Fréttablaðið - 22.08.2009, Síða 57

Fréttablaðið - 22.08.2009, Síða 57
9 MENNING ing á sextíu ára afmæli hússins og er það í fjórða sinn sem sagan ratar upp á svið þar í leikbúningi. Hittari Ólafs Hauks Símonarsonar, Gaura- gangur, sem vinsæll var í Þjóðleik- húsinu fyrir áratugum, birtist nú í Borgarleikhúsinu með nýrri áhöfn. Loks gefst Akureyringum tæki- færi til að heyra Rocky Horror sem komið hefur upp í tvígang í Reykja- vík í vinsælum sviðsetningum. Þá má ekki gleyma söngleik Barts, Oli- ver! sem nú verður fluttur í þriðja sinn hér á landi. Hver eru þá nýmælin: í Þjóðleik- húsinu er verk Brynhildar Guðjóns- dóttur um Fridu Kahlo með tónlist Egils Ólafssonar, leikgerð Balt- asars á Gerplu og nýtt verk eftir Braga Ólafsson, Hænuungarnir. Og samstarfsverk Ilmar Stefáns- dóttur, Kristjáns Ingimarssonar, Ólafíu Hrannar og Vals Freys Einarssonar: Af ástum manns og hrærivélar. Nyrðra vekur mesta forvitni leik- gerð Jóns Gunnars Þórðarsonar á kvikmyndasögu Luke Moodysson, Lilja4ever, skondin hugmynd um að taka gamla sakamálasögu sem síðar varð kvikmynd og gera úr henni maraþonsýningu fjögurra leikara sem fara með 139 hlut- verk. Borgarleikhúsið er með stærstu efnisskrána í skjóli þriggja aðgengilegra leiksviða. Þar er margt athyglisvert í boði: hjónin Benedikt Erlingsson og Charlotte Böving leiða spunavinnu í tveimur sviðsetningum: Jesú litla og Bláa gullinu. Nýr höfundur kemur fram, Heiðar Sumarliðason, með verk í sviðsetningu Kristínar Eysteins- dóttur, Rautt brennur fyrir. Vesturportsmenn skoða söguna um Faust í nýju verki og þríeykið Jón Páll, Jón Atli og Hallur Ingólfs- son, heldur áfram könnun um þjóð- arsálina í Góðum íslendingum. Þá snúa Þorleifur Arnarsson og Andri Snær aftur í Eilífri óhamingju sem einnig tekur á stöðu okkar. Oft er verkefnastaða leikhús- anna greind frá þeim nýju erlendu verkum sem á boðstólum eru: á því sviði stendur Borgarleikhúsið sig betur en Þjóðleikhúsið en liðin ár hefur leikhúsið í Skuggahverf- inu eins og Arnar Jónsson kall- aði flaggskip íslenskrar leiklistar fyrir margt löngu staðið dyggi- lega við þá skyldu sína að kynna ný erlend verk en nú er lát á; við Lista- braut munum við í vetur sjá verk eftir David Gieselman hinn þýska og Enda Walsh hinn írska. Að ógleymdu vinsældaverkinu Aug- ust – Osaga Country sem hér verð- ur sýnt undir nafninu Fjölskyld- an. Kynningartexti minnir mest á söguþráðinn úr Blessuðu barna- láni eftir Kjartan Ragnarsson, en líkast til er gamanið grárra. Þetta verðlaunaverk vestan úr Ameríku er þegar á leið á hvíta tjaldið og verður forvitnilegt að sjá hvernig amerískt fjölskylduuppgjör hljóð- ar á okkar tímum og hvernig það rímar við okkar eyju. Leikhússtjórarnir leggja allir ríka áherslu á samtímalegt gildi verkefnaskrárinnar, enda ríkt til- efni til. Krepputímar hafa löngum verið sagðir ýta undir aðsókn að leikhúsum: samvera hóps við ávarp sviðsins sem má þá sjaldnast vera tómt spaug: fastinn sem sækir leik- sýningar og byggir þannig grunn- inn undir rekstur leikhúsanna er að sækjast eftir öðru bragði líka. Hin sundraða fjölskylda, grimm ytri og innri örlög þjóðar; greining á fáránleika samtíðarinnar virðist lenda ofarlega á markmiðalista leikhússtjóranna. Og svo er bara sjá hvernig tekst til: heildarmark- aður miðasölu í