Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 42

Fréttablaðið - 22.08.2009, Page 42
 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR2 Menningarnótt í Flash 20% afsláttur af öllum vörum Skokkar Kjólar í ótrúlegu úrvali stærðir 36-50 Opið til kl 22:00 Laugaveg 54, sími: 552 5201 K R A F T A V E R K • • • LANGTÍBURTISTAN kallast dagskrá UNIFEM á Íslandi sem held- ur opið hús á Menningarnótt frá 13 til 17. Þar er líf kvenna í þróunar- löndunum kynnt með tónlist og ljósmyndum. Hægt verður að klæðast fötum kvenna frá ýmsum heimshornum, þar á meðal búrku. Rakel Hafberg arkitekt segist halda að hún sé fyrst hér á landi til að vinna fylgihluti úr hænsnaleðri. „Mér vitandi hefur enginn unnið með hænsnaleðrið með þessum hætti hér á landi, né hef ég fund- ið neitt þessu líkt erlendis,“ segir Rakel. Eru fylgihlutir hennar því ekki aðeins íslensk nýjung held- ur væntanlega nýsköpun á heims- vísu. Rakel útskrifaðist sem arkitekt frá Árósum árið 2007 og vann á teiknistofu eftir útskrift. „Ég var í barneignarleyfi frá síðasta sumri og vissi um jól að ég myndi missa vinnuna. Þá fór ég að föndra jóla- gjafirnar sjálf, gerði alls kyns hálsfestar og skart og gaf mínum nánustu en í kjölfarið fór ég að fá pantanir. Ég ákvað þá að finna mér eitthvað sérstakt og skemmtilegt til að vinna með.“ Rakel kynntist hænsna- leðri fyrir tilviljun og fór að leita að efninu en hérlendis er það ekki framleitt. „Ég spurðist fyrir, meðal ann- ars á Sauðárkróki þar sem þeir súta skinn, en sá að ég yrði að leita út fyrir landsteinana. Það var ekki þrautalaust að finna út úr því en efnið er afar dýrt í fram- leiðslu og ég hef haft spurnir af því að víða, til dæmis í Þýskalandi, þyki það hreinlega ekki borga sig að vinna efnið.“ Hönnun Rakelar hefur vakið mikla athygli og armbönd hennar eru nú seld hjá Epal Design í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar og hjá Minju á Skólavörðugstíg. Sjálf opnaði hún búð fyrir nokkrum dögum, þar sem öll hennar hönnun fæst, og er hún á Laugavegi 82. „Ég ber hlutina sem ég er að vinna alltaf undir nánustu fjöl- skyldu. Armböndin vöktu til dæmis það mikla lukku að ég ákvað að fara með þau í búðir,“ segir Rakel. Hún tekur einnig sérpantanir og töluvert hefur verið um þær, ekki síst eftir að hún sýndi verk sín á Hönnunar- og handverkssýningu í Hrafnagils- skóla. juliam@frettabladid.is Vinnur armbönd og spangir úr hænsnaleðri Arkitektinn Rakel Hafberg tók sig til á vormánuðum og hóf tilraunir með athyglisverða nýsköpun, en úr leðri af hænsnalöppum vinnur hún armbönd, hárskraut og fleiri fylgihluti. Hið árlega Íslandsmeistaramót í hrútaþukli fer fram á Sauðfjár- setrinu í Sævangi á Ströndum í dag og hefst mótið klukkan 14. Fjórir íturvaxnir hrútar eru metnir fyrir fram af dómnefnd, með tækjum og tólum, og þar næst munu þuklarar, vanir og óvanir, fá að spreyta sig á hrútunum og raða þeim í gæðaröð. Farið er eftir sérstöku stigakerfi sem bændur þekkja vel. Hrútaþuklið hefur notið mikilla vinsælda síðustu árin og kemur fólk að hvaðanæva af landinu til að vera með. Margar uppákomur verða samfara hrútaþuklinu: kaffi- hlaðborð, skemmtiferðir á dráttar- vélvagni og fjölmennt í leiki á íþróttavellinum. Strandferðir bjóða upp á hestaferðir og ókeypis verður inn á safn Sauðfjárseturs- ins í tilefni dagsins. Síðar um kvöldið er svo að venju slegið upp Bændahátíð og Þuklara balli í Félagsheimil- inu á Hólmavík sem hefst klukk- an 18. Átján ára aldurstakmark er á ballið en tónlistarmenn frá Hólmavík leika fyrir dansi eftir að gestir hafa gætt sér á holu- grilluðu lambakjöti. Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku á bænda- hátíðina fyrir fram á netfangið saudfjarsetur@strandir.is. - jma Þuklað á Ströndum Hrútnar metnir á Landsmóti í hrútadómum í fyrra á Sauðfjársetrinu í Sævangi á Ströndum. Ormsteiti er héraðshátíð Fljótsdals- héraðs og Egilsstaða sem hefur staðið yfir frá 14. ágúst og lýkur nú á sunnu- daginn. Í dag er margt í boði að venju. Þar má helst nefna garðtónleika við Gisti- húsið á Egilsstöðum klukkan 10, úti- markað í Bragganum og villibráðar- súpu- og brauðkeppni á sama stað. Fatamarkaður verður í Sláturhúsinu og söngvarakeppni barnanna í Bragg- anum klukkan 14. Fjársjóðsleit verður haldin fyrir litlu börnin, haldin verður hreindýraveisla og Nostalgíu-dansleik- ur í Valaskjálf um kvöldið. Á sunnudaginn verður farin göngu- ferð um Tröllkonustíg, veiðikeppni haldin í Bessastaðaá og auk þess mikil dagskrá á Skriðuklaustri. Allar nánari upplýsingar má nálgast á www.ormsteiti.is. Fjör á Ormsteiti ORMSTEITI LÝKUR UM HELGINA. Ormsteiti er héraðshátíð Fljótsdals- héraðs. Armböndin eru seld hjá Epal í fríhöfn Leifsstöðvar og Minju á Skólavörðustíg. Arkitektinn Rakel Hafberg brýtur blað í sögu íslenskrar skartgripaframleiðslu − ef ekki heimssögunnnar – með hönnun sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Rakel býr til hálsfestar, meðal annars úr hraunkúlum og tré. Auglýsingasími – Mest lesið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.