Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 57

Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 57
9 MENNING ing á sextíu ára afmæli hússins og er það í fjórða sinn sem sagan ratar upp á svið þar í leikbúningi. Hittari Ólafs Hauks Símonarsonar, Gaura- gangur, sem vinsæll var í Þjóðleik- húsinu fyrir áratugum, birtist nú í Borgarleikhúsinu með nýrri áhöfn. Loks gefst Akureyringum tæki- færi til að heyra Rocky Horror sem komið hefur upp í tvígang í Reykja- vík í vinsælum sviðsetningum. Þá má ekki gleyma söngleik Barts, Oli- ver! sem nú verður fluttur í þriðja sinn hér á landi. Hver eru þá nýmælin: í Þjóðleik- húsinu er verk Brynhildar Guðjóns- dóttur um Fridu Kahlo með tónlist Egils Ólafssonar, leikgerð Balt- asars á Gerplu og nýtt verk eftir Braga Ólafsson, Hænuungarnir. Og samstarfsverk Ilmar Stefáns- dóttur, Kristjáns Ingimarssonar, Ólafíu Hrannar og Vals Freys Einarssonar: Af ástum manns og hrærivélar. Nyrðra vekur mesta forvitni leik- gerð Jóns Gunnars Þórðarsonar á kvikmyndasögu Luke Moodysson, Lilja4ever, skondin hugmynd um að taka gamla sakamálasögu sem síðar varð kvikmynd og gera úr henni maraþonsýningu fjögurra leikara sem fara með 139 hlut- verk. Borgarleikhúsið er með stærstu efnisskrána í skjóli þriggja aðgengilegra leiksviða. Þar er margt athyglisvert í boði: hjónin Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving leiða spunavinnu í tveimur sviðsetningum: Jesú litla og Bláa gullinu. Nýr höfundur kemur fram, Heiðar Sumarliðason, með verk í sviðsetningu Kristínar Eysteins- dóttur, Rautt brennur fyrir. Vesturportsmenn skoða söguna um Faust í nýju verki og þríeykið Jón Páll, Jón Atli og Hallur Ingólfs- son, heldur áfram könnun um þjóð- arsálina í Góðum íslendingum. Þá snúa Þorleifur Arnarsson og Andri Snær aftur í Eilífri óhamingju sem einnig tekur á stöðu okkar. Oft er verkefnastaða leikhús- anna greind frá þeim nýju erlendu verkum sem á boðstólum eru: á því sviði stendur Borgarleikhúsið sig betur en Þjóðleikhúsið en liðin ár hefur leikhúsið í Skuggahverf- inu eins og Arnar Jónsson kall- aði flaggskip íslenskrar leiklistar fyrir margt löngu staðið dyggi- lega við þá skyldu sína að kynna ný erlend verk en nú er lát á; við Lista- braut munum við í vetur sjá verk eftir David Gieselman hinn þýska og Enda Walsh hinn írska. Að ógleymdu vinsældaverkinu Aug- ust – Osaga Country sem hér verð- ur sýnt undir nafninu Fjölskyld- an. Kynningartexti minnir mest á söguþráðinn úr Blessuðu barna- láni eftir Kjartan Ragnarsson, en líkast til er gamanið grárra. Þetta verðlaunaverk vestan úr Ameríku er þegar á leið á hvíta tjaldið og verður forvitnilegt að sjá hvernig amerískt fjölskylduuppgjör hljóð- ar á okkar tímum og hvernig það rímar við okkar eyju. Leikhússtjórarnir leggja allir ríka áherslu á samtímalegt gildi verkefnaskrárinnar, enda ríkt til- efni til. Krepputímar hafa löngum verið sagðir ýta undir aðsókn að leikhúsum: samvera hóps við ávarp sviðsins sem má þá sjaldnast vera tómt spaug: fastinn sem sækir leik- sýningar og byggir þannig grunn- inn undir rekstur leikhúsanna er að sækjast eftir öðru bragði líka. Hin sundraða fjölskylda, grimm ytri og innri örlög þjóðar; greining á fáránleika samtíðarinnar virðist lenda ofarlega á markmiðalista leikhússtjóranna. Og svo er bara sjá hvernig tekst til: