Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 16

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 16
73 en enginn þeirra — nema ekkja — getur orðið fjelags maður í stað hins látna, nema sem nýr fjelagi. 10. grein. Sá fjelagsmaður, er ekki kaupir vörur í fjelaginu fyrir minnst tuttugu króriur yfir árið, skal eigi fá hlutdeild í ágóða fjelagsins það ár. Nemi verzlun hans eigi fimm krónum yfir árið, skal hann álitinn genginn úr fjelaginu. 11. grein. Fjelagsmaður getur sætt brottrekstri úr fjelaginu, ef tillaga um það kemur fram á aðalfundi fjelagsins og tveir þriðju hlutar fundarmanna samþykkja, að hann sje gjörður fjelagsrækur. 12. grein. Hver sá, er segir sig úr fjelaginu, eða fer úr því á annan hátt, missir um leið allt tilkall til varasjóðsins og annara eigna fjelagsins. 13. grein. Aðalfund skal fjelagið halda fyrir Marzmánaðarlok áy hvert, nema sjerstök forföll banni, og aukafundi þegar stjórn fjelagsins eða minnst einn fjórði hluti fjelags manna æskja þess. A fundinum eiga sæti fulltrúaráð fjelagsins, stjórn þess og endurskoðunarmenn. Fulltrúa- ráðið skipa kjörnir menn, einn fyrir hverja tíu fjelags- menn, og skulu þeir kosnir til eins árs í senn. Skal fje- laginu skipt í kjördeildir og ákveður aðalfundur stærð þeirra og takmörk. Við kosningu fulltrúa skulu fimm eða fleiri fjelagsmenn, sem eru umfram tug eða tugi fjelagsmanna í kjördeild, teljast sem heill tugur; færri en hálfur tugur takast eigi til greina. Heimilt er öllum fjelagsmönnum að koma á fundi og hafa þar málírelsi og tillögurjett, en eigi atkvæðisrjett. Stjórn fjelagsins má eigi greiða atkvæði í þeim málum, er snerta gjörðir hennar sjálfrar.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.