Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 1

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 1
Ágrip af ræðu formanns K. Þ., er hann hjelt á aðalfundi fjelagsins 29. Janúar 1907. »Fjelagið hefur nú lifað og starfað í 25 ár, hvort heldur miðað er við fund að Grenjaðarstað, 26. Sept. 1881, þá er stofnun fjelagsins var undirbúin, eða fund að Pverá í Laxárdal, 20. Febrúar 1882, þá er fjelagið var stofnað, því nafn gefið, Iög samþykkt og fyrsta stjórn þess kos- in: Jakob Hálfdánarson á Grímsstöðum, Jón Sigurðsson á Gautlöndum og Benedikt prófastur Kristjánsson í Múla. A þeim fundi var og Jakob Hálfdánarson ráðinn fram- kvæmdarstjóri fjelagsins, hlutabrjef fjelagsins undirskrifuð, og þá var fyrsta vörupöntun frá útlöndum gjörð í nafni K. P. Mörg samtök og fjelög til kaupskapar hafa myndast hjer á landi, en fá af þeim hafa þó enn náð svo háum aldri, að nemi aldarfjórðungi; er því rjett, á slíkum tíma- mótum, að líta til baka yfir farinn feril, enda mjög venju- legt. Sú kynslóð, sem kom fjelaginu á fót, er nú að smá þoka fyrir annari, sem við tekur, og það stendur svo einkennilega á, að stofnandi fjelagsins og aðalforkóifur á fyrstú árum og stöðugur starfsmaður þess frá-byrjun, Jakob Hálfdánarson, hefur einmitt á þessum tímamótum lagt frá sjer starfið. 4

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.