Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 28

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 28
85 vissulega stundurn nokkuð einkennilegur íslenzki þjóðar- metnaðurinn. Hjer vanta naumast vængjatök sterkra og fjörugra hug- sjóna, en hitt má nokkuð til sanns vegar færa, að vjer kunnum miður ganginn, niðri á jörðunni, og höfum þá eigi heldur nógu æfðan næmleik, til að sjá og hagnýta hið smáa, sem hjá leiðinni liggur. Ýmsir munu telja það til, að dagblöð vor og tímarit sjeu hjer á vaðbergi og komi með margan góðan drátt- inn; en bæði er þess að gæta, að ekkert dagblað nje tímarit hefur gjört þau atriði, sem hjer ræðir um, að sjerstöku ætlunarverki sínu, þar verður þetta því í mol- um, og hvergi er að vissu safni að ganga; og 'svo lesa fæstir nema fátt eitt af blöðunum. Úr þessu vill tímaritið bæta, eptir beztu föngum, og væntir þar góðs stuðnings hjá almenningi. Tímaritið vill eigi marka hjer verksviðið sjerlega þröngt. Fyrst og fremst óskar það að geta skýrt frá allri nýbreytni, er beinlínis snertir samvinnufjelagsskap, en jafnframt vill það geta skýrt frá hverju því, er til umbóta horfir í þeim undirstöðuatriðum og atvinnugreinum, sem sam- vinriufjelagsskapurinn byggist á, eða styðst við. Þá verður, að vísu, verksviðið nokkuð stórt, en eigi ósam- ræmislegt, frekar en rótin og blómið hjá jurtinni. Hjer á eptir verður gjörð tilraun í þá átt, sem að framan er bent til, og þá ýmist komið með það, sem ritið hefur aflað sjer beinlínis, eða er á víð og dreif annarsstaðar. I. Enn um Kaupfjelag Eyfirðinga. Stærsta og gagngjörðasta nýbreytnin, sem fram hefur komið í kaupfjelagsskapnum hjer á landi, nú um all- langt skeið, hefur átt sjer stað hjá Kaupfjelagi Eyfirð- inga, á um liðnu ári. í þessu hepti er því ítarieg grein gjörð fyrir skipulagi og starfsemi fjelagsins. Lög fjelags-

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.