Samvinnan - 01.10.1972, Qupperneq 46

Samvinnan - 01.10.1972, Qupperneq 46
Karsten Rönnow: UM BERNHÖFTSTORFU Karsten Rönnow er danskur arkitekt, sem starfað hefur á vegum Þjóðminja- safns íslarids, m. a. í sambandi við end- urbyggingu og viðgerð Sívertsenshúss í Hafnarfirði. Hann er sérfrœðingur í endurbygg- ingu gamalla húsa og varðveizlu bygging- arsogulegra minja og hefur unnið mikið að þeim málum, m. a. í Grœnlandi og á Fœreyjum utan Danmerkur, og nýtur mikils álits sökum reynslu sinnar og þekk- ingar. Síðastliðið sumar var hann hér á ferð með konu sinni til að fylgjast með fram- kvœmdum á Sívertsenshúsi og gafst þá tœkifœri til að skoða húsin á Bernhöfts- torfunni svonefndu í Reykjavík. Hann varð mjög hrifinn af þeim og fékk mikinn á- huga á varðveizlu þeirra og þeim umrœð- um, sem fram fara um þessi hús; einnig kynnti hann sér tillögur þœr, sem fram komu í almennri samkeppni á vegum Arkitektafélags íslands fyrir u. þ. b. ári. Þegar heim kom samdi hann álitsgerð þá, sem hér fer á eftir í þýðingu, þar sem m. a. er fjallað hlutlaust og hófsamlega um hvert hús fyrir sig, gerð þess og ásig- komulag. Áhugafólki um varðveizlu Torf- unnar þykir nokkur fengur að þessari á- litsgerð, þó lausleg sé, því nokkur óvissa virðist hafa verið manna á meðal um, hvort til vœri heil spýta í húsunum eða ekki. Með þeirri hröðu bæjarþróun, sem orðið hefur í Reykjavík, hefur gerzt geysileg breyting á miðbæjarsvæðinu. Það svæði sem var öll Reykjavík um aldamót er nú aðeins lítill hluti af nútíma stórborg. Hér hefur gerzt hið sama og annars staðar: Lágu upprunalegu húsin víkja fyrir nýjum og stærri húsum með at- vinnuhúsnæði, opinberum skrifstofum, einkaskíifstofum og stofnunum, í stað ibúðai húsnæðis. Á seinni árum hafa menn víða gert sér ljóst, að bæirnir eru að glata sér- kennum sinum, sem eru svo nátengd fyrri byggingarháttum, og því er það ekki nema eðlilegt, að nú eigi sér stað tölu- verðar umræður urn húsin við Lækjar- götu. Þau eru eina samstæða húsahverfið sem enn er til frá fyrri hluta 19. aldar, og ég er sannfærður um að þessi hús ætti að friðlýsa. Friðlýsingin ætti ekki aðeins að ná til gamla fangahússins (Stjórnarráðshússins) og Menntaskólans, heldur einnig húsanna á rnilli þeirra, að undantekinni ferðaskrifstofunni (Gimli). Húsin milli Bankastrætis og Amtmanns- stígs gera nefnilega samhengi í alla húsa- röðina, og hin tiltölulega litlu hús eru í æskilegu hlutfalli við bæði Menntaskól- ann og Stjórnarráðshúsið. Hverfisheildin færi alveg forgörðum, ef húsin milli Bankastrætis og Amtmannsstígs hyrfu. Og kæmi stór bygging á Be»nhöftstorfuna, mundi Menntaskólinn, sem nú sómir sér sem glæsileg bygging, alveg missa reisn sína. Á grundvelli þeirrar reynslu, sem ég hef af daglegu starfi minu við friðun og varðveizlu menningarsögulegra húsa- hverfa, fullyrði ég, að öll húsaröðin frá Stjórnarráðshúsinu til íþöku myndar geðþekka heild, sem er óumdeilanlega mikilsverð frá byggingarlegu og bygg- ingarsögulegu sjónarmiði. Þá vaknar sú spurning, hvort svo mikið sé bitastætt í þessum húsum að hægt sé að gera við þau og varðveita þau. Niðurstaðan af þeirri athugun, sem ég gerði, varð sú, að húsin séu í furðu góðu ásigkomulagi. Þau eru vanræksluleg á að sjá, með borðum negldum fyrir glugga og miklu drasli þeim megin sem út í portið snýr. Við fyrstu sýn kann manni að finn- ast húsin niðurnídd, en þessi tilfinning hverfur, þegar inn er komið og maður skoðar innviðina og byggingargerðina. Þetta á við öll húsin sem fram snúa, en bakhúsin við Skólastræti eru yfirleitt í lélegra ásigkomulagi. Stóra þverbyggingin við Bakaríið er í megindráttum í góðu standi, og þar er aðeins skemmd i því horninu, sem veit að Skólastræti, af því að þar hefur ekki verið varið fyrir leka. Ég skal nú víkja að hverju húsi fyrir sig: Bankastræti 2 Húsið er byggt sem timburklætt bind- ingsverkshús. Það rís á lágum sökkli Lækjargötumegin, en að aftan er enginn sökkull sýnilegur. Sennilega er þetta af því að hækkað hefur kringum húsið með tímanum. Vegna hækkunarinnar hafa komið fram nokkrar skemmdir í fót- stykkjum portmegin. Við báða gafla hafa seinna verið reist- ar viðbyggingar, og reykháfarnir við gaflana eru einnig síðari viðbót. Að innan er húsið framúrskarandi vel varðveitt. Mjög fáar breytingar hafa ver- ið gerðar. Gamli reykháfurinn með opna eldstæðinu hefur verið rifinn, en aug- ljóst er, hvar hann hefur verið. Dyr hafa verið gerðar i gaflinn í sambandi við áð- urnefndar viðbyggingar. Upprunalegu hurðirnar og allar loft- þiljur eru varðveittar. Stiginn upp á loft- ið og skáparnir á miðganginum eru eins og í upphafi. Sömuleiðis innréttingin á loftinu í stórum dráttum. Innrétting hússins er sérstaklega á- hugaverð, enda samsvarar hún nákvæm- lega innréttingu hússins í Hafnarfirði, Sívertsenshúss. Það er sennilegt að bæði húsið í Hafn- arfirði og Bankastræti 2 séu búin til á timburverkstæði i Kaupmannahöfn, en þá hlýtur að vera um að ræða sérstaka islenzka gerð að því er grunnmynd varð- ar, sem hvorki þekkist í Danmörku né á Grænlandi. Litla húsið úr Pósthússtræti, sem nú er í Árbæ, er í meginatriðum eins innréttað, og það hús vil ég álíta að sé smíðað heima á ísiandi. Þegar gert yrði við húsið, ætti að fjar- lægja viðbyggingarnar við gaflana, svo og reykháfana, svo að húsið fái aftur sína upprunalegu mynd. Hvorki að utan né innan eru nein vandamál í sambandi við viðgerð, þar sem við þekkjum mæta- vel allt, sem lýtur að byggingarmáta og innréttingu húsa eins og þessa. Bakaríið Þetta hús er tveggja hæða timburklætt bindingsverkshús. Þó er sá þriðjungur Amtmannsstígur 1 fremst á myndnni og Reykjavíkurhöfn í baksýn. Báðar myndirnar voru teknar af Sigfúsi Eymundssyni. • i i 1 11 u 8' -“-TTTéfc ——.áafe,- i ^ ■'sr"'? .. .... -4 ■ f jéSvSsmk- JL ... ]«j i 1 A ■ * H|| — . M jg 46
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.