Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 39

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 39
96 og nú kvað Kaupfjelag Norður-Þingeyinga vera að koma á fót fastri söludeild, sem áður hefir verið þar nokkur vísir til. Sú skoðun er áreiðanlega að ryðja sjer rúm, að kaup- fjelögin þurfi að hafa vörur til sölu, eða stofna sölu- deildir. Nokkrir vilja eingöngu hafa söludeild, aðrir sölu- deild í sambandi við pantanir. Mjög víða mun aðstaða bænda, búnaðarhættir, efnahagur og fl. vera á þann veg að hentast sje að hafa hvorutveggja: pöntun og sölu- deild, að svo vöxnu máli. Pó þetta sje ekki hárrjett, eptir útlendum fyrirmyndum, þarf það eigi að vera úal- andi sökum þess eins. Þar sem hins er góður kostur: að hafa eingöngu söludeild er eðlilegt að sá vegur sje farinn. Hitt virðist einsætt, að pantanir einar saman dugi kaupfjelögunum ekki til þess, að þau geti orðið verulega sjálfstæð, fullnægt þörfum viðskiptamanna sinna og fet- að sig, með nægum hraða, í þá átt, að ná yfirtökunum á verzlun landsins. VII. Sparisjóðir, í sambandi við kaupfjelög og samvinnufjelög. í lögum kaupfjelags Eyfirðinga, sem prentuð eru hjer að framan, er ákveðið, að fjelagið skuli koma á fót spari- sjóðsdeild. þetta er að líkindum nýmæli í íslenzkum kaupfjelagslögum. En þó svo sje má óhætt fullyrða, að nýbreytni þessi er hin þarfasta. Petta virðist liggja í hlut- arins eðli, þegar málavextir eru athugaðir, en jafnframt því vill svo vel til, að tímaritið getur skýrt frá nokkurri reynslu, hjer innan lands í þessu máli, þó sú reynsla hafi ekki verið fyrirskipuð í fjelagslögum. Kaupfjelag Pingeyinga hefir, um allmörg undan farin ár, haft sparisjóðsdeild, og hefir á þeim tíma safnazt saman eigi svo lítið fje. Nú um síðast liðin áramót var sparisjóður fjelagsins orðinn um 12 þús. kr. Fje þetta hefir verið á ábyrgð fjelagsheildarinnar, og fyrst framan af var það notað sem veltufje handa fjelaginu. Nú hin síðustu árin, þegar fjelaginu bættist annað veltufje, hafa

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.