Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 2

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 2
59 Síðan fór ræðumaður nokkrum orðum um J. H. og minntist stuttlega á aðra af forkólfum fjelagsins, þá sem dánir voru, eða fluttir í burtu og skírskotaði til hinna eldri fundarfulltrúa, um þýðing þessara manna fyrir fjelagið. Pá minntist hann einnig mjög lauslega á fyrstu tildrög fjelagsins: smá verzlunarsamtök í tveimur sveitum, Mývatns- sveit og Reykjadal, og benti á, að þau hefðu verið reglu- legur samvinnufjelagsskapur, þó í smáuni stíl væri. »Eðlilega mun sú spurning vaka fyrir hverjum þeim, sem líta vill til baka yfir kaupfjelagsferilinn: »Höfum vjer gengið til góðs götuna fram eptir veg?« Má svara þessu á fleiri en einn veg, eptir því hvort menn líta á fjelagið sjálft út af fyrir sig, sjálfstæði þess og innbyrðis þroskun, eða á þýðing þess yfir höfuð, beina og óbeina, innbyrðis og út á við. Ætla jeg þá fyrst að koma með örstutt yfirlit viðvíkjandi fyrra atriðinu. 1. Útbreiðsla og fjelagsmannatala. Strax á fyrstu ár- unum fjekk fjelagið þá útbreiðslu, að það mun hafa náð vestan frá Eyjafirði austur að Öxarfjarðarheiði og Dimma- fjallgarði. A fyrsta ári urðu fjelagsmenn um 140 og á næstu árum munu þeir hafa orðið 200 — 250. Um 1890 gengu vestursveitir þingeyjarsýslu frá og stofnuðu sjer- stakt fjelag (Svalbarðseyrarfjelagið) og þá voru menn, austan Jökulsár, gengnir úr fjelaginu að mestu, þó munu starfandi fjelagsmenn eigi hafa fækkað við þetta ofan fyrir 200 að staðaldri. Og síðan skipulag fjelagsins varð fastara, skilyrðin fyrir því að vera fjelagsmaður á- kveðnari og hlunnindi komu til af sjóðeignum fjelags- manna, mun tala þeirra hafa heldur aukizt. Síðustu 13 ár hefur fjelagsmannatala verið á ári frá 183 til 258 og optast frá 220 — 230« (sjá meðfylgjandi skýrslu). „2. Vörumagn útflutt.“ Ræðumaður skýrði frá því í yfir- liti, og -nægir að vísa til skýrslunnar um K Þ. hjer í ritinu því viðvíkjandi. »Af þessu yfirliti er auðsætt, að starfsemi fjelagsins í

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.