Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 41
Gróa Jakobsdóttir: Um tómstundastörf fanga Það kann að vera að ýmsum finnist lítið til koma, að ó- menntuð alþýðukona kveðji sér hljóðs til að vekja til um- hugsunar um fangelsismál. Má vera að þessi hugleiðing sé sprottin af því, að ég bý í næsta nágrenni Litla-Hrauns og hef gert nærri frá stofnun þess, og eru mér þessi mál því nokkuð kunn. Fyrsta hreyfing, sem kom á þessi mál, varð þegar fyrrver- andi skólastjóri Samvinnu- skólans í Reykjavík, Jónas Jónsson, komst í ráðherrastól. Úr þeim stól sá hann að vísu ekkert nýtt, en eygði úriæði til að koma hugsjónum sínum i framkvæmd. Hann vissi að okkur vantaði alþýðuskóla sem víðast um landið, svo að allir sem vildu gætu notið fræðslu og þá líka þeir efnalitlu sem áður mændu löngunaraugum á eftir þeim, sem efnin höfðu, út á menntabrautina. Þessi mikli menningarfrömuður lét ekki sitja við orðin tóm, heldur réðst í að reisa skóla og byggja upp fræðslukerfið, og að því búum við enn í dag. Honum var ljóst hvílikt vandamál fangelsismálin voru og réðst stiax í framkvæmdir, tók í notkun ófullgert stórhýsi á Litla-Hrauni, sem reyndar átti að verða sjúkrahús og elli- heimili fyiir Suðurland, byggt upp af samskotafé þorpsbúa og annarra, en stöðvaðist vegna fjárskorts og lá því undir skemmdum. Þar strönduðu Sunnlendingar í sjúkrahúsmál- um sínum, en hafa að vísu lát- ið teikna sjúkrahús, sem von- andi rís af grunni. Jónas Jóns- son fékk lítið þakklæti fyrir að taka þetta hús á Litla-Hrauni í notkun og gera að fangelsi, en þetta reyndust þó þau bjargráð sem við höfum búið að síðan. Jónas byrjaði á byrj- uninni, sendi til Norðurlanda kennaramenntaðan mann í því skyni að kynna sér fangavarð- arstörf við önnur fangelsi. Hann valdi Sigurð Heiðdal kennara, og var það engin til- viljun. Jónas vissi að starfið krafðist hæfileika í uppeldi og þjálfunar i að umgangast aðra með þolinmæði og umburðar- lyndi, en jafnframt agasemi við þá menn sem villzt höfðu út af alfaraleiðum lífsins. Sig- urður Heiðdal reyndist vand- anum vaxinn. Vistmenn báru virðingu fyrir honum og þótti vænt um hann. Ég minnist hans alltaf þegar ég heyri góðs manns getið. Stöðnun Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar, en fangamál- in hafa staðið í stað. Litillega hefur verið minnzt á það við og við, að þau væru í ólestri, en ekkert verið gert, og reyndar hefur verið fjallað um þau eins og feimnismál, sem von er, því þjóðfélagið á sjálft sökina; það hefur þróað þessi afbrotamál. Við reynum að skjóta okkur á bak við þá staðreynd, að eftir margra alda stöðnun í lifnað- arháttum höfum við ekki vaid- ið því að verða á stuttum tíma nýríkt velferðarþjóðfélag. Við höfum gleymt uppeldismálun- um, en sú gleymska leiðir ein- mitt af sér hitt, að þörf er á auknu fangelsisrými. Dansinn i kringum gullkálfinn hefur verið í algleymingi, allir kepp- ast við að hrifsa til sín sem mestan gróða á sem skemmst- um tima. Heimilin eru orðin eins og hallir með dýrum hús- gögnum, en þau standa að mestu auð, því mamman er úti að vinna fyrir meiri munaði og hengir þá gjarnan lykilinn um hálsinn á barninu, sem ríslar sér á götunni eftir ástæðum. Afinn og amman eru farin á elliheimilið, þvi hvorki er tími né rúm fyrir þau. Með því er barnið svipt því skjóli og ör- yggi sem um aldaraðir hefur verið islenzkum börnum bezta vegarnestið út í lífið. Enginn má vera að þvi að hlusta á barnið eða hugga litlu barns- sálina, sem oft kól til ólífis i allri hringiðunni, endaði svo kannski i yfirfullu fangelsi. Þannig gleymdum við okkar minnsta bróður, enda er það löngu gleymt, að nokkur eigi að gæta bróður síns. Kirkjur okkar rísa hátt, turnar þeirra teygja sig til himins sem betur fer, en þær eru þvi miður ekki alltaf fullar af fólkinu sem ætti að koma þangað til að hlusta á þann boðskap, að það sem þú gerir minum minnsta bróður það gerir þú mér. Og áfram rann timinn, og viti menn, allt í einu datt ráðamönnum þjóðarinnar i hug, að nú yrði eitthvað að gera í þessum vanda. Þá var byggt við Litla-Hraun, að vísu ekki eins reisulegt hús og gamla húsið sem reist var á krepputímum fyrir samskota- fé almennings. Þvi miður er Jónas Jónsson frá Hriflu. þessi litla álma, sem reist var þarna, alls ófullnægjandi, lik- ari litlu sjúkraskýli en fangelsi, en við skulum vona að þetta sé aðeins gert til bráðabirgða, meðan okkar góðu ráðamenn eru að leysa þennan mikla vanda. Reyndar finnst mér þessi mál ákaflega auðleysanleg. Hvers vegna ekki að byrja þar sem Jónas Jónsson byrjaði forðum: gera Litla-Hraun aft- ur að vinnuheimili? Byggja lít- ið en mannhelt fangelsi fyrir þá, sem hættulegastir eru þjóð- félaginu. Kvennafangelsi eru því miður líka að verða nauð- synleg, og þá lika sem vinnu- heimili eins og Litla-Hraun ætti að vera. Tómstundastörfin Mesta hættan er fólgin í því, að fólk vinni ekki, hvort held- ur það er tómstundaiðja eða annað. Þess vegna hefur mér alltaf fundizt tómstundaiðju vanta tilfinnanlega á Litla- Hrauni, ekki sízt nú þegar vinna er þar mjög lítil. Litil- lega hefur verið farið út i það að hafa þarna tómstundastarf, og hefur það gefið góða raun, en það hefur samt skort efni og annað sem til þarf. Sérstak- lega kemur þetta illa niður á þeim sem mesta hafa þörfina, unglingunum sem sendir eru á Litla-Hraun, en ættu ekki að vera þar innan um þá sem fyr- ir eru, heldur á stað sem rek- inn væri sem skóli og endur- hæfingarstöð eða eitthvað slíkt. Að þessir menn megi ekki fá efni til tómstundaiðju, kemur ekki til nokkurra mála. Það sjá allir sem um þessi mál vilja hugsa. Það er þessum mönn- um mjög mikil uppreisn að geta gert eitthvað sjálfir og gefið ættingjum sinum, verið veitendur, en ekki alltaf þiggj- endur. Mér hefur fundizt það Bókasafnið á Litla-Hrauni býr við þrönaan kost — (sjá bls. 26). 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.