Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 7

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 7
64 kaupmennskunnar, og ávöxturinn af þeirri hugsun var stofnun söludeildar K. I3. 1890. Hún var stofnuð til þess, að fullnægja þeim verzlunarþörfum fjelagsmanna, sem fyrirfram pöntun næði eigi til, svo fjelagsmenn þyrfti eigi að hafa kaupmenn fyrir varaskeifu, því síður meira. Síðan 1890 hefur því stjórn K. F\ og fulltrúaráð unnið opinskátt að þessu markmiði. Lög fjelagsins voru endurskoðuð, og sniðin eptir mjög frjálslegu lýðstjórnar- fyrirkomulagi, svo þau samsvöruðu sjálfsforræðis og sam- vinnuhugsuninni til frambúðar. Samábyrgð allra fjelags- manna var lögtryggð og gjörð ótvíræð, bæði í lögum fjelagsins og ábyrgðarskírteinunum, svo að fjelagið stæði sem örugg heild út á við og fengi næga tiltrú. Tiltrú hver til annars innbyrðis höfum vjer borið, fjelagsmenn, frá upphafi og á henni byggt. Tiltrú — samábyrgð — samhugur. það eru innstu og sterkustu taugar sam- vinnufjelagsskaparins. — Ýmisleg meðul eru nú fengin, en þó er eitt mest um vert: Markmiðið er Ijóst og diálfur er auður und hvötum«. Og að lokum vil jeg nú setja mig sem snöggvast í spor aðalstofnanda K. I3., sem því miður er hjer fjar- verandi. í lok hins liðna aldarfjórðungs skilar hann starfi sínu í hendur yngri manna. Hann og hans samverkamenn byrjuðu fjelagsskapinn tómhentir og í myrkri. Með ánægju getur hann nú litið á það, sem fengið er: á eignir fjelagsins og aðstöðu á Húsavík, á lánstraust þess og álit út á við, á sjóðsöfnin, á þekkingarauka í verzlun hjá fjelagsmönnum yfirleitt, á skipulag fjelagsins, á markmið þess skýrt og opin- skátt, nógu hátt og fjarlægt og þó nógu nærtækt; markmið sem NÆST! og ennfremur: áhrif fjelagsins út á við, allt sem það hefur lagfært: i vöruvöndun, i skilvisi manna, í bættum búsmunum, í bættum lífskjörum og margskonar menning. Öllu þessu skilargamli aldarfjórðungurinn hinum nýja, sem tekur til starfa í dag.< Pjetur Jónsson.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.