Samvinnan - 01.10.1972, Síða 60

Samvinnan - 01.10.1972, Síða 60
V HEIMILIS ^ § GuSrún 3 Ingvarsdóttir >0 <S,snmi3H Með vaxandi vöruúrvali síðustu ára hefur stöðugt aukizt þörf á greina- góðri og sannri innihaldslýsingu. Þannig að kaupandinn viti, hvað hon- inn er boðið. í nágrannalöndum okkar er sú krafa gerð til fyrsta flokks matvöru, að hún sé merkt, hve margar hitaeiningar hún gefi og hve mikið hún innihaldi af hvítu (próteini), fitu og kolvetnum. Einnig vítamínum þar sem því er viðkomið. Enn fremur skal tilgreindm- síðasti söludagur eða pökkunardagur. Fólk þurfti orkuríkara fæSi áSur fyrr Meðan flestir eða allir unnu erfiðisvinnu og hús voru óupphituð þurfti orkuríkara fæði. Erfiðismaður brennir ólíkt fleiri hitaeiningum en kyrr- setumaður, eins þurfti mikla orku til að halda á sér hita í köldu hús- næði. Pæði var frekar einhæft ef svo má segja. Fólkið lifði nær eingöngu á innlendum mat, rnn innflutning var ekki að ræða nema helzt á korni. Fæðið byggðist því á kjöti, fiski, mjólkurmat og brauði. Ef ekki hefði verið jafnframt almennur matarskortur, þá hefði mátt fá úr þessum mat flest þau efni, sem líkamanum eru nauðsynleg, en C-vítamínið hlaut þó alltaf að vera af skornum skammti. Úr því rættist með til- komu kartöflunnar hér á landi, en hún gegnir enn mikilvægu hlutverki sem C-vítamin gjafi. Þar sem skortur var á mat en orkuþörfin svona mikil, var eðlilegt að fitan væri í þeim hávegum höfð sem hún var. En fitan er orkuríkasta fæðutegund sem völ er á. 1 g af fitu gefur við brennslu 9 hitaeiningar, en 1 g hvítu eða kolvetna 4 hitaeiningar. Nú þekkist ekki matarskortur hér á landi, heldur er vandinn sá að velja réttar fæðutegundir, sjá um að líkaminn fái öll þau efni sem honum eru nauðsynleg, en sneiða hjá orkuríkum mat sem inniheldur engin lífsnauðsynleg efni. LífsnauSsynleg næringarefni Næringarefnum fæðunnar er skipt í tvennt; orkuefni, sem eru hvíta, fita og kolvetni, óg snefilefni, sem eru steinefni og vitamin. Orkuefni Hvíta (próteln). Fullgild eggjahvítusambönd eru líkamanum nauðsynleg til vaxtar og viðhalds. Hvíta er löng keðja amínósýra. Sumar þessara amínósýra get- ur líkaminn myndað sjálfur úr öðrum amínósýrum en aðrar verðm- hann að fá tilbúnar í fæðunni, þær amínósýrur eru nefndar lífsnauð- synlegar. Fullgild hvíta er þá hvíta, sem inniheldur allar þessar lífs- nauðsynlegu amínósýrur. Fullgilda hvítu fáum við bezta úr dýraríkinu í mjólk, kjöti, fiski, og eggjum, en síður úr jurtaríkinu, helzt í soja- baunum og belgjurtum. Fita er sem áður segir bezti orkugjafinn, en með minnkandi orku- þörf hefur gildi hennar í fæðunni rýrnað. Líkamanum er þó nauðsyn- legt að fá vissan skammt af fitu því á henni byggist nýting fituleysan- legu vítamínanna og þau fylgja mjög oft fitu í fæðunni. Fita er sam- sett úr glyseroli og fitusýrum. Fitan er ýmist mettuð eða ómettuð og fer mettun hennar eftir fjölda vetnisatóma fitusýrunnar. Mettuð fita hefur hátt bræðslumark en ómettuð lágt og er yfirleitt fljótandi við stofuhita. Ýmsar hinna ómettuðu fitusýra eru líkamanum lífsnauðsyn- legar, t. d. línol- og arakítonsýra. Kolvetni er ódýrasti orkugjafinn. Kolvetni finnast í ýmsum myndum í náttúrunni, allt frá hinu auðmeltanlegasta, hreinum sykri, til hins ómeltanlega, sellulose. Það sem við í daglegu tali köllum sykur, sykur unninn úr sykurreyr eða sykurrófum, er tvísykrungur. Hann er talinn valda mestu um tannskemmdir. Betra er því að nota einsykrunginn þrúgusykur í mat- vælaframleiðslu. Kolvetni eru líkamanum nauðsynleg til að geta brennt þeirri fitu sem líkaminn neytir. Auk þess sem þeim fylgja vatnsleysan- legu vítamínin. Snefilefni Steinefni eru líkamanum nauðsynleg; ber þá helzt að nefna járn, kalk, fosfór og joð. Járn er nauðsynlegt fyrir blóðmyndun líkamans. Jám fáum við úr kjöti og innmat, fyrst og fremst úr blóði og lifur, en einnig úr korn- mat og grænmeti, t. d. grænkáli. Kalk. Á kalki byggist herzla beinanna og beinmyndunin. Kalk fáum við mest úr mjólk og mjólkurmat. Fosfór er einnig mjög áríðandi fyrir beinmyndunina. Það fáum við úr grófu mjöli, kjöti, fiski og ostum. 60

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.