Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 24

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 24
81 Þær vonir, er menn gjörðu sjer um góðan árangur af breytingunni á fyrirkomulagi »Kaupfjelags Eyfirðinga« hafa fyllilega ræzt. Sá tími, sem það hefur starfað, með hinu nýja fyrirkomulagi, er að vísu ekki langur, og því ekki um mikla reynslu að tala, en hann bendir ótvíræð- lega á, að hjer sje haldið í rjetta átt. Frá því um miðjan Maí, síðast liðinn til ársloka seldi fjelagsverzlunin útlendar vörur fyrir rúmlega 28 þúsund krónur. Þár af keyptu utanfjelagsmenn fyrir nálægt 6 þús. kr., en næsta ár á undan breytingunni nam við- skiptavelta fjelagsins að eins 8 þús. kr. Verzlunarágóðinn, sem skiptist milli fjelagsmanna, varð 8 °/o, og var helmingur hans lagður í stofnsjóð, samkvæmt fyrirmælum fjelagslaganna (sbr. 19. gr.). Við síðast liðið nýár var tala fjelagsmanna 186, en full 200, þegar þetta er ritað. Vörur í vörzlum fjelagsins, við nýár í vetur, námu rúmlega 10’/2 þús. kr. en í lok Febrúarmánaðar mun hafa verið seldur hjer um bil helmingur þeirra. Flestar innlendar vörur tekur fjelagsverzlunin hjá fje- lagsmönnum með áætluðu verði, og sendir þær síðan til útlanda, í umboðssölu, á ábyrgð hlutaðeigenda. Viðskiptamenn fjelagsins, erlendis, voru margir síðast liðið ár. Var leitast fyrir um að komast í sem bezt við- skiptasambönd, og mun fjelagið, í framtíðinni, skipta við þá menn, sem reynslan bendir til að sje heppilegast. Framtiðarhorfur fjelagsins eru nú betri en þær hafa verið um mörg undan farin ár. Viðskiptavelta þess fór minnkandi, ár frá ári, og aðalfundur þess 1906 leit svo á, að fjelagið sundraðist og hyrfi því bráðlega úr sög- unni ef reynt yrði að halda því saman framvegis, á lík- an hátt og áður hafði verið gjört. Og það áleit hann mjög illa farið. Prátt fyrir alla sína galla hafði fjelag þetta unnið mikið gagn og það hefði verið spor aptur á bak að Iáta fjelagið líða undir Iok. En, Eyfirðingar stigu sporið áfram.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.