Samvinnan - 01.10.1972, Side 23

Samvinnan - 01.10.1972, Side 23
Ástæður fyrir þessari breytingu eru án efa margar, og ein þeirra gæti verið sú, að verðlag á nýjum bókum hafi þótt of hátt, og fólk veigrað sér við að kaupa þær, og fremur kosið þá eldri og ódýrari bækur. Þessu verður þó trauðla trúað, því að í raun var verðlag á íslenzkum bókum hlutfallslega lægra 1971 en 1967. Á þessu tímabili hækkaði beinn útgáfukostnaður um nærfellt 120% en bókaverðið um að- eins 70% og almenn launahækkun í land- inu varð nær 100%. Minnkandi sala íslenzkra bóka ætti því varla að stafa af of háu bókaverði. Á hinn bóginn veldur hraðvaxandi út- gáfukostnaður bókaútgefendum miklum erfiðleikum, sem óvist er hvernig þeir geta leyst úr. Á yfirstandandi ári sjá þeir fram á 35%—40% hækkun, sem er meiri Auglýsingaspjald frá franska Landsbóka- safninu um eina merkustu bókasýningu sög- unnar í tilefni af alþjóðlegu ári bókarinnar. en þekkzt hefur um árabil og þvi óhjá- kvæmilegt að bókaverð hlýtur að hækka nú í haust allverulega, hvort sem útgef- endum líkar það betur eða verr. Hvað ræður útsöluverðinu? Sannleikurinn er sá, að útgefandinn ræður tiltölulega litlu um útsöluverð á bókum. Þetta kann að hljóma einkennilega, en í raun þarf útgefandinn að setja það út- söluverð á hverja bók, sem hann telur nægja til þess að hann geti greitt þann kostnað, sem útgáfa og sala bókarinnar leiðir af sér. Einu áhrifin, sem útgefandinn getur haft á útgáfukostnaðinn, eru fólgin í, hve mikið hann vandar til bókagerðarinnar. Allir þeir, sem vinna að bókagerð í land- inu, selja vinnu sína samkvæmt ákveðn- um töxtum, sem útgefandinn ræður engu um og verður að sjálfsögðu að greiða, hvernig sem fer um sölu bókanna. Tökum sem dæmi ósköp venjulega bók, 250 bls. að stærð í svonefndu Demy-broti, sem algengast er á íslenzkum markaði, prentaða i 2500 eintökum. Útgáfukostnað- ur við hana er sem hér segir samkvæmt núgildandi töxtum: Kr. Setning og prentun .......... 247.000.— Pappir ...................... 68.000.— Teiknun og prentun kápu .... 32.000.—• Myndamót fyrir kápu og kjöl . 12.000.— Prófarkalestur .............. 16.000.— Bókband kr. 117 á bók 292.500.— Samtals kr. 667.500.— Útgáfukostnaður á hvert eintak er því kr. 267.—. Gerum ráð fyrir, að samning- ar hafi tekizt milli höfundar og útgef- ajida um 12% af útsöluverði bókarinnar í ritlaun, og útgefandinn veit, að hann verður að greiða bóksalanum a. m. k. 25% í sölulaun af hverju seldu eintaki og að ríkissjóður krefst 11% i söluskatt. Þannig fara 48% af hverri seldri bók til höfundarins, bóksalans og ríkissjóðs, en 52% renna til útgefandans. Ef útgefandinn ef bjartsýnn um sölu þessarar bókar setur hann e. t. v. útsölu- verðið kr. 800.— með söluskatti. Af hverju eintaki fær hann þá kr. 416.—• en 384 kr. renna til annarra aðila. Honum er ljóst, að á næstu þremur til sex mánuðum þarf hann að greiða kr. 667.500.— auk margvíslegs rekstrarkostn- aðar útgáfufyrirtækisins að ógleymdum auglýsingum. Ef hann selur hvert eintak fær hann 2500x416 kr. eða samtals 1.040.000 kr. eða kr. 372.500.