Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 38

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 38
95 þess að sýna það fyllilega, að kaupfjelög gætu komið í stað kaupmanna. Pantanir, sem gjörðar eru alllöngum tíma fyrir fram, geta aldrei verið fullnægjandi, af ýmsum ástæðum. Stundum vantar áreiðanlegan gjaldeyrir, þegar pöntun er gjörð, en úr því getur raknað þegar tíminn líður; menn geta sjaldnast vitað til fulls um allar sínar vöruþarfir, löngu fyrir fram. Ef allt ætti að panta, yrði vörufjöldinn ákaflega mikill; smáskiptingin, og allar þær skýrslur og bókfærsla er þessu hlyti að fylgja, yrði næst- um því ókleift verk. Menn yrðu því, nauðugir, viljugir, að óska eptir kaupmönnunum og leita til þeirra. Menn sáu, að þessi tvískipting hlaut að auka hvarfl og hálfleik fjelagsmanna. Starfsemi kaupfjelaganna tók því suinstaðar þeirri breytingu, að jafnhliða pöntuninni var stofnuð söludeild, og var sú grein fjelagsskaparins með líku sniði og kaupfjelag Eyfirðinga er nú. Vörur í söludeildinni voru seldar bæði fjelagsmönnum og öðrum, gegn borgun út í hönd. Afbrigði frá þeirri reglu voru á ábyrgð forstöðumannsins. Verðlag á vörunni var haft lágt, og árságóðanum skipt meðal fjelagsmanna einna saman, og þá farið, að mestu eptir viðskiptamagni hvers eins við söludeildina. Ágóðinn var allur lagður í stofn- sjóð, til að afla veltufjár, en vextir borgaðir eigendum, [aegar tímar liðu. Á þennan hátt var aðferðin í kaupfjelagi Pingeyinga. í því fjelagi hefir söludeildin haft með höndum nálægt ’/3 af ársveltu fjelagsverzlunarinnar, hin síðari árin. Petta fyrirkomulag hefir gjört fjelagið sjálfstæðara í verzl- unarefnum, en tvískiptingin hefir orðið fjelaginu dýr og fyrirhafnarsöm og ágóðinn af söludeildinni orðið iítill, sum árin, þó allmikið fje hafi safnazt yfir allt tímabilið. Pau kaupfjelög, sem um nokkuð langan tíma hafa haft söludeild, jafnhliða pöntun, eru: Kaupfjelag Ping- eyinga, kaupfjelag Steingrímsfjarðar og Pöntunarfjelag Fljótsdæla, ef til vill fleiri. Kaupfjelag Skagfirðinga hefir nýlega stofnað söludeild,

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.