Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 22.08.2009, Blaðsíða 40
MENNING 8 A ðstöðumunur húsanna er mik- ill: Þjóðleikhúsið hefur hæst framlag allra leikhússtofn- ana í landinu en býr við erfið og þröng skilyrði í húsnæði þess. Borgarleikhúsið á að baki fyrsta starfsvetur Magnúsar Geirs Þórðar- sonar og státar af glæsilegum árangri í aðsókn á allar sýningar sem þar voru í boði. Draumur gamalla Leikfélagsmanna hefur að sönnu ræst í þeim tölum: 207.576 gestir sóttu húsið heim á árinu. Er þar að sannast að aðstaða til harðrar keyrslu í húsinu býr vel að haganlegri aðstöðu. Ekki er þó ljóst hvort mikil aðsókn hefur skilað góðum hagnaði. Mun hann vera rétt um fimm milljónir. Tölur hafa ekki fengist um aðsókn að sýningum Þjóðleik- hússins utan að á þremur hafi aðsókn aukist um tuttugu prósent. Samkeppnin lýsir sér best í tilboðum: Tinna Gunnlaugsdóttir býður mismun- andi pakka fjögurra sýninga á 9.900, Magnús býður betur með verðinu 8.900 en Akureyringar og nærsveitamenn geta keypt sér kort á fjórar sýningar á 7.900. Áskriftarkortasala er trygging fyrir öruggri aðsókn og stýrir um leið hvað menn þurfa að gera í frekari sölu- mennsku til að tryggja að sýningar séu bærilega sóttar. Öll leikhúsin bjóða nú upp á sérkjör fyrir áhorfendur undir 25 ára aldri sem er raunar ný útfærsla á gamla námsmannaafslættinum sem lengi tíðkaðist. Hjá Borgarleikhúsinu er pakkinn á 4.450 en Þjóðleikhússins á 5.900. Fyrir norðan eru menn ekki búnir að gefa upp verð en svipuð kjör verða í boði og í fyrra. Þá er athyglisvert að bæjarleikhúsin tvö, á Akureyri og í Reykjavík, ætla sér að halda til streitu þeirri rekstrarstefnu að hafa þéttar sýningar á hverju verk- efni og tryggja þannig sem hagkvæmast- an rekstur á hverri einingu. Þótt Tinna Gunnlaugsdóttir hafi lýst þeirri stefnu í upphafi ráðningar sinnar hefur reynst erfiðara að standa við það en vonir stóðu til, mest vegna aðstöðuleysi á öllum svið- um leikhússins en ekkert þeirra er sniðið fyrir nútíma leikhúsrekstur. Kemur rík- inu nú í koll langvinn vanræksla á hús- næði Þjóðleikhússins og skammsýni um áþreifanlegan aðstöðumun stærstu leik- húsanna. Öll taka leikhúsin þrjú upp verk frá fyrra ári: LA ætlar að taka Fúlar á móti aftur til sýninga nyrðra en sú skemmti- sýning er nú á fjölunum í Loftkastalanum og hefur gengið vel: á sextánda þúsund gesta hefur notið hennar. Sumarsýning í samstarfi einkaaðila og LR, Við borgum ekki, kemur upp nyrðra og þangað held- ur líka Ingvar E. Sigurðsson með einleik sinn sem hann hyggst sýna víða um land í september. Í Borgarleikhúsinu er haldið áfram sýningum á Söngvaseið. Þú ert hér og Dauðasyndirnar koma aftur á svið í tengslum við Lókal-hátíðina í sama mánuði og Dauðasyndirnar verða aftur í nóvember og desember. Jafnvel verða fleiri sýningar á Flónni í apríl á næsta ári. Við borgum ekki kemur aftur upp í nóvember og desember. Í þessu upp- vakta sýningarhaldi á verkum rætist gamall draumur um að sýna megi eftir nokkurra mánaða hlé verk sem voru ekki útgengin. Í Þjóðleikhúsinu verður Kardemommu- bærinn aftur á fjölunum og verðlauna- verk Grímunnar, Utan gátta eftir Sig- urð Pálsson, er tekið upp en það var leikið þrettán sinnum liðinn vetur og nú er bætt við sex sýningarkvöldum frá 3. september. Flutningur verkefna frá vori til hausts hefur oft reynst erfiður. Rekstur