Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 40

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 40
97 einstakir menn fengið lán úr sparisjóðnum, eptir þeim reglum, sem venjulega gilda um lántökur hjá opinberum peningastofnunum. Eru það einkum kaupfjelagsmenn sem þessi lán hafa fengið. Sjerstök reglugjörð fyrir sparisjóðs- deildina, í 11 greinum, var samþykkt á fulltrúafundi fje- lagsins fyrir 10 árum. Pessi reglugjörð hefir verið endur- skoðuð í vetur og má telja víst að hin nýja reglugjörð verði samþykkt á fulltrúafundi fjelagsins í vor, og verð- ur hún mjög lík því, sem sparisjóðslög eru venjulega. Petta fyrirkomulag hefir reynzt hið affarasælasta. Stjórn og framkvæmd engum vandkvæðum bundið. Vextir af innstæðum hafa verið heldur hærri en venjulegt er við sparisjóði, og hefir það átt nokkurn þátt í því að auka innlög manna. F*egar litið er á innstæðuskrá samlagsmanna í spari- sjóði Kaupfjelags F’ingeyinga, er það kunnugum manni auðsætt, að þar er mörg fjárhæðin geymd og ávöxtuð, sem allar Iíkur eru til að annars hefði gengið í súginn, eða ekki verið handbær, þegar sannarleg þörf kallaði að. Fjelagið hefur, sjer að meinalausu, getað breytt vörum fjelagsmanna í sparisjóðsinnstæðu og á sama hátt náð inn ýmsum vaxtalausum smáskuldum, með millifærslu í reikningum. Stjórn sjóðsins hefir getað orðið mjög ódýr og þetta flest hefir fengizt sökum sambandsins við kaup- fjelagið. Enn má telja það, að nokkrir einstakir fjelags- menn hafa fengið lán úr sjóðnum, til fjelagsviðskipta, sem annars hefðu orðið að skulda fjelaginu eða þá minnka þar viðskipti sín. F*á hefir og mörgum manni orðið það hægðarauki, hjer í landsveitunum, að hafa aðgang að peningastofnun, skammt frá heimili sínu, og þurfa því ekki að sækja hvert lítilræði yfir langan veg með tölu- verðum tilkostnaði. Prátt fyrir bankastofnanir þær, sem nú er aðgangur að í landi voru, þarf að leggja alvarlega rækt við spari- sjóðina. Peir ættu að vera í hverju sveitarfjelagi, en þó einkum í sambandi við samvinnufjelögin.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.