizt við til- komu nýbyggingarinnar, því að þá var hátalarakerfi með efni rikisútvarpsins lagt niður, og það hafa fangar bætt sér upp með alls konar hljóðfærum. Raunverulega má segja að þessi tími frá innilokun að kveldi kl. 23.45 til kl. 1, þegar slökkt er, sé eini tíminn sem fangar óáreittir geti gefið sig að hugðarefnum sínum, eins og lestri eða skriftum. Þegar slökkt er, þá verkar það á mig eins og sagt væri: Farið þið nú að sofa, svínin ykkar. Síðan vakir margur fanginn og les við kertaljós. Til að geta slökkt á öllum ljósum samtimis af varðstofu í nýbyggingu var til kostað hundruðum þúsunda í rafkerfi. Rafmagnssparnaður- inn við að slökkva yfir nóttina mun þurfa þessa öld og þá næstu til að vega upp á móti kostnaðinum við að koma þessu pyndingartæki upp, eða til að hafa ánægjuna af að geta slökkt á okkur eins og litla krakka. Það eru margir svona hlutir, sem litillækka okkur og koma í veg fyrir möguleika á endurhæfingu og námi. Ég hef áður minnzt á, hvern- ig okkur er gert ókleift að stunda trésmiðaföndur. Á sið- astliðnu sumri hófst hér leir- föndur. Virtist það ætla að gefa góða raun. Hingað átti að kaupa leirbrennsluofn, sem loks kom í maí sl. Þá kom í ljós, að hann var meira ætlað- ur fyrir nágranna okkar á Suð- urlandsundirlendinu en okkur. Því má segja að þeir sem byrj- uðu á leirföndrinu hafi ekki haft þá ánægju af því sem skyldi, þar sem það hefur skap- að mörgum leiðindi með að þurfa að biða í óvissu um, hvenær og hvernig þeir fengju muni sina brennda. Ef til vill stendur þetta til bóta. Það hefur aldrei þótt fallegt að sýna svöngum hundi álitlegt bein og taka það svo frá hon- um eftir að hann hefur rétt fengið að smakka á því. Þann- ig er þó oft farið með okkur, sem á allan hátt hefur skað- leg áhrif. Um losanir er sem áður segir mikil óvissa. Þegar fréttir ber- ast af þeim fyrirvaralítið, þá þarf fangelsisstjóri að gera upp við fangann. Það dregur hann í lengstu lög, eins og til að sýna vald sitt og mátt. Manni finnst að hann geri þá allt til að ergja fangann, sem síðan fer oft héðan í reiði og illsku, oft algjörlega peningalaus, far greitt fyrir hann til Reykjavík- ur. Þar er hann húsnæðislaus og atvinnulaus. Verst af öllu er þó fyrir hann reiðin út af síð- ustu kveðjum við fangelsis- stjórann hér. Afbrotin byrja að nýju, og innan skamms tíma, eitt sinn viku, er fanginn kom- inn hingað aftur. Þá fagnar fangelsisstjórinn ógæfumann- inum og leikur góða hirðinn, sem gleðst yfir hverjum þeim syndara, sem snýr heim aftur. Þetta er raunasaga, en alltof sönn. Rótleysið Þá vil ég víkja að rótleysinu, sem fangalíf hér skapar. í flestum tilfellum vanrækja dómarar og lögmenn að skýra fyrir nýdæmdum manni, í hverju brot hans sé fólgið þjóð- félagslega séð. Hvaða almenn- um hagsmunum hafi verið raskað. Þá veit fanginn ekki, hve mikið af dómi sínum hann þurfi að afplána eða hverju góð hegðun eða breytt hugar- far fái áorkað til styttingar. Úr þessu er ekki bætt í fangels- inu. Því hefst rótleysið. Um rótleysið skrifaði Sigurður Guðmundsson, skólameistari í eina tíð: „Rótleysi merkir sálarlegt sambandsleysi við granna sína, dvalarstað og um- hverfi. Enginn er sjálfum sér nógur“. „To almost everybody sympathetic surroundings are necessary to happiness“, segir Bertrand Russell, þ.e. „Næstum því hverjum manni eru til vel- líðunar nauðsynlegir geðfelldir grannar og löguneyti". „Flestir, sem hafa á mörgu hug, þarfn- ast félaga, sem skilja þá, þeir geta blandað geði við, rætt við um áhugaefni sín, fábreytt eða fjölbreytt. Flestir hafa þörf fyrir að vera safnaðarlimir, þar sem þeir njóta nokkurs álits, geta látið sálarglampa sína lýsa og öðlazt áhrif og völd. Allt slíkt er mönnum jafnnauðsynlegt til sálarlegrar vellíðunar og klæðnaður er þeim til líkamshita, nægilegs og þægilegs." Er hér ekki bent á atriði, sem vert er að athuga í fangelsismálunum? Viðhorf og viðfangsefni okkar fanga eru margþætt, og því eignumst við ekki æskilegustu viðmæl- endurna innan múranna. Að vísu hafa þeir, sem hafa áhuga á hrossarækt, góða viðmælend- ur í mörgum fangaverðinum. Nú hafa fæstir fangar áhuga á hrossarækt, svo að okkur þyrfti að bæta það upp með heim- sóknum góðra og fræðandi gesta. Vonandi verður stuðlað að slíku í framtíðinni og reynt að sporna gegn rótleysinu með heppilegum ráðum. Þegar Litla-Hraun var valið