Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 14

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 14
Kaupfjelag Eyfirðinga. i. Lög fjelagsins. 1. grein. Fjelagið heitir »Kaupfjelag Eyfirðinga«. Heimili þess og varnarþing er á Akureyri. 2. grein. Tilgangur fjelagsins er: a. Að kaupa handa fjelagsmönnum góðar og ósviknar vörur erlendis, ná arðsömum kaupum á þeim með því að kaupa þær í sameiningu fyrir alla fjelagsmenn, og leitast við að gjöra útvegun þeirra sem greiðasta og kostnaðarminnsta. b. Að efla vöruvöndun og koma innlendum vörum í sem hæst verð. c. Að stuðla að útrýming skuldaverzlunar. d. Að safna varasjóð til tryggingar fyrir framtíð fjelagsins. e. Að stuðla að útbreiðslu og eflingu sams konar fjelaga hjer á landi og koma sjer í samvinnu við þau. 3. grein. Til þess að fjelagið hafi ávalt nægilegt veltufje, skal stjórn þess taka bankalán í umboði fjelagsins, og ábyrgj- ast allir fjelagsmenn, samkvæmt 15. og 21. grein, »in solidum« sjerhverjar þær skyldur og skuldbindingar, er af þeirri lántöku leiða.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.