Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 34

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 34
Klefi í Hegningarhúsinu í Reykjavík. svefn, og þeir hafa þurft að snúa sólarhringnum þannig, að þeir hafa orðið að fara að sofa hvenær sem þeir geta — vakað á næturnar og sofið þá hluta úr deginum. — Ef menn geta ekki sofið, fá þeir svefnlyf eða róandi? — Já, sumir, en það virðist vera mismunandi hvernig mönnum gengur að fá svoleiðis lyf; yfirleitt þurfa þeir að geta bent á það, að þeir hafi verið á svona lyfjum áður. T. d. þessi læknir sem kemur hingað að heimsækja okkur og við biðj- um hann um svefnlyf, tauga- róandi lyf eða eitthvað þess háttar, þá er venjulega fyrsta spurning: Hefur þú verið á svona lyfjum áður? . . . Ef við svöruðum til dæmis neitandi, þá mundi það jafnvel geta þýtt að við fengjum ekki neitt, eða að hann mundi ákveða sjálfur einhvern vægari skammt sem kæmi að engum notum. — En þessi læknir sem kem- ur, þurfið þið að biðja um hann eða kemur hann? — Við þurfum að biðja um hann hér í hegningarhúsið. — Hvað kemur hann þá fljótt eftir að hefur verið beðið um hann? — Yfirleitt hefur mér fund- izt, að hann hafi brugðið frek- ar fljótt við, þessi læknir sem er hér í hegningarhúsinu, en þó hefur viljað verða misbrest- ur á því. — En hvernig er þessu hátt- að á Litla-Hrauni? — Þar eru ákveðnar reglur um þetta; þar kemur læknir- inn alltaf hálfsmánaðarlega, alltaf á miðvikudögum. — Fáið þið læknisrannsókn án þess að biðja um það? — Læknisrannsókn, hvað þá . . . . ? — Ég meina, fyrst eftir að þið komið að Litla-Hrauni, fer þá einhver læknisskoðun fram? — Nei. — Eða viðtal við lækninn? — Nei. — Ekki nema þið séuð veikir eða biðjið um það? — Ja. — En hvernig er með sjúkra- húsþjónustu, ef menn veikjast? — Sjúkrahúsþjónusta fyrir fanga hefur alltaf verið mjög erfið; sjúkrahús hafa aldrei tekið við föngum til dvalar nema um lífsnauðsyn hafi ver- ið að ræða. — Og hvert farið þið þá frá Litla-Hrauni, á Selfoss eða til Reykjavíkur? — Við fö~um yfirleitt á sjúkrahúsin hér í Reykjavík, því eftir því sem mér hefur skilizt þá tekur sjúkrahúsið á Selfossi ekki á móti föngum, og ég veit það persónulega að sjúkrahúslæknirinn á Selfossi hefur neitað, þó lífið lægi við, að koma á vinnuhælið á Litla- Hrauni til að hafa afskipti af föngum þar, þar sem hann telur sig ekki vera lækni þar. — En hver er læknir þar? — Læknir hælisins heitir Brynleifur Steingrímsson. — Hvað heitir héraðslæknir- inn? — Mér er ókunnugt um það hvort hann er héraðslæknir- inn eða bara læknir þar, en hann hefur algjörlega með hælið að gera. Hann kemur þar hálfsmánaðarlega og ef brýn nauðsyn krefur. — Er hann búsettur á Sel- fossi? — Hann er búsettur á Sel- fossi, já; og svo oft á tíðum hefur mönnum verið ekið nið- ur á Selfoss á lækningastofuna til hans, ef eitthvað aðkallandi er að. — En ef á þarf að halda geð- lækni eða sálfræðingi? — Á þeim tíma, sem ég hef verið inni, veit ég ekki til þess að geðlæknar eða taugalæknar hafi þurft að koma til þess að rannsaka fanga á Litla-Hrauni. — Hvað getur þú sagt um þá sem eru í öryggisgæzlu? — Það mál er mér frekar ókunnugt um. Mér finnst að fangelsi eigi að fara inn á nýja braut með þessa öryggisgæzlu á Litla-Hrauni. Það er verið að senda þangað ódómlagða menn á öllum aldri, alveg niður í nánast að segja börn, en þó held ég að einn maður á Litla- Hrauni sé háður eftirliti í öll- um þörfum sínum. — Er það þá eini maðurinn sem hefur fengið slíka