Samvinnan - 01.10.1972, Síða 14

Samvinnan - 01.10.1972, Síða 14
Kristinn Einarsson: Nokkur orð um fólkog rithöfunda Erich Fried: MISSÝNING 1 Sólin er köld geislar hennar svartir og tærandi éta gat á nóttina sem sveipar jarðhnöttinn Gegnum þetta gat smýgur hiti og Ijós írá himninum Á gatið er litið sem Ijómandi sól á sólina sem mána Skólar landsins geta nú bráðlega hætt að ljúga því að sjálfum sér og nemendum sínum að íslendingar séu bókmennta- þjóð. Þ. e. a. s. ef umræða sú sem nú fer fram hér og á öðrum vettvangi fær einhvern hljómgrunn. Grundvöllur þeirr- ar sjálfsblekkingar eins og annarra er andlegur dauði. Byrjunin á andlegu lífs- marki gæti verið fólgin í því að viður- kenna fyrir sjálfum sér og öðrum að ís- lendingar eru fjölmiðluð þjóð, ekki bók- menntaþjóð. Hafa rithöfundar misst samband við fólkið? Eða hefur fólkið misst samband við höfundana? Stöðugt eykst markaðurinn á íslandi fyrir skemmtisögur og reyfara, þessi af- kvæmi auglýsingaþjóðfélagsins, þarsem það vinnur sem hæst hefur og spilar á mesta spennuna. Það eina sem heldur velli er gamalgróinn epískur stíll Guð- rúnar frá Lundi, e. k. úrættun íslend- ingasagnastíls og um leið nýsköpun hans inn í það stig sveitaþjóðfélagsins, sem nú er að hverfa. Líklega er skýringarinnar að nokkru að leita i fyrrnefndri sjálfs- blekkingu, þarsem bókmenntir hafa jafn- an verið tengdar breiðri epík í hugum íslendinga. En ekki ber síður að hafa það í huga að Guðrún skrifar um og fyrir fólkið sem fluttist burt, utan af landi og i borgina. Viðbrögð höfunda við þessu ástandi hafa verið með ýmsum hætti. Ein leiðin er að ýkja á gróteskan hátt afskræmislega þætti þjóðlífsins í anda auglýsingaþjóð- félagsins og beita það þannig eigin vopn- um. (Guðbergur Bergsson). Önnur leið er að afneita spennumynduninni og skrifa „leiðinlegar" sögur, andstæður reyfaranna. Þá er gjarna notaður flækju- stíll, sögurnar eru sálfræðilegar og jafn- vel án rökræns þráðar. (Steinar Sigur- jónsson, Jón frá Pálmholti). Jafnframt er oft hægt að lesa ýmis tákn um þjóð- félagið út úr slíkum sögum. Hver höfundur á sér oft og tíðum mjög þröngan og kynslóðarbundinn lesenda- hóp. Forlögin, og einkum þau sem binda sig við áskriftir, eru á fremur þröngu sviði hvert um sig. Þau eru bund- in við ákveðinn lesendahóp sem aftur heldur uppi ákveðnum höfundi. Ef for- lög einsog Mál og menning og AB hafa áhuga á því að gefa út nýja höfunda þýðir það um leið að þau verða að afla sér nýrra lesenda. Og það getur orðið erfitt á næstunni að afla sér nýrra lesenda, einmitt vegna þess að sviðið hefur breikkað og við verðum nú að miða við fjölmiðlun, ekki þann einstaka þátt fjölmiðlunar sem felst í bókaútgáfu. Vafasamt er að Helga- fell, sem vinveittast hefur verið ungum höfundum, geti til lengdar tekið við nýj- um og nýjum höfundum og borið tapið með árlegum svörtum kili frá Halldóri Laxness. Nýir höfundar skrifa nefnilega fyrir kynslóð sem er undir áhrifum meiri og breiðari fjölmiðlunar en þær eldri. Hvað endurspeglar fjölmiðlun auglýs- ingaþjóðfélagsins? Hún endurspeglar ríkjandi þjóðfélagsástand, rikjandi kerfi. Uppbygging nýkapítalísks velferðar- þjóðfélags er vel á veg komin á íslandi. Og nú sjáum við merki þess að dragi til árekstra milli ungra rithöfunda og þessarar endurspeglunar í gegnum það ástand í listum og bókmenntum sem fjölmiðlunin skapar. Nú hefur verið rætt um það í vetur að stofna SÚR •— Samtök úngra rithöfunda. Þessi samtök verða að vera baráttusam- tök ef eitthvert vit á að vera í þeim. Bar- áttusamtök fyrir betra og mannlegra þjóð- félagi, auknum samskiptum fólks, með þá breiðu og djúpu listsköpun í huga sem nær endurómi í fólki og er um leið hættu- legasta list í heimi . . . fyrir kerfið. Hins vegar mega þau aldrei verða þæg hagsmunasamtök sem hugsa um það eitt að skara eld að köku félaganna og gefa út þeirra upphöfnu bækur. Bækur sem aldrei verða annað en upphafnar og dauðar ef höfundarnir gera sér ekki grein fyrir umhverfi sínu og hvað er að gerast í kringum þá. Hvernig hver höfundur berst, hvort hann beitir fjölmiðlunina eigin vopnum eða leitar annarra úrræða, verður hann að gera upp við sjálfan sig. Á hinu leikur enginn vafi að sameinað átak gefur bezt- an árangur. 4 2 Hver sem hinnar skæru sólar nýtur veit að lífið er gott Náttúran vill ekki dauðann það er engin ástæða til örvæntingar Hið góða hlýtur sigur af eigin afli og angistin er heimskuleg aðeins sjúkdómur aðeins veikleiki í okkur ekkert annað Erlingur E. Halldórsson þýddi Friðrik Guðni Þórleifsson: Á SKÓGINUM Það rignir á skóginn og rauðum fákunum ríðum við enn til funda á skóginn Á bak við hlyninn er brugðið sverðinu blóði drifnu sem markar hlyninn Og gráan mosann glepur andartak gullið sem hrynur í bleikan mosann Og regnvotum fákunum ríðum við enn af rauðum skóginum af fundi á skóginum 14

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.