Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 22.08.2009, Qupperneq 4
4 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR SAMGÖNGUR Nýskráningar fyrir- tækjabifreiða hafa dregist saman um 87 prósent það sem af er ári miðað við sama t ímabi l ár ið 2007. Aðeins hafa 1.704 bílar verið skráðir á fyrirtæki en á sama tíma árið 2007 voru þeir 12.715. Sjald- gæft er að fleiri nýskráning- ar séu hjá ein- staklingum, en þær eru 2.104 það sem af er ári. Heildarsamdráttur nýskráninga er því um 81 prósent frá árinu 2007. „Þetta sýnir að það er algjört stopp í fjárfestingum fyrirtækja,“ segir Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins. Segir Vilhjálmur að Seðla- bankinn þurfi að lækka stýrivexti strax. „Það fjárfestir enginn á þessum vöxtum.“ Özur Lárusson, framkvæmda- stjóri Bílgreinasambandsins, segir bílasölur finna vel fyrir samdrætt- inum. „Það er algjört hrun í sölu bifreiða,“ segir Özur en um 230.000 bílar eru nú á götum Íslands. Ýmsar leiðir eru færar til að auka veltuna, að mati Özurar, til dæmis að lækka tolla. Bílgreina- sambandið átti fund með fjármála- ráðherra fyrr í sumar um útfærslu hugmyndar um afslátt af vöru- gjöldum. Hugmynd Bílgreinasambandsins var sú að fólk sem fargaði gömlum bílum, til dæmis eldri en tíu ára, fengi afslátt af vörugjöldum fyrir kaup á nýjum og umhverfisvænni bíl. Segir Özur fjármálaráðherra hafa verið jákvæðan fyrir hug- myndinni. Vörugjöld af bílum geta numið um 45 prósentum af verði bifreiðar og virðisaukaskattur um 24,5 prósentum. Benedikt Eyjólfsson, eigandi Bílabúðar Benna, segist finna fyrir þessu eins og flestir lands- menn en fyrirtækið reyni að halda þjónustu við viðskiptavini. „Þetta yrði betra ef gengið skánaði og vextir lækkuðu,“ segir Benni. Tímabundin lækkun vöru- gjalda gæti verið til bóta, að mati Benna, þar sem vörugjöld séu stór hluti af verði bifreiða. Bíll sem skilaði 300 þúsund krónum til rík- isins fyrir tveimur árum skilar nú 600 þúsund krónum þar sem vöru- gjaldið miðast við gjaldmiðilinn sem bíllinn er keyptur á, að sögn Benna. Tölulegar upplýsingar koma frá Umferðarstofu og miða tölurnar við tímabilið frá 1. janúar til 20. ágúst öll árin. vidir@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Einstaklingar Fyrirtæki Nýskráningar bifreiða frá 1. janúar-20. ágúst árin 2007-2009 2007 2008 2009 7. 39 7 12 .7 15 5. 68 7 9. 72 0 2. 10 4 1. 70 4 15.000 12.000 9.000 6.000 3.000 0 Í grein eftir Óttar Pálsson í Frétta- blaðinu í gær kom fram að íslenskir lífeyrissjóðir myndi þriðjung almennra kröfuhafa Straums. Hið rétta er að íslenskir fjárfestar, þar á meðal lífeyrissjóðir, eiga um þriðjung krafna. LEIÐRÉTTING VIÐSKIPTI Icelandic Glacial verð- ur aðalvatnið sem selt verður á stærsta skíðasvæði Kaliforn- íu, Squaw-dalnum. Stofnandi Icelandic Glacial er Jón Ólafs- son athafnamaður en margar af helstu skíðastjörnum heims sækja svæðið árlega. Jón Ólafsson segir, í fréttatil- kynningu frá Icelandic Glacial, að það sé frábært að staður, sem sé eins fallegur og Squaw-dalur- inn, hafi valið vatnið. Scott Rutter, yfirmaður matar- og drykkjar hjá hjá Squaw-daln- um, segir í sömu tilkynningu að dalurinn séu stoltur af því að geta boðið gestum sínum upp á alvöru ískalt vatn eins og Ice- landic Glacial. - vsp Icelandic Glacial til Kaliforníu: Íslenskt vatn á risa-skíðasvæði AÐALVATNIÐ Gestir stærsta skíðasvæð- isins í Kaliforníu munu geta teygað íslenskt vatn á næstunni. NÁTTÚRA Ríkisstjórnin hefur ákveðið að láta hefja undirbúning að stækkun friðlandsins í Þjórsárverum nú þegar, sam- kvæmt tillögu Svandísar Svavarsdóttur umhverfis- ráðherra. Hún vill að stækk- un friðlandsins verði lokið ekki síðar en snemma á næsta ári. