Samvinnan - 01.10.1972, Side 48

Samvinnan - 01.10.1972, Side 48
HLJÓMLEIKAR í HVÍTU HÚSI 20 IjóS eftir Knut Ödegárd Einar Bragi íslenzkaði Knut Ödegárd (t. v.) og Einar Bragi. Á EFTIR stend ég upp frá borði mínu í kaffihúsinu hverf út um vængjadyrnar í sjálfum mér og sé að úti er hljótt — skyndilega: hús sem starir galopnum gluggum hundur sem geltir í fjarska — Guð minn! I KOMDU EKKI Komdu ekki nærri með mjúka hönd þína! Tár þeirra sem gráta sjálfa sig eru eldur — FERÐAFÉLAGAR áfjáð sofandi andlit lest sem brunar inn í nóttina brautarstöð en enginn steig af né á yfir sofendum dinglandi röð af myndavélum — þar til fararstjórinn fær martröð og öskrar mamma það var ekki ég sem drap fuglinn! HVAÐ VARÐ AF DROPANUM Orð skáru ekki gat á þetta og Ijós í glugga spegluðust í götupollum Við hugsuðum: Hvað varð af dropanum sem féll á tréð og hrundi af blaði á blað og blandaðist öðrum dropum VÆRIR ÞÚ HJÁ MÉR Værir þú hjá mér fengi ég kannski að gráta einmanaleik minn við barm þér eins og ský fellir tár sín í hafið — fengi ég kannski að faðma þig eins og tré faðma þyngd kvöldsins — fengi ég kannski að gefa þér stjörnurnar mínar, skógana og hafið? Ljósið stendur í stjaka sínum og grætur vaxdropum — Aðeins sem hljóð nærvera í nóttinni meðan regndropar féllu á blautt malbik En þú ert farin langt burt — og stormurinn þurrkar út spor þín í snjónum 48

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.