Fréttablaðið - 22.08.2009, Side 78
46 22. ágúst 2009 LAUGARDAGUR
folk@frettabladid.is
Ljósmyndasýningin From Earth
to the Universe hefst í dag fyrir
framan Hallgrímskirkju. Ljós-
myndirnar, sem floti geimsjón-
auka og stjörnusjónauka á jörðu
niðri hefur tekið, sýna vel hvern-
ig niðurstöður stjarnvísinda geta
á stundum líkst listaverkum.
„Sýningin stendur fram yfir upp-
haf skólaárs og eru kennarar
hvattir til að skoða sýninguna
með bekkjum sínum. Sýningin
mun ekki aðeins höfða til Íslend-
inga, heldur líka þeirra þúsunda
ferðamanna sem staddir verða
hérlendis á meðan hún stendur
yfir,“ segir Sævar Helgi Braga-
son, einn aðstandandi sýningar-
innar og formaður Stjörnuskoð-
unarfélags Seltjarnarness.
Ljósmyndir
úr geimnum
Spjallþáttastjórnandinn Jay
Leno hlakkar til að koma ungum
grínistum á framfæri í nýja
þættinum sínum sem hefst á
sjónvarpsstöðinni NBC 14. sept-
ember. „Ég vona að fólkið verði
frægt og verði boðið að koma
fram í öðrum sjónvarpsþátt-
um,“ sagði Leno, sem hóf feril
sinn sem uppistandari. „Ef ein-
hver myndi segja við mig: „Jay
við ætlum að reka þig og ráða í
staðinn náungann sem þú upp-
götvaðir“ þá yrði það frábært.“
Fyrsti gestur Leno verður Jerry
Seinfeld auk þess sem Jay-Z,
Rihanna og Kanye West taka
lagið. Leno stjórnaði kvöldþætti
sínum í sautján ár þangað til
Conan O´Brien tók við af honum
í júní.
Grínistar fá
tækifæri
LENO OG CONAN Spjallþáttastjórnand-
inn vinsæli Jay Leno byrjar með nýjan
þátt 14. september.
SÆVAR HELGI BRAGASON Sævar hvetur
almenning til að kíkja á sýninguna sem
stendur yfir í einn mánuð.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Hugleikur Dagsson kynnir nýja bók,
Eineygði kötturinn kisi og og ástand-
ið: seinni hluti – Flóttinn frá Reykja-
vík, á Menningarnótt, annars vegar í
Eymundsson, Austurstræti, þar sem
gestir geta komið og myndað kött
sinn með Hugleiki, og hins vegar á
Bakkusi.
„Við eigum eftir að sjá hvernig það
verður. Fólk á að mæta með kettina
sína og fær víst einhvern glaðning,
ég veit ekki einu sinni hvað það er.
Það verður um fjögur um daginn.
Svo klukkan átta um kvöldið verð
ég á Bakkusi ásamt þeim sem sjá
um DVD-tímaritið Rafskinnu.“ Á að
mæta þunnur og leyfa fólki að setja
ketti sína í fangið á þér? „Já, það er
ekkert nýtt.“
„Það væri mjög gott ef einhver
myndi koma með eineygðan kött,
kannski fær sá bónusglaðning. Það er
nú alltaf hægt að setja lepp á köttinn
sinn, reyndar fíla kettir mjög illa að
vera manngerðir á einhvern hátt. Það
getur vel verið að ég finni þarna nýja
karaktera, ég vona það.“
Kápa bókarinnar minnir á Escape
from New York. „Ég reyndi að láta
þetta verða eins líkt því bíómynda-
plakati og ég gat. Það var allan tím-
ann pælingin. Í fyrri bókinni þar sést
Kisi fyrst með þennan lepp og í her-
mannabuxum sem hann hafði aldrei
verið áður í. Ég setti hann í Kurt Rus-
sell-búninginn. Það má alveg gera
það mín vegna, klæða einhvern kött
í Kurt Russell-búning. Ég væri mjög
mikið til í að sjá það.“
Hann segist ánægður með bókina.
„Ég fattaði ekki hvað hún er góð fyrr
en ég las hana þarna fyrst um dag-
inn.“ - kbs
Fær vonandi Kurt Russell kött
KATTAMAÐUR Láttu mynda Hugleik með kött-
inn þinn á Menningarnótt.
> ÞRÁIR TAKE THAT
Lady Gaga segist gjarnan vilja sænga hjá
öllum meðlimum strákahljómsveitarinn-
ar Take That. Söngkonunni finnst
þeir Gary Barlow, Howard Don-
ald, Mark Owen og Jason Or-
ange mjög kynþokkafullir og seg-
ist ekkert myndi hafa á móti því
að fara með þeim öllum í bólið
á sama tíma. Þá fullyrðir Lady
Gaga, sem er 23 ára, að hún sé
ekki skotin í neinum sérstökum,
en nái að lokka alla með sér í
rúmið sem hún hrífst af.
MENNINGARVAKA
HJALTALÍN
BAGGALÚTUR
MEGAS OG SENUÞJÓFARNIR
SIGRÍÐUR THORLACIUS
OG HEIÐURSPILTAR
HJÁLMAR
PASCAL PINON
FALLEGIR MENN
Á INGÓLFSTORGI Á MENNINGARNÓTT
LAUGARDAGINN 22. ÁGÚST KL. 19:30
Bylgjan, Vodafone og N1 kynna flottustu tónleika ársins
Fram koma
Góða skemmtun!