Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 43

Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 43
3 Meðan Evrópubúar undirbúa veturinn og fara að huga að því að taka fram hlýjar ullarkápur, húfur og vettlinga eru Ástralir með hugann við komandi sumar. Í Ástralíu eru jólin til dæmis oft haldin á ströndinni með grilli og varðeldi. Þá þarf að vera smart í tauinu en líklega er fátt meira viðeigandi á ströndinni en litríkur sund- fatnaður. Tískuhátíð var nýlega haldin í Sydney. Þar sýndu innlendir hönnuðir vor- og sumarlínur sínar sem von er á í verslanir þar í landi von bráðar. Sundfatnaður var þar ofarlega á blaði og má hér sjá dæmi um hann. solveig@frettabladid.is Blátt og mynstrað bikiní þar sem bikiníbuxurnar eru bundnar saman á hliðunum. Þessi sundbolur er eins og fínasti kjóll að ofan og örugg- lega flott að binda slæðu um mittið þegar tekur að kólna. Bleik og svört rokkuð sund- föt. Stelpulegt bleikt bikiní. Sumarlegt appelsínugult bikiní með pífum. Renée Zellweger er þeirrar gæfu aðnjótandi að geta skartað hverju glæsi- dressinu á fætur öðru og það jafnvel sama daginn. Þriðjudagurinn var annasamur hjá leikkonunni Renée Zellweger en þrátt fyrir það var útlit- ið óaðfinnanlegt og gott betur. Um morgun- inn mætti hún í spjallþáttinn Good Morning America á ABC-sjónvarpsstöð- inni, sem er sendur út frá Times Square í New York, og um kvöldið hélt hún á frumsýningu nýj- ustu myndar sinnar My One and Only í Parísar- leikhúsinu í New York. Í myndinni leikur Zell- weger glæsikvendið Anne Deveraux. Þar sýnir hún enn og aftur hversu auð- veldlega hún getur lagað eigin ásjónu að því hlut- verki sem hún tekur að sér enda er hún nær óþekkjanleg frá því að hún lék hina bústnu Bridget Jones svo eftir- minnilega um um árið. - ve Síbreytileg Zellweger Svona leit Zellweger út að morgni þriðjudagsins 18. ágúst. VEFSÍÐAN BEBO verður hinn 25. ágúst næstkomandi nýs tískuþáttar á vefnum sem kallast The Closet, eða Skápurinn. Þáttastjórnandi verður Jameela Jamil, en hún er fyrrverandi fyrir- sæta og er þekkt á sjónvarpsstöðinni TV4. www.bebo.is Á bikiníi í kengúrulandi Líklega eyða fáar þjóðir jafn miklum tíma á sundfötunum og Ástralir, enda skín þar sólin stóran hluta ársins. Nú fer vetri að ljúka í landinu og sumarið kemur með tilheyrandi strandferðum. Hér er leikkonan á frumsýn- ingu My One and Only að kvöldi sama dags. Nýr kjóll en sömu skór. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.