Samvinnan - 01.08.1972, Page 47

Samvinnan - 01.08.1972, Page 47
2. 2. 2. Og skammrif böggli Það er öldungis rétt, að fólk vill frekar kaupa bíla og sjónvörp, þegar tekjur hækka. Það er takmarkað hvað hver neytandi getur borðað mikið. En það er ekki sama hvað borðað er. Útgjöld til matvöiu í heild eru hlutfallslega fall- andi með hækkandi tekjum. Innan þessa vöruflokks er þróunin þó mismunandi í einstökum vöruhópum. Kaupin færast yfir á betri matvörur, þ. á m. kjöt, og innan vöruhópsins kjöts færist neyzlan frá svínakjöti (vegna fitu) yfir á annað kjöt. Ég tala hér um erlenda markaði. íslendingar hafa sem betur fer aldrei lært að borða svínakjöt. Þegar við ræð- um lambakjöt sérstaklega, þurfum við ekki að hræðast það fyrirbrigði, sem kallast litil tekjuteygni matvara. Frekari rök fyrir málinu má færa með að benda á, hvernig til hefur tekizt við sölu islenzks fisks á Bandaríkjamarkaði. Það má segja, að með frekari vinnslu og sérstökum umbúðum hafi verið farið framhjá hinum fullkomna markaði, þó að fyrsta flokks þorskur sé eins, hvaðan sem hann kemur. Þetta gengur víst vel, þó að um sé að ræða matvöru, og af mörgum talinn minni lúxus en kjöt. Við nánari athugun má telja undarlegt, að betur gangi með þorsk en sauðfé. Bænd- ur ráða þó að öllu leyti sjálfir fjölda sauðfjár og geta gengið að dilkunum að hausti. Þorskurinn er að öllu leyti dynt- óttari skepna og stjórnar sjálfur sínum barneignum. Mun markaðurinn hér mestu máli skipta, og gætu samtök bænda vafalaust lært margt af samtök- um fiskframleiðenda. Að lokum ber að nefna, að aukin fram- leiðsla á lambakjöti gefur aukna gæru- og ullarframleiðslu. Þessi hráefni fyrir innanlandsiðnað ættu ekki að skapa óyf- irstíganleg vandamál. Markaðsöflun fyrir hinar sérstæðu íslenzku ullarvörur er auðveld, og hefur það nú þegar komið i ljós. Hinu ber ekki að gleyma, að niður- skurður fjárstofnsins mun skapa stór vandamál fyrir ýmsar iðngreinar, einstök fyrirtæki og starfsfólk þeirra. 3. UM BEIT Við skulum fyrst skilgreina nokkur hugtök. Beitarþol er sá fjöldi fjár, sem hægt er að beita á visst landsvæði yfir visst timabil, án þess að landið beri skaða af. Beitarþungi er sá fjöldi sem i raun er til staðar. Fari beitarþungi fram- úr beitarþoli er um ofbeit að ræða, og mun beitarþolið þá fara minnkandi og ef til vill enda á núlli (landið blæs upp). Á þessu virðist lítill vafi. Þröstur leggur til, að beitarþunginn verði minnkaður („Sú leið sem fara verð- ur er takmörkun framleiðslu ...“). Ég legg til að beitarþolið verði aukið. Þetta mun vera hægt með uppgræðslu uppblás- inna landsvæða og áburðardreifingu á afréttum. í greinaflokki Samvinnunnar um gróð- urfar á íslandi fyrr og nú getum við les- ið, að kunnátta til aukningar beitarþols- ins er til staðar. Hér skortir aðeins fjár- framlög. Eðlilegt virðist að fjárframlög þessi komi frá hinu opinbera. Það tíðk- ast nú, að hið opinbera skapi öllum at- vinnugreinum aðstöðu, mennti starfs- fólk iðnaðar og þjónustu, leggi vegi og brýr, byggi hafnir o. s. frv. Og því þá ekki skapa landbúnaðinum aðstöðu? Það eru þó bændur, sem séð hafa um breytingu beitarinnar í fæðu og aðrar vörur handa fólki. Að skýra hvað notkun beitarinnar hefur gefið þjóðarbúinu er ekki hægt með neinni skiljanlegri upphæð. Aukning beitarþolsins er einnig nauð- synleg, ef markaðsmálin leysast svo