Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 17

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 17
74 Aðalfundur hefur æðsta úrskurðarvald í öllum fjelags- málum, ræðir öll almenn fjelagsmál, sem fyrir koma, og gjörir þær ákvarðanir um reglur og starfsemi fjelagsins, sem þörf er á. Aðalfundur er lögmætur ef tveir þriðjungar atkvæðabærra fjelagsmanna eru á fundi, en lögmætir skulu aðrir fundir, þótt eigi mæti fleiri en fullur helmingur þeirra. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á fjelagsfundum nema þar, sem lög þessi mæla fyrir á annan hátt. Oski einn eða fleiri fjelagsmenn að eitthvert ákveðið málefni verði tekið til umræðu á aðalfundi, skal formanni fjelagsins tilkynnt það, að minnsta kosti fjórtán dögum áður. 14. grein. Aðalfundur kýs fimm manna stjórn: formann og fjóra meðstjórnendur, og sje einn þeirra varaformaður. Kosn- ing meðstjórnenda gildir til tveggja ára í senn. Arlega skulu tveir ganga úr stjórninni; í fyrsta sinn ræður hlut- kesti. Formaður skal eigi láta af starfi sínu nema með sex mánaða fyrirvara frá annarshvors hálfu, hans eða fjelagsins. Hver fjelagsmaður er skyldur að taka kosn- ingu sem meðstjórnandi. Kjósa má þá aptur, sem hafa ent út kosningartíma sinn, en eigi eru þeir skyldir að taka endurkosningu fyr en eptir tvö ár. 15. grein. Stjórn og framkvæmd fjelagsmála milli funda er í höndum stjórnarinnar. Hún kveður til allra funda fje- lagsins og leggur þar fram þau málefni, er hún eða aðrir fjelagsmenn óska að sjeu rædd á fundi. Hún hefur á hendi allar framkvæmdir á ályktunum fjelagsfunda. Hún sjer um kosningu fulltrúa í kjördeildunum, og gengst fyrir, ef henni þykir nauðsyn bera til, að pantanir fari fram að einhverju leyti og tekin sjeu af fjelagsmönnúm vöruloforð. Falið getur hún einhverjum fjelagsmanni í hverri kjördeild að annast þetta fyrir sína hönd. Hún á- kveður útsöluverð á vörum fjelagsins, en felur formanni 5

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.