Samvinnan - 01.10.1972, Page 20

Samvinnan - 01.10.1972, Page 20
Jón frá Pálmholti: Á hverju eiga rithöfundar að lifa? Bréf til ritstjóra samvinnunnar Sæll og blessaður! Ég fagna því að þú skulir taka bóka- útgáfu á landi hér til umræðu í Sam- vinnunni. Það er vissulega þarft um- ræðuefni, og ég þakka fyrir að fá að leggja orð í þann belg. En vegna þess hve þú ætlar mér örskamman tíma, og eins af hinu, að ég veit ekki fyrir víst hvaða tökum þú tekur efnið að þessu sinni, ákvað ég að skrifa þér bara sendi- bréfsstubb um það helzta sem með mér hrærist um þessi mál. Eins og í pottinn er búið verður þú að afsaka hve þetta hleyp- ur áfram á höndunum hjá mér. Ég hef sett þessum linum yfirskrift- ina: Á hverju eiga rithöfundar að lifa? Ég gerði það vegna þess að allar um- ræður um bókaútgáfu á íslandi hljóta að hefjast á þessari spurningu. Ég skal taka það fram strax að með orðinu rithöfundur á ég við þá menn, sem hafa reynt eða ætlað sér að reyna að gera ritstörfin að aðalinntaki lífs- starfs síns. Rithöfundur getur að sjálf- sögðu verið gott eða slæmt skáld, um slíkt mat getum við ekki fjallað hér, en minni á að menn eru misjafnir til verka í flestum starfsgreinum. Eins getur mað- ur verið gott skáld, þótt hann geti varla talist rithöfundur samkvæmt stéttarlegri skilgreiningu. Ég nefni þetta til skýringar. En nú skulum við athuga þau kjör sem íslensk- um rithöfundum eru búin. Á síðasta ári voru meðalritlaun talin, samkvæmt laus- legri athugun, vera um 60—70 þúsund fyrir bókarhandrit, og hafa trúlega ekki hækkað að neinu ráði. Þótt nokkrir höf- undar fái greitt meira en meðallaun, eru hinir a. m. k. eins margir sem minna fá. Ef við gerum ráð fyrir að höfundur skili einu bókarhandriti á ári, og fái hin svo- kölluðu listamannalaun í hærra flokki, verða árslaun hans samkvæmt þessu um 150 þúsund krónur hjá meðal rithöfundi. Fái höfundur aðeins listamannalaun annars flokks, verða árslaun meðal höf- undar um hundrað þúsund krónur. En fái hann listamannalaunin alls ekki, eru höfundarlaunin einu tekjur hans af rit- störfum sem einhverju nema, í flestum tilfellum. Ég tel víst að þetta geti gert mönnum ljóst að íslenzkir höfundar geta ekki vænst þess að lifa af þeirri vinnu sem þeir hafa búið sig undir að stunda, kannski í mörg ár, og kannski kostað til ærnu fé. Afleiðing þessa er, að þeir hljóta að ráða sig í aðra vinnu, og fer þá eftir hver starfsréttindi þeirra eru á almenn- um vinnumarkaði hvar i stétt þeir lenda. Þeir höfundar sem hafa ekki lokið rétt- indaprófum, þurfa oft að vinna verka- mannastörf, en þau eru ekki aðeins illa launuð, heldur hefur þar verið mjög lang- ur vinnudagur vegna mikillar yfirvinnu. Þegar höfundur hefur ráðið sig þannig til vinnu, tekur hún að jafnaði mestan tíma hans, auk þess sem hún þreytir hann og gerir hann illa færan til ritstarfa af þeim sökum. Þverrandi ritstörf leiða svo vitanlega af sér þverrandi tekjur af rit- störfum. Þetta sýnir einnig hve gagnslítil hin svokölluðu listamannalaun eru í flestum tilfellum. Þótt einhver fái 40 þúsund krónur, eða kannski 90 þús., segir hann ekki upp vinnunni. Hann getur það ein- faldlega ekki. Listamannalaunin bætast bara við kaupið hans, og hækka skatta hans, án þess maðurinn fái meiri tíma til ritstarfa. Til er einnig rithöfundasjóður, sem greiðir fáeinum höfundum starfsstyrk (einum til tveim á ári) frá 3 mánuðum til eins árs lengst. Þeir höfundar sem verða að starfa á almennum vinnumark- aði geta oft ekki þegið slíkan styrk, þvi þeim er gert að leggja niður aðra vinnu meðan þeir njóta styrksins. Þeir verða því atvinnulausir að styrktímabilinu loknu, og þurfa þá að leita eftir nýrri vinnu, en ástand vinnumarkaðsins er misjafnt frá ári til árs, eins og flestir þekkja. Þetta fyrirkomulag, sem nú gildir um listamannalaun og stutta starfsstyrki, getur þó ef til vill hentað sumum embættismönnum, og mönnum í líkri þjóðfélagsaðstöðu, vilji þeir hafa ritstörf sem aukavinnu. Öðrum er það gagns- laust. Á liðnum vetri hafði sjónvarpið dag- skrárþátt sem Ólafur Ragnar Grimsson stjórnaði. Mig minnir að þátturinn bæri heitið „Mammon og menningin." Þar var hóað saman fólki úr ólíkum starfs- greinum og það kallað einu nafni lista- menn. Starfsheitið listamaður finnst mér dálítið útí hött. Eða eru menn listamenn eða ekki listamenn einungis eftir því hvaða atvinnugrein þeir stunda? Mér finnst orðið listamaður vera einskonar einkunn, gefin fyrir sérstakt ágæti í starfi. Ég þekki t. d. bæði orðin lista- skáld og listamaður. Hví þá ekki líka listabílstjóri eða listabókhaldari? Auk þessa eru kringumstæður þessa hóps manna svo misjafnar á allan hátt, að útilokað er að mál þeirri verði rædd og afgreidd sameiginlega. Þessi þáttur var því á allan hátt misheppnaður, og áhrif hans líklega eftir því. Það er ein- faldlega ekki hægt að ræða lífsspursmál neinnar stéttar á þennan hátt. Nefndarmenn úthlutunarnefndar reyndu yfirleitt, að einum undanteknum, að verja það kerfi sem þeir höfðu starfað eftir. Formaður nefndarinnar, Halldór Kristjánsson, útskýrði þarna tilgang listamannalaunanna, frá sínu bæjarhlaði. Hann sagði þau eiga að vera launaupp- bót, og koma listamönnum þannig til góða, að þeir gætu minnkað við sig aukavinnu og fengið þannig meiri tíma til listiðkana. Þetta er virðingarverð hugsun, en því miður í litlu samræmi við okkar veruleika, því annað hvort er maðurinn í annarri vinnu sem tekur upp tíma hans og þreytir hann, eða hann er ekki í annarri vinnu og skrifar, og þá verður hann að fá kaup til að geta borg- að fyrir sig og sína. Við verðum nefnilega að gera ráð fyrir að rithöfundurinn sé venjulegur fjölskyldumaður og verði að standa straum af framfærslukostnaði fjölskyldu sinnar. í þessu sambandi má einnig koma fram, að víðast hvar munu þeir starfsmenn látnir fara, sem kæra sig ekki um yfirvinnu til jafns við starfs- félaga sína. Halldór Kristjánsson er skynsamur maður og áhugasamur um mannrækt og 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.