— umfram beinan útgáfukostnað. Ef salan verður 2000 fær útgefandinn 832.000 kr. eða 165.000 kr. upp í rekstrarkostnað, en ef salan fer niður í 1500 eintök vantar út- gefandann 43.500 kr. til þess að geta greitt sjálfan útgáfukostnaðinn. Fæstum útgefendum dettur í hug, að slík heppni fylgi þeim að geta selt hvert prentað eintak nema á nokkrum árum í bezta falli, og á þeim tíma hefur verð- bólgan gert næsta lítið úr þeim krónum, sem til útgefandans renna. Hann neyð- ist því e. t. v. til að hækka útsöluverð umræddrar bókar, þótt hann taki um leið á sig þá áhættu, að væntanlegum kaupendum þyki bókin þá of dýr og færri eintök seljist fyrsta árið. Einnig mætti segja að hann geti dreg- ið úr útgáfukostnaðinum. En þeir liðir, sem hann gæti sparað á, eru aðeins papp- írinn, bókbandsefnið og kostnaður við út- lit bókarinnar. Varla gætu þessir liðir lækkað meira en um 60—70 þúsund kr. Hugsanlega gæti hann einnig sett rit- höfundinum úrslitakosti og fengið hann til að lækka ritlaun sín. En er nokkur sanngirni í því, að höfundurinn fái lægri upphæð fyrir handrit sitt en ríkissjóður tekur til sín með söluskattinum ? HvaS segja kaupendur? Þá mætti halda því fram, að hreinn óþarfi sé að binda þessa bók inn, nægjan- legt sé að gefa hana út í harðkápubandi eða sem pappírskilju. Ef brugðið væri á slikt ráð, lækkaði bókbandskostnaðurinn um nálægt 200 þús. krónur. Útgáfukostn- aðurinn væri þá samkvæmt framansögðu kominn niður í um 400.000 kr. eða um kr. 160.— á hvert eintak. Almennur rekstrar- og auglýsinga- kostnaður útgefandans lækkar ekkert við að gefa bókina út með þessum hætti, og hlutur hans af útsöluverði bókarinnar verður áfram 52%, eða jafnvel lægri vegna aukins sölukostnaðar. Þessa bók þyrfti því að selja fyrir um 500 kr. hvert eintak ef útgefandinn á að hafa von um að fá sinn kostnað greiddan, þegar allt upplagið hefur selzt og útgáfukostnaður að fullu greiddur. En um leið og útsölu- verð bókarinnar er lækkað úr kr. 800.— niður í kr. 500.— hafa ritlaunin lækkað úr kr. 240.000,— í kr. 150.000,— ef allt upplag bókarinnar selzt og höfundurinn fær 12% af útsöluverðinu. Heldur er það ólíklegt, að höfundurinn sætti sig við slíkt. Og hvað segja væntalegir kaupendur bókarinnar? Vilja þeir kaupa hana i þess- um búningi fyrir kr. 500.— eintakið. Þeirri spurningu verður ekki svarað hér, en fullvíst má telja að fáir munu kaupa slíka bók til þess að gefa hana vinum sinum. Ef til vill kann einhverjum að finnast nóg komið af tölum og peningalegum út- leggingum á vanda bókaútgefandans í dag. En framhjá þeirri staðreynd verður ekki komizt, að í landi þar sem prent- frelsi ríkir hljóta bækur að verða verzlun- arvara, sem þarf að seljast. Bækur á ís- landi eru því i harðri samkeppni við aðr- ar vörur og gæði, sem velferðarríki nú- timans býður þegnum sinum. Ef þær verða of dýrar að mati fólksins i landinu hætta þær að seljast í jafn ríkum mæli og áður. Fram til þessa hefur því verið treyst, að einmitt þetta mat fólksins á gildi bóka væri svo óbrigðult, að sjálft verðlag bók- anna skipti ekki höfuðmáli. Þannig hafa allir þeir, sem að bókagerð vinna, talið sjálfsagt að hægt væri að hækka bóka- gerðartaxta að vild sinni. Og ríkisvaldið tekur sín 11% í söluskatt af hverri bók, sem selst. Á s. 1. ári runnu þannig í rikis- sjóð um 25—30 milljónir króna í sölu- skatt af íslenzkum bókum. En hver er sá, sem treystir sér i dag að fullyrða að bókmenntaáhugi fólks sé svo ríkur að síhækkandi útgáfukostnaður og þar af leiðandi hækkað bókaverð ráði engum úrslitum? Á síðasta ári seldust þó um 70.000 færri eintök íslenzkra bóka en fyrir fjórum ár- um og meðalsala nýrra bóka lækkaði úr 1200 eintökum niður í 1000 eintök. Þetta getur ekki stafað af of hárri verðlagn- ingu útgefenda á bókum, því að hlutur þeirra i bókaverði hefur stöðugt verið að minnka undanfarin ár. Enda er nú svo komið, að æ fleiri útgefendur hafa dregið i land og gefizt upp. Fagurbókmenntir á undanhaldi En svo er önnur hlið á þessum vanda bókaútgefenda, sem nauðsynlegt væri að 23

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.