sem vinnuhæli og betrunarhús af Jónasi Jónssyni þáverandi ráðherra, var það gert með ræktun í huga. Ræktun á mönnum og ræktun á landi. Hér var mikið óræktað land. Að ræktun lands og manns færi saman. Hjá öllum fyrri fangelsisstjórum var lögð á- herzla á ræktun landsins, þótt alltof hægt gengi. í tíð núver- andi fangelsisstjóra var öll ræktun lögð niður. Nú í sumar er meira að segja farið að selja túnþökur af nýræktunum, sem áður var búið að fá til ræktunarstyrki. Eftir standa ógróin flögin. Dæmigert fyrir fangelsi á íslandi í dag. Jörðin er leigð hrossaræktarráðu- nauti, sem hefur einn fanga- vörðinn til að nytja jörðina. Þessi fangavörður fær síðan landbúnaðartæki fangelsisins lánuð og einnig fanga fyrir lit- ið kaup. Honum eru fangarnir seldir mansali. Svona er nú þetta um ræktunina á Litla- Hrauni. Það er æðimargt i rekstrinum hér sem ekki er siðbætandi. Hann er engum likur gæða- maðurinn góði, sem okkur hef- ur verið úthlutað sem fangels- isstjóra. Hann grípur sko feg- inn við. Þótt hann hafi bölsót- azt yfir brunanum hér i marz sl. í sjónvarpi og víðar og kennt okkur föngunum um ó- sönnuð eldsupptök, þá hefur hann í reynd ekki verið jafn- leiður og hann lét. Honum var að minnsta kosti vátryggingar- féð kærkomið. Hins vegar hef- ur hann ekki bætt okkur föng- unum okkar tjón, sem ekki hefur til þessa verið kannað eða heildarupphæð þess reikn- uð út. Aftur á móti býður hann okkur við framvísun á reikn- ingi yfir tjón okkar greiðslu á 18% af þvi. Hann segist bara hafa fengið greidd 18% af tjóni okkar, sem þó hefur ekki verið kannað i heild. Yfir þessu fádæma háttalagi er mikil gremja í mörgum fanganum, enda tjónið sumum tilfinnan- legt. Hlýhugur Tel ég mig nú hafa sýnt fram á spillandi áhrif fangelsisins, en hefði þó margt fleira um það að segja. Ég hef reynt að benda á að mikið af spillandi þáttum er frá heildarkerfinu og yfirstjórn dómsmálanna. Á nokkrar úrbætur hef ég bent og tel mig hafa sýnt fram á, hvernig margt má þar ekki vera. Þetta tel ég mig hafa gert af skyldu við sjálfan mig og samfanga mína. í ógæfu minni hef ég aldrei beðizt griða, en ég hef beðið um rétt- læti, sem virðist jafntorfundið á íslandi í dag og gull í jörðu. Án efa verður mér á einhvern hátt refsað hér i fangelsinu fyrir þessa grein og þann sann- leik, sem hún segir. Ég er því viðbúinn og skal taka því hug- rór og brosandi, eins og þræll- inn Epiktet, sá mikli heimspek- ingur, þegar hann af herra sínum var pyndaður og fót- brotinn. Mun ég þá segja sem hann, þegar pyndingin verður hafin: „Þú brýtur vísast fót minn“. Og þegar það svo gerist, bæti ég við eins og þrællinn forðum: „Hvað sagði ég ekki?“ í fangelsum er mest um vert að ráða yfir hug sínum og á- netjast ekki illum hugsunum sínum. Fangar þurfa að tefla upp lífsskák sína, bæði fyrir hvítan og svartan. Þeir mega ekki gleyma að leika fyrir svartan. Geri þeir það sam- vizkusamlega, eiga þeir að geta fundið afleiki sína, tekið þá til varnaðar og undirbúið sig bet- ur undir næstu skák, sem lífið býður þeim upp á, eftir losun. Kunni fangi ekki manngang- inn í slíkri skák, þá þarf hann kennslu til þess, sem þjóðfé- laginu ber að sjá um að hann fái. Þótt ótrúlegt sé, þá hugsa ég að á fáum stöðum séu hug- renningar manna jafnhlýjar og i fangelsum. Fangar hugsa margir mjög þakklátlega til vandamanna og velgjörðar- manna, sem þeim hafa reynzt vel. Svo eru þar einnig vondar og illar hugrenningar til þeirra, sem þeir eru sárir eða reiðir við, sem að óþörfu og jafnvel af hýenueðli hafa gert þeim byrðir þeirra erfiðari en efni hafa staðið til. Fangar munu seint elska óvini sína. Sá krist- indómur, sem föngum er al- mennt boðaður um hinn óend- anlega kærleika, fellur þeim almennt ekki. Fanginn veit nefnilega, að fyrst verður hann að greiða keisaranum það, sem honum ber, og að kærleikur er ekki mynt hjá keisaranum. Fanginn óttast helviti, og stundum hefur honum jafnvel heyrzt hringla i lyklum þess. Frá dyrum þess vill hann kom- ast með bættu líferni, eins og margri söguhetju hjá séra Friðriki Friðrikssyni tókst með aðstoð góðra manna. Þegar prestar og aðrir prelátar koma til okkar og segja okkur, að nú sé helvíti ekki lengur til, er ekki laust við að margur fang- inn glotti. Á þeim er helzt að heyra, að búið sé að loka hel- 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.