atvinnuleikhúsum virðist hafa aukist á þessum ára- tug og vera kominn nærri hálfri milljón seldra miða. Á þessu hausti renna leikhúsin í gruggugt vatn og verður fróðlegt að sjá hvern- ig áhorfendur taka við því mikla framboði sem fram undan er. Og enginn veit um hinn listræna árangur enda verður hann aðeins mældur í huga og hjarta hvers einstaks manns sem leiksýning- ar nýtur þótt sumum gangi vel að smíða hrós sjálfum sér til ágætis að ókönnuðu máli. KHÚSGESTINA Magnús Geir siglir seglum þöndum en velgengni er mönnum hættulegust. Tinna er í nauðvörn eftir gott ár í Borgó en heldur sjó. Farsæl útgerð Maríu þykir sumum rislág en hún lítur til allra átta. Á liðnum árum hefur komið fram nokkur gagnrýni um að stóru leikhúsin telji samstarfsverkefni inni í áhorfendatölum sínum. Þau hafa nú um nokkurt skeið sett svip sinn á verkefnaskrár leikhúsanna: samkvæmt kynningarbæklingi Borgarleikhússins verða þar á boðstólum átta samvinnuverkefni við sjálfstæða leikhópa. Þjóðleikhúsið býður upp á þrjú samstarfsverkefni við sjálfstæða leikhópa. Nyrðra er samstarf um eitt verkefni en frá fyrra ári var samstarf milla LA og LR um Flóna sem líklega malar norðanmönnum enn gull … SAMSTARFSVERKEFNI Lánsfötum flíkað Nokkuð hefur verið áberandi í fjölmiðlaumfjöllun að hinn og þessi leikarinn eða leikstjórinn hafi flutt sig milli leikhúsa eins og í gangi sé eitthvert stríð milli stóru leikhúsanna um mann- skap. Þannig þótti það frétt að Hilmir Snær sem verið hefur lausamaður um langt skeið skyldi fastráða sig í Borgarleikhús þar sem hann mun leikstýra og taka þátt í nokkrum sýningum. Eins var með Ingvar E. Sigurðsson sem hefur starfað í báðum húsunum og að auki verið einn burðarása í sýningarhaldi Vesturports erlendis auk þess að sinna kvikmyndaleik. Borgar- leikhúsið hefur bætt við sig fleiri kröftum: Ilmur Kristjánsdóttir verður í vetur að æfa í Gerplu hjá Baltasar í Þjóðleikhúsinu og leikur þar meðan hún æfir strax á eftir Gauragang í Borgarleik- húsi. Jóhannes Haukur sem var einn af ásum Magnúsar Geirs fyrsta vetur hans í Borgó er nú farinn í Hellisbúann og leggur svo í Gerplu hjá Balta, eins Björn Thors sem átti að verða burðarás í karlaliði Magnúsar. Þannig flyst fólk á milli og þeir sem eru eftirsóttir og með lausa samninga eða fasta og fá sig lausa tímabundið geta ef vel tekst til verið á fullum launum í tveimur húsum. Leikhússtjórar eiga á hættu að sýningarkvöld rekist á og sami maðurinn þurfi að vera í tveimur húsum sama kvöldið. Þetta er þess bagalegra ef sýningarskeiðið er knappt. Ef Gerpla gengur von úr viti á Hverfisgötunni er hætt við að Ilmur leiki lítið í Gauragangi á meðan og Þjóðleikhússtjóri ráði í raun sýningar- skrá Borgarleikhussins. Það fer eftir því hver réði Ilmi fyrst … VISTASKIPTI LEIKARA OG LEIKSTJÓRA Auglýsingabrellur Fyrsta stóra frumsýning ársins er í Þjóðleikhúsinu; Frida eftir Brynhildi Guðjónsdóttur. Lofa kynningarmyndir frá liðnu vori sjónarspili um hin grimmilegu örlög listakonunnar ástsælu. M YN D /Þ JÓ Ð LE IK H Ú SI Ð /E D D I Hin sundraða fjölskylda, grimm ytri og innri örlög þjóðar; grein- ing á fáranleika samtíðarinnar virðist lenda ofarlega á markmiða- lista leikhússtjóranna. M YN D /V ES TU RP O RT FR ÉT TA BL A Ð IÐ /E .Ó L.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.