Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 15

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 15
72 4. grein. Inngöngu í fjelagið fá bæði konur og karlar, án tillits til stöðu eða heimilis. 5. grein. Um inngöngu í fjelagið skal sækja skriflega til fjelags- stjórnarinnar. Hefur hún vald til að neita innsækjanda um inngöngu í fjelagið, ef henni virðist ástæða til þess. ó. grein. Við inngöngu í fjelagið greiði hver maður tvær krón- ur, er renna í varasjóð fjelagsins. Enn fremur skal hann, til þess að fá tiltölulega hlut í ágóða fjelagsins, rita nafn sitt undir fjelagslögin. Pó er hann háður lögum fjelags- ins, eins og þau eru nú eða eins og þeim kann að verða breytt síðar á löglegan hátt, jafnvel þótt hann hafi eigi ritað nafn sitt undir þau. 7. grein. í sölubúð fjelagsins skal ávalt vera nafnaskrá yfir alla fjelagsmenn. Skal þess gætt, að nýir fjelagar sjeu teknir upp á skrána og þeir strikaðir út, er hafa gengið úr fjelaginu. 8. grein. Úrsögn úr fjelaginu skal vera skrifleg til fjelagsstjórn- arinnar, sem þá gefur úrsegjanda skriflega viðurkenningu fyrir, að hún hafi tekið á móti úrsögn hans. Úrsegjandi ber þó ábyrgð á öllum skuldbindingum fjelagsins ásamt fjelagsmönnum, þar til yfirstandandi ársreikningar fje- lagsins eru fullgjörðir og endurskoðaðir. Sýni reikning- arnir gróða eða tap í fjelaginu, tekur úrsegjandi sinn þátt í hvoru sem er, eins og fjelagsmenn. 9. grein. Nú deyr fjelagsmaður og eiga þá erfingjar hans tilkall til þeirra fjármuna, er hann kann að hafa átt í fjelaginu,

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.