Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 29
86
ins eru prentuð, eins og þau gilda nú, og af þeim sjest
bezt stefna fjelagsins og skipulag. Pá hefur og tímaritið
fengið skýrslu um fjelagið, frá formanni þess, sem prentuð
er hjer aptan við lögin. Þetta hvorutveggja var fengið áður
en ritstjóri tímaritsins sá bendingu þá, sem ritið fær í
32. tölublaði Norðurlands, 14. Marz, þ. á. viðvíkjandi
þessu atriði. Þegar fyrsta hepti tímaritsins var albúið til
prentunar, síðast í Nóvember f. á., var ekki kostur á að
segja neitt ítarlegt um Kaupfjelag Eyfirðinga. Slíkt var
eigi hægt fyr en eptir aðalfund fjelagsins í Febrúar þ. á.
°g því geymt þessu hepti. Er svo að sjá, sem Norður-
land hafi eigi gætt þeirra atvika, sem hjer lágu fyrir,
sem þó hefði átt að vera vorkunnarlaust, og annars
hefði getað komið í veg fyrir ómaklega athugasemd og
eyðuspádóm frá hálfu blaðsins, þar sem hjer ræðir aö
eins um mismunandi skoðun á því, hve nær hœgt vœri
að fá þær upplýsingar um fjelagið, sem verulega þýð-
ingu hefði að auglýsa. í því atriði gæti formaður fje-
lagsins verið bezta vitnið.
Eins og sjá má af lögum fjelagsins eru aðalbreytirig-
arnar fólgnar í þessum tveimur meginatriðum:
Einstakir menn mega aldrei skulda í fjelaginu og
verzlunarágóðanum er fyrst skipt við lok reikningsársins.
Með sjerstökum ákvæðum skipa lögin, að öðru leyti,
fyrir um meðferð árságóðans. Ofur lítið er lagt í al-
mennan varasjóð; nokkuð má færa yfir í næsta árs
reikning (til tryggingar vaxtatapi, verðfalli á vörum m. fl.)
en meiri hlutanum er svo úthlutað til þeirra fjelagsmanna,
er hafa verzlað fyrir, að minnsta kosti 20 kr. á árinu við
fjelagið, þó á þann hátt, að helmingurinn er Iagður í
stofnsjóð — til að safna veltufje — og geymist þar sem
vaxtaeign fjelagsmanna, en hinn helmingurinn er bein-
línis afhentur, og verður sá hlutinn þá hinn eiginlegi
handbæri ársarður af fjelagsviðskiptunum.
í flestum, eða öllum kaupfjelögum hjer á landi, er
megnið af aðkeyptum vörum pantað fyrir fram af fje-