Samvinnan - 01.10.1972, Page 56

Samvinnan - 01.10.1972, Page 56
P. Sreenivasa Rao: ALÞJÓÐALÖGIN UM LANDGRUNNIÐ Þriðja grein IV. GENFAR-RÁÐSTEFNAN 1958 OG „LEX FERENDA" LANDGRUNNSINS Þegar nægilega mörg dæmi voru um aðgerðir ríkisstjórna með tilliti til land- grunnsins, tók Alþjóðalaganefndin kenn- inguna sjálfa til meðferðar í því skyni að setja þeim aðgerðum fastar skorður og stuðla að framþróun alþjóðalaga. Á þriðju almennu samkomu sinni 1951 sam- þykkti hún „Drög að lögum um land- grunnið" ásamt athugasemdum.6?) Árið 1956, á áttundu almennu samkomu sinni, fór hún aftur yfir alla kenninguna og féllst á endurskoðuð drög (að lögum), sem lögð voru fyrir ellefta Allsherj arþing Sameinuðu þjóðanna.68)Á grundvelli þess- ara endurskoðuðu draga að lögum hóf Genfar-ráðstefnan um lögin á hafinu yfirveganir sínar með tiiliti til land- grunnsins og samþykkti sáttmála (Convention) á 16. almenna fundi sínum með 57 atkvæðum gegn 3, og 8 hjáset- um.®) Genfar-ráðstefnan batt að miklu leyti enda á deilurnar um skilgreiningu og takmörk landgrunnsins, jafnaði á milli andstæðra hagsmuna og bjó til hin til- hlýðilegustu lex ferenda um landgrunn- ið. Landgrunnið er skilgreint í 1. grein sem „botninn og jarðvegurinn á neðan- sjávarsvæðum, samfelldum ströndinni, en utan landhelgi, niður á 200 metra dýpi, eða utan þeirra marka þar sem dýpi yfirliggjandi sjávar leyfir nýtingu nátt- úruauðæfa nefndra svæða.“ í umræðum í fjórðu nefndinni á Genf- ar-ráðstefnunni voru ólíkar skoðanir um málið látnar í ljós. Ghana og Líbanon mæltu með niðurfellingu dýptarmæli- kvarðans,70) en Frakkland, Bretland og Túnis óttuðust, að sakir upptöku nýting- armælikvarða yrði hugtakið óglöggt og óskýrt."1) Kína taldi, að öðrum þeirra að minnsta kosti væri ofaukið.72) Að því leyti sem hún féllst á 200 metra dýptar-mælikvarða felldi ráðstefnan ein- ungis inn í sáttmálann háttalag meiri- hluta ríkjanna. Með nýtingarmælikvarð- anum er einkum orðið við óskum þeirra ríkja, sem kunna að vera án landgrunns í jarðfræðilegum skilningi orðsins, þótt á aðliggjandi neðansjávarsvæðum þeirra séu nýtanleg náttúruauðæfi. Það var nauðsynleg málamiðlun, eins og auðsætt er af umræðunum, sem fram fóru, meðan Alþjóðalaganefndin fjallaði um málið.73) Garcia Amador lýsti yfir stuðningi sín- um við þá málamiðlun.74) Öllum strand- ríkjum er umhugað um að hagnast af tiltækum náttúruauðlindum á aðliggj- andi strandsvæðum sínum. Að sönnu verður vísindalegum nýtingaraðferðum aðeins við komið niður á 200 metra dýpi. Fyrir tilstilli hinna hröðu fram- fara í vísindum og tækni kunna fljótlega að opnast leiðir til að hafa not af nátt- úruauðæfum á meira dýpi. Með upptöku dýptarmælikvarðans upp í sáttmálann var loku skotið fyrir óhóflegar kröfur til stórra spildna úthafsins. Með því að fella inn i sáttmálann nýtingarmælikvarð- ann, ávannst það, að kenningunni var haldið sveigjanlegri með tilliti til hinna hröðu framfara í vísindum og tækni. Grein 1, eins og hún er i sáttmálanum, er 67. grein í drögum þeim að lögum, sem Alþjóðalaganefndin gerði, með aðeins einni viðbót, viðurkenningu áþekkra neð- ansjávarsvæða umhveris strendur eyja. Samt sem áður, hvað sáttmálanum við- kemur, hafa eyjar, sem myndaðar eru fyrir vísindalegan tilverknað, ekki stöðu eyja, myndaðra af náttúrunnar völdum. Skilin á milli tilbúinna og náttúrlegra eyja eru frernur hugvitsamlega dregin. Alkunna er, að samkvæmt alþjóðalögum hafa sumar upphleðslur landhelgi. Þar sem ríki hafa komið upp mannvirkjum sem uppfyllingum hafnarbakka, brim- brjótum, varnargörðum, flóðgörðum og þess háttar, þarf að mæla landhelgina frá hinni útfærðu strönd, eins og Oppen- heim hefur bent á.75> Jessup dómari féllst einnig á, að þar sem af tilbúnum eyjum hlytist varanleg „myndun lands“, yrði að færa landhelgina að sama hætti.76) Af þeim ástæðum er helzti prófsteinn þess, hvort eyja getur farið með lögsögu yfir aðliggjandi sjó eða landgrunni ekki sú, hvort eyjan er mynduð fyrir tilverknað náttúrunnar eða manna. Samkvæmt Johnson þarf eyja að uppfylla þrjú skil- yrði til að geta haft landhelgi, þ. e. a. s. (i) hún þarf að vera umflotin sjó; (ii) hún þarf jafnan að standa upp úr á há- flæði; (iii) hún þarf að hafa eðli lands.77) Þar sem til bráðabirgða kann að standa sá vísindalegi útbúnaður, sem upp verður komið í því skyni að afla olíu og náma- efna á landgrunninu, hefur Genfar-ráð- stefnan áreiðanlega farið rétt að. Betur hefði samt sem áður farið á því, að ráð- stefnan hefði glögglega dregið ályktanir 56

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.