Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 10

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 10
67 Athugasemdir við skýrsluna um Kaupfjelag Pingeyinga hjer að framan. Við l. flokk. Framan af árum kaupfjelagsins voru engin lögfull skilríki til um það, hver væri fjelagsmaður. Allir þeir, sem gjörðu einhverja vörupöntun, í gegn um deildir fjelags- ins, og áttu eitt eða fleiri af hlutabrjefum þess, voru álitnir fjelagsmenn. En skýrslur um tölu þessara manna eru eigi í höndum fjelagsstjórnar, nema að eins fyrir 4 fyrstu árin. Arið 1894 er ákveðið, að hver fjelagsmaður skrifi undir á- byrgðarskírteini í einhverri deild, og upp frá því er fjelags- mannatalan skýlaus. Optast munu þó nokkuð fleiri hafa haft fjelagsviðskipti og notið fjelagsrjettinda, en löglegir fjelags- menn. Við II. flokk. Mismunurinn á upphæð aðfluttra vara er, að nokkru leyti, sprottinn af'þessu: a. Þegar mest var aðflutt urðu stundum svo miklar vöruleif- ar, að minna þurfti að panta næsta ár. b. Stundum fjekk fjelagið talsvert af timbri, eitt ár í senn, en þá lítið, eða ekkert næstu árin. Mismunurinn er því mjög lítill á hinum almennu nauð- synjavörum, í raun og veru, enda hafa fjelagsmenn flestir verið fastir í rásinni, og hafa sjaldan legið sterkir straumar frá fjelaginu eða að því. Aðfluttar vörur fjelagsins á þessum 25 árum, auk peninga og ávísana, nema rúmlega 1 >/2 miljón króna. Menn geta nú haft mismunandi skoðanir um það, hve mikill hagnaðurinn hafi verið á útlendu vörunni, öll þessi ár. En varla mun neinum manni, sem er vel kunnugur allri verzlun og aðstöðu á þessum stöðvum, geta blandast hugur um það, að hefðu kaupmenn verið hjer einir um hitu, allt þetta tímabil, mundu þessar vörur hafa kostað hjeraðsbúa að minnsta kosti 25 °/o meira, til jafnaðar, en þær kostuðu í pöntun og söludeild, og nemur það fje um 380 þús. kr., auka vaxta. Hjer fyrir utan eru þau áhrif sem kaupfjelagsskap-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.