Samvinnan - 01.10.1972, Qupperneq 16

Samvinnan - 01.10.1972, Qupperneq 16
Steinunn Sigurðardóttir: FIMM LJÓÐ Hún étur þann arð sem nauðsynlegur er til þess að bóksalinn geti fjárfest. Best er að fyrirtækið sýni tap. í þessu kerfi er bókhaldarinn 12,5 sinnum mikil- vægari en rithöfundurinn sem framleið- ir bara hráefnið. Af því leiðir sama launahlutfall þessara tveggja aðila. Bókhaldarinn fær 12,5 sinnum meira. Þetta er rökrétt. Þetta er eina hugsanlega kerfið hversu augljóslega sem það ber dauðann í sér eins og það er nú rekið. ☆ Útgáfan er þvinguð til þess að líta á sálargáfuna sem vöru, hráefni. Arðurinn fæst af meðhöndlun þessarar vöru og verður því meiri sem framleiðslu- kostnaðurinn verður hærri. Þessi nauðsyn er risin eins og veggur á milli þess sem einu sinni var höfundur (en er nú bara hráefni) og hins sem einu sinni var njótandi (en er nú bara kaup- andi). Á umræðufundum sérfræðinga er þetta kallað firring. í einföldum staðreyndum birtist þetta m. a. í reikningsdæminu augljósa. Miðl- ungs ljóðabók verður að koma út í stand- ardeintakafjölda svo útgáfan kosti 200 þúsund krónur. Tapið bókfært og gerir engum til. ☆ En við skulum ekki gleyma líkingunni við landbúnaðinn. Hversu margir mundu hefja búskap ef aðstaðan væri sú að bóndinn þyrfti að reka frálagslömbin sín frá sláturhúsi til sláturhúss í von um að einhver slátur- braskarinn sæi aumur á honum og tæki þau til slátrunar? Hýrnar nokkuð að ráði yfir myndinni þó þess sé getið að eftir tvær haustslátr- anir ætti bóndinn ungi von á því að verð- lagsráð landbúnaðarins úthlutaði honum einhverjum niðurgreiðslum annað hvort gegnum kunningsskap ellegar fyrir til- viljun? Slíkt er þó atvinnuöryggi hins byrjandi blekbónda. ☆ Á unglingsárunum var ég í sveit — á framsóknarheimili. Þar var mikið bölvað og ragnað vegna milliliðagróðans. Engin orð voru nógu stór og ljót þegar það bar á góma hvernig milliliðirnir græddu á framleiðsluvöru bóndans. Annars var þetta orðprýðisfólk. Þessu hef ég líklega ekki getað gleymt. Enn þann dag í dag finnst mér af- greiðslufólk í kjötbúðum skuggalegar persónur þó ég viti fyrir vist að það er upp og ofan ágætisfólk eins og gengur. Þó getur svona mikið bölv og ragn ekki verið komið til af engu. Sólskinsskap á líka yfirleitt sínar or- sakir. Á sveitaheimilinu sem ég var að tala um var kálfum í þann tíð slátrað heima og kjötið selt beint til neytandans. Mér er sérlega minnisstætt hvað það lá alltaf vel á húsbónda mínum við þessar heimaslátranir. Þá voru nú ekki hafðir orðalepparnir um þjófa og ræningja. Þá var sungið og blístrað. Þar var sko frjáls maður að verki. Og kaupendurnir voru líka sérlega ánægt fólk. Eitthvað þessu líkt vakti fyrir mér í fyrra þegar ég tók ljóðabókarhandritið fyrrnefnda — þetta sem kostaði 200 þús- und i sómasamlegu jólagjafaformi að sögn kunnugra — og fjölritaði það sjálfur með tækni sem leyfir sæmilega sjáandi manni að lesa textana við 15 kerta peru. Standardeintakafjöldann lét ég lönd og leið og prentaði blístrandi og syngj- andi 169 eintök af kverinu. Það tók mun minni tíma en samræður við útgefanda sem vísar frá sér handriti. Allur kostnaður við útgáfuna reyndist langt innan við tíundi hluti af því sem atvinnuútgáfan sagðist þurfa. Fyrstu tuttugu eintökin sem seldust borguðu útgáfukostnaðinn. Einhvern veg- inn hefur vitneskjan um bókina lekið út því af og til koma menn hér, fá kaffisopa og kaupa sér eintak af bókinni. Þetta fyrirkomulag hefur marga kosti. Kaffikostnaðurinn er minni en prósent- an sem bókabúðin tæki. Leiðinlegu fólki og snobbum getur maður bara sagt að bókin sé uppseld og haft skemmtilegan kaffiselskap við alla kaupendurna og ráðið því hverjir lesa kverið. Sé áhugi á því að lesa þetta eitthvað út fyrir fyrrgreindan kaffiselskap þá má selja bókasöfnum nokkur eintök. Rólegur getur maður snúið sér að öðr- um verkefnum. Og fyrirtækið gefur á endanum fullt eins mikinn arð og frekast væri að vænta af því að ganga inní jólagjafasystemið hjá útgáfunni. Mér er ljóst að þetta er varla lausnin fyrir meiriháttar verk. Samvinnuútgáfa rithöfunda yrði að koma til svo þesshátt- ar vandi yrði leystur án samvinnu við bókhaldarakerfið. Vonandi má þetta þó vera dæmi um tvennt. Bókaframleiðslan getur lært af land- búnaðarframleiðslunni. Nauðsyn er að finna sálargáfunum nýja útrás áður en útgáfurnar eru búnar að drepa þær allar. 4 TIL ÞÍN I Eitt kvöld þegar rökkrið læðist um augu þín og hverfur — skal ég syngja fyrir þig TIL ÞÍN II Fuglinn minn flýgur og flýgur eins og fiðrildið sjálft svo hratt með hugsanir mínar áleiðis heim — til þín Með dökka síða hárið augun brún og ökklana mjóa les hún strákabækur og hlær klæðist síðbuxum alla daga og skælir þegar enginn sér til með augun sín brún og ökklana mjóa allt of ung með dökka síða hárið samt allt of gömul; er ekki neitt og syndir um helgar eins og selur með hreifa og dökka síða hárið. Allir snýttu þeir sér I kór strákarnir í vetrargarðinum en það sá enginn nema ég einn var með stóran tóbaksklút en það sá enginn nema ég þokan lá á grasinu og á henni gengu fuglar eins og gamlar konur og það var gaman þennan morgun en það fannst engum nema mér. Fjöllin þekkir maður kannski, þau eru gul, er það ekki? Eða þekkir maður þau ekki, eru þau blá eins og sum augu, og eru þau langt langt í burtu og heita ekki neitt, eins og það sem ekki er og það sem þekkist? Arthúr Björgvin: VORNÓTT mild er vornóttin dúnmjúkum örmum vefur hún vininn sinn unga og vaggar honum í höfga ró mild er vornóttin mjúk hennar sæng hversu fjarri það land þarsem nópálminn vaggar nöktu barni I draumlausan svefn 16
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.