Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 33

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 33
Samtal við gæzlufanga husinu í Reykjavík. Ég hef mikið lært á ekki lengri tíma, sem ekki verður af bók- um numið, og daglega öðlast maður nýja reynslu, því að fangelsið er lítill heimur útaf fyrir sig. Þar ríkja beiskja og kali; þar fæðast nýjar vonir og þrár, sem kannski rætast, kannski ekki. Samstarfsmenn minir eru góðir drengir; sumir þeirra hafa oft lagt á sig persónu- lega til að hjálpa einstaka föngum á margan hátt; stund- um fengið þá lausa til reynslu og útvegað þeim atvinnu, en því miður hafa þeir flestir brugðizt, oft vegna þess að þjóðfélagið brást þeim, þegar þeir komu aftur út í lífið. Yfir- leitt er góður heimilisbragur á Litla-Hrauni, þó oft kastist í kekki. Sambandið milli fang- anna og fangavarðanna er yf- irleitt mjög þægilegt; í mörg- um tilfellum skapast góð vin- átta þeirra í milli, þrátt fyrir það að hinir síðarnefndu séu einatt nokkurskonar friholt milli fanganna og yfirvald- anna. Margt mætti betur fara, bæði í starfi okkar og stjórn fangelsisins, en engin mann- anna verk eru fullkomin, en góður vilji gæti miklu góðu til vegar komið. Ég átti aðeins að skrifa um starf fangavarðarins og mun því ekki setja fram skoðanir minar á fangelsismálum yfir- leitt, enda ekki hægt í stuttri grein. Mundi ég þó ekki luma á þeim, ef eftir væri leitað. Mig langar aðeins að lokum til að benda á nokkur atriði, sem ég held að gætu komið að gagni. Væri ekki til bóta, að yfir- menn þessara mála leituðu á- lits hjá starfsmönnum stofn- unarinnar og jafnvel fulltrúum úr hópi fanga, áður en ákvarð- anir eru teknar, sem varða fangana, stofnunina og dag- legan rekstur hennar? Er ekki reynslan ólygnust og of dýr- mæt til að láta hana ónotaða? Væri ekki hægt að koma upp spjaldskrám þar sem hver fangi ætti sitt spjald, sem væri fært daglega um hegðun fang- ans og fleira honum viðkom- andi, sem yrði svo haft til hlið- sjónar í sambandi við til dæm- is losanir? Mér hefur einnig dottið í hug að samstarfsnefnd, sem væri skipuð fangaverði, fanga, forstjóra og fulltrúa úr hælisnefnd og kæmi reglulega saman, gæti komið í veg fyrir marga árekstra, jafnað ýmsan ágreining, og það sem ég tel mest virði, aukið skilning aðila og gagnkvæmt traust. Sigurjón Bjarnason. — Viltu segja okkur hvort þú ert hér í gæzluvarðhaldi eða afplánun? — Ég er í gæzluvarðhaldi. — Ertu búinn að sitja inni lengi? — Sex daga. — Hefur þú verið hér oft áð- ur? — Ég hef verið hér samtals um það bil þrjú ár. — Hér á Skólavörðustíg 9? — Já, hér á Skólavörðustígn- um. — En á Litla-Hrauni? — Á Litla-Hrauni sjálfu hef ég verið tæp tvö ár. — Hvernig stendur á því að þú hefur verið svona lengi hér á Skólavörðustíg 9, þrjú ár, en bara tvö ár á Litla-Hrauni? — Það kemur til af því að dómsvaldið er svona seint i svifum; það hefur verið svo seint að vinna að þeim málum sem ég hef verið blandaður í. Ég til að mynda sat hér inni einu sinni í 8 mánuði, áður en skýrslugerð var lokið í málinu. — Varstu þá i gæzluvarð- haldi í 8 mánuði? — Ekki í gæzluvarðhaldi. Þá var ég í úttekt, en menn sem eru hér á Skólavörðustíg 9, það má náttúrlega segja að þeir séu allir í gæzluvarðhaldi. Hér fá menn aldrei að hlusta á út- varp, en þeir fá að vísu dag- blöð, og eina sambandið sem þeir hafa við menn það er heimsóknartími hér á laugar- dögum á milli kl. 4 og 5. Þá eru að vísu margir sem fá heim- sókn, en aðrir aldrei. — Hvernig fer sú heimsókn fram? — Hún fer fram þannig, að hér frammi á skrifstofunni eru bekkir; þangað koma aðstand- endur fanganna; síðan er náð í fangana inn i klefana til þeirra og þeir leiddir fram á skrifstofu og fá að sitja þar við hlið aðstandenda sinna, og yfir þeim situr fangavörður og hlustar á og fylgist með öllu því sem þar fer fram. — Og eru þá margir