Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.08.1972, Blaðsíða 24
ara sé að vera fangavörður á Litla-Hrauni en fangi. Oft eru þeir af fangelsisstjóranum ekki meðhöndlaðir betur en við fangarnir, þótt hann geti ekki lokað þá inni; t. d. var einn rekinn fyrir að vera of heiðar- legur. Nauðsyn er á nýrri regiugerð fyrir fangelsið, og æskilegt væri að við samningu hennar væri haft náið sam- starf við fangaverðina og einn- ig fanga, áður en hún yrði staðfest. Þá kæmu allir sjón- armiðum sínum fram í tíma, og því yrðu ákvæði hennar þægilegri í framkvæmd og hún viðurkennd af báðum aðilum. Það er ekki aðeins reglugerð fangelsisins sem vikið er til hliðar, heldur finnst mér mik- ill munur i veruleikanum á skráðum lagaheimildum og framkvæmd þeirra, bæði hvað varðar hegningarlög og með- ferð opinberra mála, mun meiri en hægt er að gera sér grein fyrir í fljótu bragði. Um það þyrfti að skrifa sérgrein. Þegar löggjöf umboðsmanns Alþingis hefur verið samþykkt, sem vænta má fljótlega, hugsa ég, að skráð refsilöggjöf okkar sé í fremstu röð, en tryggja verður að samræmi sé í skráð- um lögum og framkvæmd þeirra. Þó vil ég benda á hér, að brýn nauðsyn er á viðbótar- greinum varðandi geðrann- sóknir í sakamálum og um kostnað í sakamálum. Setja þarf ákvæði um, að sakar- kostnaður skuli dæmdur í máli sakbornings, en ekki úrskurð- aður með aðfararheimild eftir á af viðkomandi sakadómara og ráðuneytisstjóra dómsmála- ráðuneytis. Hafa sakborningar, þar á meðal ég, verið beittir valdníðslu í sakarkostnaði. Til geðrannsóknanna er mjög kastað höndum. í geðrann- sóknargreinina vantar ákvæði um, að rannsaka skuli sakhæfi á gjörningsaugnabliki, og svo vantar reglugerð um fram- kvæmd rannsóknarinnar eins og er að minnsta kosti í Dan- möiku. í dag er farið með geð- skýrslu eins og veðbókarvott- o:ð. Þarfnast ekki staðfesting- ar og er sent i pósti ásamt kvittuðum reikningi. í alvöru sagt, þá er hér um stórmál að ræða, sem ég treysti löggjafar- valdinu til að bæta úr hið fyrsta. Hagkvæmnisdýrkunin Nú skal vikið að stóru vanda- máli hér í fangelsinu varðandi fangelsisstjórann og fanga- verðina. Komi upp vandamál hjá fanga, þar sem fangavörð- ur eða fangaverðir fylgja fang- anum að máli, sem fangelsis- stjóri er ekki samþykkur, þá yfirgefa fangaverðirnir mál- stað fangans og fylgja fang- elsisstjóranum og duttlungum hans. Undantekning frá þessu er þó með tvo fangaverði, sem jafnan fylgja sannfæringu sinni og yfirgefa ekki fangann, þegar hann þarfnast þeirra mest. Þetta stafar af einhverj- um þrælslegum ótta við fang- elsisstjórann, en er ef til vill landlægt hér í lágsveitum Fló- ans. Þetta tel ég tvímælalaust versta galla við fangaverðina. Þeim til afsökunar má segja, að þeir óttist að verða reknir úr starfi eða á annan hátt hlunnfarnir í launum, en fyrir þá flesta er vandfundin jafn- hagkvæm vinna. Við fanga- verðina er ekki talað af æðri yfirvöldum, og dæmi eru þess, að héðan hafi starfsmönnum verið vikið og þeir ekki fengið notið réttar síns frekar en fangar væru. Sjálfstæði fanga- varða verður að tryggja betur en verið hefur, þvi að þetta hefur mjög slæm áhrif á fanga og eykur vonleysi þeirra og veikir trú þeirra á réttlæti. Reynt er að hafa fangana sundraða og stuðlað að því, að þeir fyikist í smáa ósamstæða hópa. Er það gert með ýmsu móti. Ekki mun þetta þó gert eftir hinni gömlu reglu, deildu og drottnaðu, heldur til að koma í veg fyrir sameiginlegt félagslif og til að hægara sé að ná sér niðri á einstökum föng- um. Það er markviss stefna hjá núverandi fangelsisstjóra að brjóta fanga niður i andlegum skilningi, og er afmóralísering- in liður í því, ásamt þvi að ala á þeim lesti í föngum að sleppa við þetta og hitt. Upp úr þess- um jarðvegi kemur svo hin mikla dýrkun fanga á hag- kvæmninni, sem ég tel