Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 19

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 19
76 un fyrir störf sín í þarfir fjelagsins eptir reikningi, er leggist fyrir aðalfund til úrskurðar. 18. grein. Reikningsár fjelagsins er almanaksárið. Eptir að greidd eru laun starfsmanna fjelagsins og annar kostnaður við rekstur þess, skal draga 5 % frá árságóða fjelagsins og leggja það fje í varasjóð. Ska stjórn fjelagsins ávaxta fje varasjóðs á fulltryggan hátt. Heimilt er stjórninni að færa allt að 10 % af ágóðanum yfir í næsta ársreikning. Að öðru leyti skal ágöða fje- lagsins skipt milli fjelagsmanna hlutfallslega við vöruút- tekt þeirra í fjelaginu yfir árið. 19. grein. Hver fjelagsmaður skal árlega leggja að minnsta kosti helminginn af árságóða sínum í sjóð, er nefnist stofn- sjóður fjelagsins, og skal það fje ávaxtast með jafnháum vöxtum og annað veltufje fjelagsins. Vextirnir Iéggjast við höfuðstólinn um hver áramót. Deyi fjelagsmaður eða flytji burt af fjelagssvæðinu, eða bú hans sje tekið til gjaldþrotaskipta, eða hann fái fátækrastyrk, þá skal fjelaginu skylt að borga út innstæðu hans í stofnsjóði. Að öðru leyti er stofnsjóðsfje óuppsegjanlegt og verður ekki selt nje fargað á annan hátt, nema fjelagsstjórn samþykki, enda hafi fjelagið forkaupsrjett að eigninni og aldrei sje hún seld utanfjelagsmanni. Fje stofnsjóðs skal notað sem veltufje fjelagsins. Aldrei má borga út stofnsjóðseign fyr en eigandi hefur innt af höndum allar fjármunalegar skyldur og skuldbindingar, er á honum hvíla sem fjelagsmanni. 20. grein. Aðalfundur kýs tvo endurskoðunarmenn og einn til vara, til þess að rannsaka öll reikningsskil formanns fyrir fjelagsins hönd og gjöra ákveðnar tillögur um þau, 5*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.