Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 31

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 31
88 hefir verið vanþörf á, enn sem komið er. Það er ekki rjettmætt að kalla þessa aðferð kaupfjelaganna vöruskipta- verzlun, þar sem vörur fjelaganna eru seldar gegn pen- ingum í útlöndum, en kaup á erlendum vörum fara fram gegn peningaborgun, hjá öðrum mönnum, og á öðrum tímum. Hvorki hjá Kaupfjelagi Eyfirðinga, nje öðrum kaupfjelögum, er því rekin vöruskiptaverzlun. Skulda- verzlunin, svo kallaða, kemur þessu atriði ekkert við, í sjálfu sjer. Þeir menn skulda verzlunum, opt og einatt, bæði hjer og erlendis, sem annaðhvort hafa aldrei nein- ar vörur til, eða leggja þær þá ekki inn í skuldareikn- ingana. Eins og til hagar á Norðurlandi var, að sjálfsögðu, hægast að gjöra tilraun með kaupfjelagsverziu'n, gegn borgun út í hönd, í grennd við Akureyri. Þar tíðkast það nokkuð, nú orðið, að kaupa innlendar vörur gegn peningum; þar eru bankaútbúin við hendina; þar er peningastraumurinn örastur og samgöngur á sjó einna skárstar. Ymsir áreiðanlegir menn ættu að geta haft reikningslán hjá útbúum bankanna, og á þann hátt greitt sjer viðskiptaveg til kaupfjelagsverzlunarinnar. Það var því heppilegt að Eyfirðingar riðu hjer á vaðið, og það þess heldur, sem þeir gátu fengið ungan og efni- legan áhugamann fyrir fjelagsformann, sem hafði kynnt sjer kaupfjelög og samvinnufjelög í Danmörku. Fjelagið hefir og náð í mjög góða verzlunarlóð í miðbænum á Akureyri, og þó fjelagsbúðin sje engin höll, enn þá, er þar allt í góðri röð og reglu; vörurnar vandaðar og smekklegar og vel við alþýðu hæfi. Þessi fjörkippur, sem Kaupfjelag Eyfirðinga hefir tekið, verður fjelaginu eflaust til frambúðarheilla, ef vel er á haldið. Um það sýnast hjeraðsbúar einnig sannfærðir, því fjöldi góðra bænda innhjeraðsins eru nú meðlimir og styrktarmenn fjelagsins. Nokkrir góðir borgarar í bænum eru og fjelagsmenn og þeim fjölgar, vonandi, ef sæmilega gengur fyrir fjelaginu. í alvöru sagt, sýnist

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.