fangar í einu frammi? — Það eru að jafnaði það margir frammi, að allir hafi sæti. — Og gildir það jafnt fyrir þá sem eru í gæzlu og þá sem e:u i úttekt? — Þeir sem eru í gæzlu fá ekki heimsókn. Einangrun — Við hverja fáið þið þá að tala? — Undir sumum kringum- stæðum enga, ekki einu sinni réttargæzlumanninn. Um leið og við erum úrskurðaðir í gæzluvarðhald, þá fáum við leyfi til þess að velja okkur réttargæzlumann, en við hann fáum við ekki að tala fyrr en eftir ákveðið tímabil, og það tímabil getur skipt vikum, stundum jafnvel strax, en sem sagt reglurnar þekkir maður ekki nákvæmlega; þær virðast fara eftir þeim manni sem meðhöndlar mál hvers ein- staklings. — Hvað er réttargæzlumað- ur, og hvað gerir hann? — Réttargæzlumaður, það er lögfræðingur sem við fáum að velja okkur; hann fylgist með rannsókn málsins, með því að ekki séu brotin á okkur lög í rannsókninni. Sumir eru heppnir með réttargæzlumenn; þeir vinna vel að okkar málum og gera fyrir okkur það sem þeir geta. Aðrir virðast gera öfugt og vilja sem minnst fyrir okkur gera og jafnvel ekki gefa sér tíma til þess að tala við okkur, þó að þeir megi það. — Hvernig líður dagurinn hjá þér hér í gæzlu? — Hann líður þannig, að um átta-leytið á morgnana fáum við sterkt kaffi; þá get ég feng- ið að fara fram í 4 til 5 mínút- ur til þess að þvo mér; síðan er ég lokaður inni í klefanum aftur. Kl. 12 á hádegi er mér færður matur, hann síðan tek- inn frá mér kl. 1. Kl. 3 fæ ég kaffi og kl. 6.30 fæ ég mat; kl. 8 get ég fengið að fara fram aftur í 4 til 5 mínútur til þess að þvo mér, og þá um leið fæ ég kaffi í könnu og eitthvað með því; og síðan ekki söguna meir fyrr en ég vakna kl. 8 aftur næsta morgun. — Hvenær færð þú dagblöð? — Ég fæ ald ei dagblöð. — Ekkert til að lesa? — Jú ég get fengið að lesa skáldsögur og sígild rit og ým- islegt þess eðlis, en engin dag- blöð. — Getur þú valið þetta les- efni sjálfur eða er þér skaffað það? — Mér er ekki skaffað það, en ég get valið það eftir því, að hve miklu leyti það er til, en það hefur bara oft viljað brenna við, að það sé mjög takmarkað efni sem um er að ræða; og með menn eins og mig, sem hafa verið hér þetta lengi, þá er í raun og veru ekki úr neinu að velja. — Þú ert þá búinn að lesa það sem til er? — Ég er búinn að lesa það sem til er, já; en þó hefur þetta staðið til bóta núna undanfar- ið, af því að það hafa verið sendir hingað bókakassar frá Borgarbókasafninu; það hefur orðið til þess að við höfum komizt yfir lesefni sem annars hefði verið ómögulegt. — Fáið þið að fara út undir bert loft, þegar þið eruð svona inni allan daginn? — Aldrei. — Er ekki aðstaða til þess hér? — Jú, það er aðstaða til þess hér, og ég veit til þess að menn hafi fengið að fara út undir bert loft, sérstaklega þeir sem þuifa að dvelja hér langtímum saman, en á þeim tíma sem ég hef verið hér hef ég aldrei fengið að fara út undir bert loft. — Talar þú þá ekki við neinn allan daginn, nema gæzlu- mennina og rannsóknarlög- regluna? — Nei. — Hvað koma rannsóknar- lögreglumenn oft? — Það er mjög mismunandi; þeir komu til mín í morgun í fyrsta skipti á þeim 6 dögum sem ég er búinn að vera hérna inni; ég hef líka setið hér inni í gæzluvarðhaldi í 56 daga, og þá var ekki talað við mig eitt einasta orð fyrr en eftir 56 daga. — Hvað skeði þá? — Þá var tekin fyrir frum- skýrsla í málinu. — Og eftir þessa 56 daga, fórstu þá í afplánun? — Nei, ég var í raun og veru í afplánun, en einangraður bara til að byrja með. — Þá hefur afplánunin verið notuð sem gæzluvarðhald? — Já, sem einangruð afplán- un. Lyf og læknar — Hvernig líður manni eftir svona langa einangrun? — Manni líður sjálfsagt mis- munandi. — Getur þú sofið á nóttinni? — Já, ég hef yfirleitt átt gott með svefn. Ég veit aftur um aðra sem eiga slæmt með 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.