sem spáð er hér að framan. Þess ber að gæta, að hið sérstaka kjötbragð stafar að öllum líkindum af beit á afréttum og heimahögum. Sé þetta rétt, er nauðsyn- legt að beitarstefnunni sé við haldið að nokkru leyti. Sá háttur að setja lömb á tún nokkru fyrir slátrun er hættulegur. Dilkurinn safnar fitu, og neytandinn, sem hreyfir sig lítið og býr í hlýju húsi, vill hana hvergi sjá. Hann hefur ekki þörf fyrir hana. Þetta gefur framleið- anda nokkrar krónur í dag, en þegar til lengdar lætur, rýrna gæði kjötsins í aug- um neytenda. Við verðum fyrst og fremst að meta gæði kjötsins eins og neytand- inn. 4. HIÐ OPINBERA OG SAMTÖK BÆNDA Með framangreindum hætti myndi hlutverk hins opinbera breytast nokkuð. Hluti af útflutningsbótum myndi fyrst í stað ganga til markaðsrannsókna og markaðsöflunar erlendis (auglýsinga og dreifingarkerfis). Með hækkandi verði og auknu rnagni mun þessi hluti fara minnkandi. Annað hlutveik hins opinbera er að græða landið upp, þannig að möguleikar séu fyrir stærri fjárstofni. Fé þetta mun ganga í gegnum samtök bænda í framleiðslu og sölu. Eins og sézt hefur hér að framan, er mjög mikilvægt, að athyglin beinist að markaðnum og neytandanum, og þetta mun í byrjun kosta mikið fé. Með fingurinn á púlsi markaðsins rnunu hin ýmsu samtök geta gefið framleiðendum betri leiðbeiningar. Sveiflur verðs og magns eru trðar og oft reglubundnar, þannig að mögulegt væri að hafa framboðið mest, þegar verðið er hæst á utanlandsmarkaði, og ekki öfugt eins og verið hefur. Leiðbeiningar um, hvað neytandinn leggur áherzlu á, og gæða- og verðflokkun vörunnar eftir þessu er mikilvægt atriði. Svona mætti lengi telja. Til þess er þó ekki rúm hér. 5. NIÐURSTÖÐUR Ég hef drepið hér á helztu atriði í grein Þrastar: Markaðsaðstaða sem bændur hafa breytt sér í hag innanlands og geta breytt utanlands viðvíkjandi einstökum vörum (hér lambakjöt). Lága tekjuteygni sem gildir um matvörur almennt, en ekki einstakar matvörur (t. d. lambakjöt). Ofbeit sem auðvelt er að koma í veg fyrir með aukningu beitarþols. Opinberar upp- bætur sem ber að beina i aðrar áttir, þ. e. a. s. aukningu beitarþols og sköpunar og breytingar markaða fyrir einstakar vörur. Með takmörkun einstakra framleiðslu- greina við innanlandsneyzlu og aukningu annaria greina, munu hinar opinberu uppbætur hverfa smám saman og neyt- endur (skattgreiðendur) verða tiltölulega ánægðir. Eru þá ekki allir orðnir ánægðir? Nema kannski þú, Þröstur minn! Þú vilt, að bændur haldist í sveitum og að hefðir og venjur haldist, en að sauðfé fækki verulega. En hvar er íslenzki bóndinn, hefðir hans og venjur, ef hann hefur ekki sauðfé? Hvar er þá sauðburðurinn á vorin? Eða brennivínsfleygur við rétt- arvegg að loknum göngum? Nei, látum þá hafa rollur. Mikið af rollum. 4 1) Þau orð, sem notuð eru, eru gildismat í sjálfu sér. Að mínu áliti er ekki hægt (eins og Þröstur gerir) að skilja á milli gildismats og hagfræðilegrar greiningar. Mínar hugleiðingar og þau hugtök, sem ég nota, eru svo að segja mitt gildismat. Hjá Þresti eru bændur lömbin, sem verða úlfinum, þ. e. hinu kapítalíska hagkerfi, að bráð. Ég vil láta bændur nota sér kerfið. Þetta er líka gildismat. Þar af leið- andi er það einnig gildismat, hvernig við leitum að lausnum á vandamálum landbúnaðarins. 47

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.