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar kemur fram að friðlandið eigi að stækka og ljúka við friðun- ina sem fyrst. Stækkunin verður gerð í sam- ræmi við ákvæði náttúruverndar- laga og mun Umhverfisstofnun sjá um undirbúninginn í samráði við þá sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu. - þeb Ríkisstjórnin um Þjórsárver: Friðlandið stækkað strax Algjört hrun í sölu bíla til fyrirtækja Nýskráningar fyrirtækjabifreiða hafa dregist saman um tæp níutíu prósent frá árinu 2007. Vilhjálmur Egilsson segir algjört stopp í fjárfestingum fyrirtækja. Bílgreinasambandið lagði til að vörugjöld fyrir förgun yrðu lækkuð. VILHJÁLMUR EGILSSON ekkert keypt Fyrirtæki halda að sér höndum þegar kemur að bílakaupum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ALÞINGI „Við munum taka þann tíma sem þarf og við munum standa hér og tala eins lengi og þarf ef það verður til þess að við sjáum að við getum bjargað því sem bjarga þarf,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálf- stæðiflokksins, á Alþingi í gær. Hart var tekist á um ríkisábyrgð- ina vegna Icesave og stjórnarand- staðan gagnrýndi stjórnina fyrir flumbrugang. Björn Valur Gíslason, þingmað- ur Vinstri grænna og varaformað- ur fjárlaganefndar, hleypti illu blóði í stjórnarandstæðinga, þegar hann lýsti því yfir að öll nauðsyn- leg gögn í málinu hefðu komið fram í júní. Stjórnarandstæðingar mótmæltu því harðlega og Unnur Brá Konráðsdóttir, Sjálfstæðis- flokki, sagði engu líkara en að Björgvin hefði verið staddur úti á rúmsjó. Björgvin tók einmitt leyfi í sumar til að stýra Kleifaberginu frá Ólafsfirði í einum túr. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknarflokks- ins, sagði að ekkert samkomulag hefði náðst um framgöngu málsins og tók Guðlaugur Þór undir það. Ragnheiður Elín Árnadótt- ir, Sjálfstæðisflokki, kvartaði sáran undan því að fyrrum ráð- herra bankamála, Björgvin G. Sigurðsson, væri ekki viðstaddur umræðuna og hefði ekki verið þar á fimmtudag. Hann gæti upplýst ýmislegt frá fyrstu hendi. - kóp Enn er hart tekist á um ríkisábyrgð vegna Icesave á Alþingi: Tölum eins lengi og með þarf GUÐLAUGUR ÞÓR Stjórnarandstæðingar segja ekkert samkomulag vera um hvernig afgreiðslu ríkisábyrgðar vegna Icesave verði háttað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Krónan hækkaði um 0,38 prósent í gær en hefur lækk- að nokkuð mikið síðustu vikur. Hefur hún fallið um 1,5 prósent frá því á föstudaginn í síðustu viku. Evran kostaði um 182 krón- ur í gær og dollarinn stóð í 127 krónum. „Gjaldeyrishöft, afgangur af vöru- og þjónustuviðskiptum við útlönd, háir innlendir vext- ir og inngrip Seðlabankans á gjaldeyrismarkaði hafa ekki náð því að styrkja gengi krónunnar undanfarið,“ segir í greiningu Íslandsbanka frá því í gær. Gengislækkunin lýsir vantrú á myntinni, að mati Íslandsbanka. Telur bankinn að Seðlabankinn hafi gripið fremur lítið inn í markaðinn í þessum mánuði. - vsp Krónan hækkaði í gær: Seðlabankinn lítið gripið inn í SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu leitar nú þriggja manna sem hún telur hafa kveikt í Range Rover bifreið við Laufás- veg aðfaranótt þriðjudags. Upptökur úr öryggismynda- vélum í götunni sýna þrjá menn ganga í áttina að húsinu sem bíllinn stóð við og hlaupa aftur til baka stuttu síðar. Þá sýna myndirnar lögreglu og slökkvi- lið koma á staðinn þegar bifreið- in var orðin alelda, og að lokum sést einn þremenninganna ganga framhjá brunastaðnum rúmum klukkutíma síðar. Lögregla biður þá sem geta gefið upplýsingar að hringja í síma 444-1100.- þeb Lögregla leitar þriggja manna: Líklega kveikt í Range Rover VEÐURSPÁ Alicante Bassel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 30° 31° 24° 20° 21° 25° 24° 20° 20° 24° 21° 33° 27° 32° 19° 24° 21° 20° 12 Á MORGUN Austan 8-15 m/s Hvassast allra syðst. MÁNUDAGUR Norðlægar áttir, hvassast á Vestfjörðum. 12 13 14 14 14 12 11 8 10 5 8 12 10 8 4 4 3 4 5 12 7 12 12 11 10 11 14 11 12 13 13 KAFLASKIPT Haustið er á næsta leiti og haustlægð- irnar heimsækja landið hver af ann- arri þessa dagana. Í dag verður lítils- háttar rigning með köfl um vestantil en þurrt að mestu norðaustanlands. Á morgun verður vætusamt sunnan og austantil. Soffía Sveinsdóttir Veður- fréttamaður GENGIÐ 21.08.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,0978 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 127,27 127,87 211,04 212,06 182,16 183,18 24,469 24,613 21,263 21,389 17,893 17,997 1,3552 1,3632 199,04 200,22 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.