heildarmark- aður miðasölu í atvinnuleikhúsum virðist hafa aukist á þessum ára- tug og vera kominn nærri hálfri milljón seldra miða. Á þessu hausti renna leikhúsin í gruggugt vatn og verður fróðlegt að sjá hvern- ig áhorfendur taka við því mikla framboði sem fram undan er. Og enginn veit um hinn listræna árangur enda verður hann aðeins mældur í huga og hjarta hvers einstaks manns sem leiksýning- ar nýtur þótt sumum gangi vel að smíða hrós sjálfum sér til ágætis að ókönnuðu máli. KHÚSGESTINA Magnús Geir siglir seglum þöndum en velgengni er mönnum hættulegust. Tinna er í nauðvörn eftir gott ár í Borgó en heldur sjó. Farsæl útgerð Maríu þykir sumum rislág en hún lítur til allra átta. Á liðnum árum hefur komið fram nokkur gagnrýni um að stóru leikhúsin telji samstarfsverkefni inni í áhorfendatölum sínum. Þau hafa nú um nokkurt skeið sett svip sinn á verkefnaskrár leikhúsanna: samkvæmt kynningarbæklingi Borgarleikhússins verða þar á boðstólum átta samvinnuverkefni við sjálfstæða leikhópa. Þjóðleikhúsið býður upp á þrjú samstarfsverkefni við sjálfstæða leikhópa. Nyrðra er samstarf um eitt verkefni en frá fyrra ári var samstarf milla LA og LR um Flóna sem líklega malar norðanmönnum enn gull … SAMSTARFSVERKEFNI Lánsfötum flíkað Nokkuð hefur verið áberandi í fjölmiðlaumfjöllun að hinn og þessi leikarinn eða leikstjórinn hafi flutt sig milli leikhúsa eins og í gangi sé eitthvert stríð milli stóru leikhúsanna um mann- skap. Þannig þótti það frétt að Hilmir Snær sem verið hefur lausamaður um langt skeið skyldi fastráða sig í Borgarleikhús þar sem hann mun leikstýra og taka þátt í nokkrum sýningum. Eins var með Ingvar E. Sigurðsson sem hefur starfað í báðum húsunum og að auki verið einn burðarása í sýningarhaldi Vesturports erlendis auk þess að sinna kvikmyndaleik. Borgar- leikhúsið hefur bætt við sig fleiri kröftum: Ilmur Kristjánsdóttir verður í vetur að æfa í Gerplu hjá Baltasar í Þjóðleikhúsinu og leikur þar meðan hún æfir strax á eftir Gauragang í Borgarleik- húsi. Jóhannes Haukur sem var einn af ásum Magnúsar Geirs fyrsta vetur hans í Borgó er nú farinn í Hellisbúann og leggur svo í Gerplu hjá Balta, eins Björn Thors sem átti að verða burðarás í karlaliði Magnúsar. Þannig flyst fólk á milli og þeir sem eru eftirsóttir og með lausa samninga eða fasta og fá sig lausa tímabundið geta ef vel tekst til verið á fullum launum í tveimur húsum. Leikhússtjórar eiga á hættu að sýningarkvöld rekist á og sami maðurinn þurfi að vera í tveimur húsum sama kvöldið. Þetta er þess bagalegra ef sýningarskeiðið er knappt. Ef Gerpla gengur von úr viti á Hverfisgötunni er hætt við að Ilmur leiki lítið í Gauragangi á meðan og Þjóðleikhússtjóri ráði í raun sýningar- skrá Borgarleikhussins. Það fer eftir því hver réði Ilmi fyrst … VISTASKIPTI LEIKARA OG LEIKSTJÓRA Auglýsingabrellur Fyrsta stóra frumsýning ársins er í Þjóðleikhúsinu; Frida eftir Brynhildi Guðjónsdóttur. Lofa kynningarmyndir frá liðnu vori sjónarspili um hin grimmilegu örlög listakonunnar ástsælu. M YN D /Þ JÓ Ð LE IK H Ú SI Ð /E D D I Hin sundraða fjölskylda, grimm ytri og innri örlög þjóðar; grein- ing á fáranleika samtíðarinnar virðist lenda ofarlega á markmiða- lista leikhússtjóranna. M YN D /V ES TU RP O RT FR ÉT TA BL A Ð IÐ /E .Ó L.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.