hér vera verulegan galla. Þessu má auðveldlega koma fram við fangana, sem hér eiga að dvelja stutt. Þeir eru fengnir til að loka augunum fyrir ýmsu, sem miður fer, fyrir alls konar aukahlunnindi. Sama má segja um þá, sem lengur eiga að dvelja, þótt öðrum aðferðum sé beitt. Sem dæmi um, hve þessi hagkvæmnisdýrkun getur verið búin að ná sterkum tök- um á föngum, ætla ég að segja stutta sögu um einn samfanga minn. Nokkrum dögum fyrir jólin siðustu gerði hann tilraun til að láta nýkomna fanga vinna hluta af veiki, sem hann sjálfur átti að vinna. Ég kom í veg fyrir það. Eftir hádegi þennan dag biður hann mig að vélrita utan á jólaumslög sin, sem ég gerði. Þá segir hann mér, að fyrir hádegið hafi hann reiðzt ofsalega við mig. Ég segi honum, að eftir þvi hafi ég ekki tekið. Svar hans var: „Ég frestaði þvi, þar sem ég þurfti að hafa gott af þér“. Vissulega er þetta hreinasta heimspeki, en þetta sýnir hvernig slægðin er hér ræktuð upp í föngum, og hvernig þeir eru fengnir til að loka augum fyrir skoðunum sínum i ábata- skyni. Vinveittur fangavörður ráðlagði mér nokkru eftir að ég kom hingað, að ef ég vildi komast vel af hér, þá væri ekki nema um tvennt að ræða: „Vera falskur eða þegja“. Hvorugt hef ég gert, heldur reynt að fara eftir kjörorði ráðherranna, þeirra Jóhanns og Auðar: „Gjör rétt, þol ei órétt“. Á þann hátt hef ég tal- ið mig helzt geta varðveitt minn betri mann og varizt af- móralíseringunni. Þá hef ég ekki ánetjazt neinum óheiðar- legum viðskiptum við fanga- verði eða samfanga. Fyrir þetta hef ég liðið mikið og sætt ranglega innilokunum. Hins vegar hef ég ævinlega hlýtt fyrirskipunum fangavarða og gert það sem mér hefur verið sagt að vinna. Öll vinnutilhög- un er með þeim endemum hér, að föngum blöskrar. Helzta vinnan nú er að steypa steina, og er steypan handhrærð. Hér er allt gert til að afsanna það, að vinnan göfgi manninn. Skapar þetta andúð fanga á vinnu yfirleitt, eftir að þeir hafa losnað héðan. Hér þyrfti að kenna iðnnám og koma upp vísi að iðnskóla. Þó fangar lykju ekki þvi námi í úttekt hér, þá gætu þeir það eftir losun. Iðnmeistari þeirra gæti þá orðið tilsjónarmaður þeirra eftir losun og þeir feng- ið undir hans eftirliti að ljúka afplánun utan fangelsisveggja og fengju siðan æruna aftur með iðnréttindunum. Æskilegt væri að 3—5 fangar ynnu hér saman i hópum að einhverri iðju, sem gæti launað þeim betur en nú er gert. Það hve störf fanga eru illa launuð hef- ur spillandi áhrif. Ritskoðun og andleg pynding Fyrir okkur fanga er fyrir- komulagi ritskoðunar á bréfum til okkar og frá mjög ábóta- vant, og þyrfti að koma til endurskoðun á því fyrirkomu- lagi. Af ótta við misnotkun rit- skoðunarinnar hafa nokkrir, þar á meðal ég, hætt að skrifa bréf og beðið hugsanlega til- skrifendur að skrifa sér ekki. Fangelsisstjórinn getur neitað okkur um að senda bréf, en þarf þá að tilkynna okkur um það, en það gerir hann ekki. Vorið 1970 tilkynnti hann mér t. d., að hann tæki ljósrit af öllum bréfum til mín og frá. Þá er mjög erfitt að fá símtöl, bæði fyrir okkur og þá sem vilja hringja í okkur. Á simtöl- in er hlustað að varðstjórum, og hafa þeir sérstakt tól til þess. Biðji einhver utan fang- elsisins um kveðjur til okkar eða skilaboð, þá fáum við þau sjaldnast, þótt við fréttum hugsanlega síðar af þeim frá sendanda. Okkur þykir gott að fá kveðjur, og þvi er slæmt fyrir okkur, þegar þeim er ekki skilað til okkar. Á nóttum eru ljós slökkt, og er það óhemju andlega niðurdrepandi. Sér- staklega vegna þess, að á dag- inn er mjög lítið næði í húsinu. Þá er mjög mikið ráp milli klefa og mikill hávaði af alls konar hljóðfærum. Að visu eru það ekki nema fáir eirðarlaus- ir fangar, sem valda ónæðinu Þorvaldur Ari: „Baráttan við réttvisina".
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.