Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 36

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 36
93 V. Ný kaupfjelög;. Svo virtist uni tíma, báðum megin við síðustu alda- mót, að kaupfjelagsskapurinn væri fremur í hnignun, hjer á landi. Fjelögum mun þá hafa heldur fækkað; þau, sem hjeldu áfram, voru í ýmis konar kreppu og af hálfu kaupfjelaganna var þá miklu framar um vörn en sókn að ræða í málinu. Nú sýnast tímarnir breyttir í þessum efnum. Er það varla efa bundið, að auk þess sem það vakti traust manna á fjelögunum, að þau stóðust þolanlega ýms áföll og harðrjetti, eins og opt hefir einkennt íslenzka alþýðu, þá hefir samvinnufjelagshugmynd kaupfjelaganna fengið hinn bezta byr undir vængi, þegar samtök með stofnun rjómabúa fóru að fá almenna útbreiðslu, því flestir sáu að hjer var sami ættstofninn. Alþingi hefir og viðurkennt að þessar samvinnuhreyfingar eigi stuðn- ing skilið, þó meira mætti þar að gjöra, og fyllstu líkur sjeu til þess, að sá tími og fje, sem til þessa gengur hjá þinginu beri betri ávexti en flest annað. Pví miður verður eigi hægt, í þessu hepti, að sýna með áreiðanlegum tölum, hvernig kaupfjelögin standa nú að vígi. Tímaritið sendi öllum kaupfjelögum á land- inu, sem það vissi um (13 að tölu), mjög ýtarlegar fyrir- spurnir í Nóvember f. á. Svör eru fengin frá nokkrum þeirra en ekki nógu mörgum til þess að hægt sje að koma fram með sameinaða hagfræðilega skýrslu um fje- lögin, að svo stöddu. f*að, sem fengið er hjer af skýrsl- um bendir ótvírætt til þess, að hinum eldri kaupfjelög- um hafi farnazt vel hin síðari árin: áhuginn hefir vaxið, viðskiptaveltan aukizt og fjárhagurinn batnað. Petta mun vera hið almenna, þó undantekningar kunni að eiga sjer stað. Eptir því sem ísafold skýrir frá, ó. Febr. þ. á., hafa tvö ný kaupfjelög verið stofnuð á Suðurlandi, nú um miðsvetrarleytið. Taka þau væntanlega til starfa á þessu ári.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.