gæzlu? — Já, og með honum hef ég ekki verið austur á Litla- Hrauni nema um 3ja vikna til mánaðartíma, svo að mér er ekki svo kunnugt um það mál, að ég geti talað nánar um það. Nýbyggingin — Nú hefur þú verið tvö ár á Litla-Hrauni. Við hvað starf- aðirðu þar? — Fyrra árið sem ég var þar starfaði ég að mestu við land- búnaðarstörf, garðrækt og annað þvíumlíkt, einnig við að steypa netasteina. Síðasta tímabilið sem ég var þar eða núna síðastliðið ár vann ég eingöngu við nýbygginguna á Litla-Hrauni. — Hvernig féll þér það? — Mér féll það mjög vel. — Kannski að þú segir okk- ur eitthvað um nýbygginguna þar, fyrst þú vannst við hana svona lengi. Telur þú að hún sé til bóta? — Hún er tvímælalaust til bóta, þannig lagað að gamla hælið var orðið algjörlega ó- fullnægjandi. Klefarnir þar voru of þröngir, óþrifalegir, og mismunurinn á því að koma þarna inn í allt nýtt var alveg gífurlega mikill og hefur ábyggilega haft sálræn áhrif á marga. — En hefur þá einhverjum af gömlu klefunum verið lok- að? — Ekki svo ég viti til. — Svo þeir eru notaðir áfram? — Já, þeir eru notaðir áfram; þetta var aðeins viðbót. — Er þá ekki hætt við að mönnum finnist rikja nokkurt óréttlæti, þegar sumir fá þarna miklu betri klefa en aðrir? — Það hafa nú gilt ákveðnar reglur um þetta. Þær hafa ver- ið þannig, að eftir því sem menn eru búnir að vera lengur, þá sitja þeir fyrir betri og betri klefum eftir því sem þeir losna. Þannig að ef við verðum lengi á Litla-Hrauni, þá kæmi röðin að okkur að komast í þessa góðu klefa. — Menn sækjast eftir að komast þangað? — Sumir já, en þó eru til á gamla hælinu ágætisklefar, stórir; og þeir menn, sem eru búnir að vera þarna lengi og koma sér vel fyrir, vilja ekki skipta. — Koma sér vel fyrir? Á hvern hátt þá? Er hægt að flikka eitthvað upp á klefana? — Já, menn eru búnir að fá að hengja upp veggteppi, og þeir eru kannski búnir að koma upp hansahillum með bókum, sem þeir þá hafa átt áður en þeir komu í fangelsið eða sem þeim hefur áskotnazt eftir að þeir komu þangað. — Og menn eru kannski búnir að smíða sér eitthvað inn í herbergin, rúm og annað þvíumlíkt. — En hvernig er það hér á Skólavörðustígnum? Getið þið eitthvað bætt klefana, þannig að þeir séu líflegri? — Það er að vísu hengt mikið upp af blaðamyndum víðs veg- ar á veggjunum á Skólavörðu- stígnum. f raun og veru er það samt algjörlega bannað. — Og nú eru hér á Skóla- vörðustígnum menn sem eru í afplánun í lengri tíma. Vilja þeir ekki flestir komast austur? — Yfirleitt allir, en það er bara skorturinn á fangelsis- plássinu sem gerir það að verk- um, að þeir komast þangað ekki. — Eru menn einir í klefa hér, eða eru margir saman? — Það er mismunandi; það eru hér 2 fjögurra-manna klefar, einn fimm-manna klefi og 3 eins-manns klefar, frammi í úttektinni. Hér inni í gæzluvarðhaldsvistinni eru 3 eins-manns klefar og 2 þriggja-manna klefar. — Og þann tíma sem þú hef- ur verið hér, hefur þú verið einn eða hefur þú verið með öðrum? — Hvort tveggja. — Hvort fellur þér betur? — Mér fellur yfirleitt betur að vera einn. — Heldur þú að það sé sömu sögu að segja um hina? — Ég býst við því, að það sé sömu sögu að segja um flest- alla aðra, að minnsta kosti hefur mér heyrzt á mönnum, að þeir vilji helzt vera einir í klefa, en þó geta haft samgang á milli klefa, t. d. að deginum til, þar sem allir geta spilað, teflt, talað saman og annað þviumlíkt. En á næturnar vilja 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.