leikhús- anna sem hefur notið mestra opinberra styrkja hefur lengstaf verið með þeim hætti að leikhúslíf hefur lagst í dróma yfir sumarmánuðina og hefur það mótað starfssamninga en leikhúsfólk vinnur sér inn lengra orlof yfir veturinn. Ekki hefur verið mikill áhugi hjá þeim að breyta því fyrirkomulagi og því standa helstu leik- húsbyggingarnar að miklu ónotaðar nær fjórðung úr ári. Verkefnaskráin einkennist nokkuð af kunnum verkum af íslensku sviði: Bieder- man og brennuvargarnir verða sýndir á stóra sviði Þjóðleikhússins en þeir eru best kunnir af hljóðritun Ríkisútvarpsins á sviðsetningu Grímu á sjöunda áratugn- um. Íslandsklukkan verður afmælissýn- SLAGURINN UM LEIK Leikhúsin eru tekin að leggja ríka áherslu á fjölskyldusýningar: Kardemommubærinn, The Sound of Music, Oliver!, Gauragangur. Þetta eru allt verk sem eru stórsýningar og höfða í senn til margra aldurshópa. Nú er það hið besta mál að samverustundir fjölskyldufólks séu styrktar á þennan máta. En þegar kemur að starfi fyrir yngstu börnin hefur Þjóðleikhús- ið vinninginn: Kúlan hefur frá því henni var komið á fót einbeitt sér að verkefnum fyrir ung börn undir handleiðslu Þórhalls Sigurðssonar leikstjóra. Hann heldur reyndar aðeins framhjá Þjóðleikhúsinu þar sem hann er fastráðinn með sviðsetningu á Skoppu og Skrítlu á tíma- flakki sem kemur upp í Borgarleikhúsinu. Verk- efnin í Kúlunni eru nokkur: þar verður boðið upp á sögustund Lilju Guðrúnar Þorvalds- dóttur, leiksýningu um Fíusól en undar legt er hún að skyldi ekki rata á stærra svið, nýtt verk eftir Áslaugu Jónsdóttur, erlendan gestaleik fyrir börn og barnasýningu á Listahátíð. En hætta er á að Jólaævintýri Dickens með Ladda veki mesta eftirvæntingu. BARNAVERKEFNIN Uppeldi nýrra áhorfenda Útlit er fyrir að sex söngleikir verði í boði á komandi vetri: fimm af þeim hafa sést áður á íslensku sviði. Sá fimmti er nýsmíði: Faust sem Vesturport vinnur fyrir Borgarleikhúsið við nýja tónlist Nicks Cave og samverkamanna. Er það þá ekki söngleikur? The Sound of Music, Grease, Oliver!, Gauragangur og Rocky Horror hafa öll sést áður. Söngleikir eru húsunum erfiðir sökum þess að margir þeirra heimta stærri áhorfendasali en kostur er á hér á landi ef þeir eiga að skila bæði stofnkostnaði, sýningarkostnaði og hagnaði. Gryfjur Þjóðleik- hússins, Íslensku óperunnar og Borgarleikhúss- ins eru litlar enda eru fullskipaðar hljómsveitir yfirleitt ofviða húsunum þegar manna þarf bæði sólóista og kór á sviði. Menn hætta sér því varlega í verkefni sem ekki hafa verið reynd á íslenskum markaði. En svo má slíta fötum að þau detti í sundur … Eins og maðurinn sagði: Grease, Rocky, Hryllingsbúðin – dettur mönn- um ekkert nýtt í hug? Eða er ekkert framleitt lengur af frambærilegum nýjum söngleikjum í veröldinni? SÖNGLEIKJAFÁRIÐ Það sem trekkir Stóru leikhússtofnanirnar í landinu hafa nú kynnt verkefnaskrá vetrarins sem í hönd fer og hefur stórum kynningarbæklingum verið dreift á fjölda heimila í landinu. Margar spennandi leiksýningar verða í boði og leikhúsin, Þjóðleikhús, Borgarleikhús og Leikfélag Akureyrar stefna á þétta dagskrá. Hart verður barist um leikhúsgesti og gætir samkeppninnar þegar í tilboðum. LEIKLIST PÁLL BALDVIN BALDVINSSON FR ÉT TA BL A Ð IÐ /G VA FR ÉT TA BL A Ð IÐ /E Ó L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.