Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 42

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 42
99 auðsafna og sjergróðafjelaga, að þenja áhrif sín og völd út yfir allan iðnað og framleiðslu og ná þar svo föstum tökum, sem verða má. Það hefir mjög glögglega komið í Ijós í einum hrepp, hjer í Þingeyjarsýslu, þar sem er samvinnufjelag og spari- sjóður, að þessar stofnanir leiðast fljótlega til samvinnu. Rjómabúið í hreppnum hefir reikningslán hjá sparisjóðn- um, til ýmsra útborgana, og eru að því mikil þægindi. Aptur getur rjómabúið látið menn fá ýmsa vinnu og verið viðskiptamiðill í ýmsum greinum. Pað gerir mönn- um auðveldara að ná í peninga, til innleggs í sparisjóð- inn, þegar tök eru á því. Bankarnir eru ekki einhlítir. Stundum er peningaskortur hjá þeim; það er langt til þeirra að sækja fyrir margan mann og lántökur talsverðu umstangi bundnar, þó um smálán sje að ræða, enda eru útbú þeirra á of fáum stöðurn; þeir komast eigi yfir það að vera nógu almennir og hollir kennifeður; þeir gefa ekki hinum smærri fjelög- um, upp til sveita, nægilegt byggingarefni, nema spari- sjóðir sjeu þar jafnframt til aðstoðar. VIII. Samvinna með sjávarútveg. Frá samvinnu með sjávarútveg hefur tímaritið fátt að segja. Víðsvegar hafa risið upp smá hlutafjelög á síð- ustu missirum, til að kaupa vjelabáta til fiskiveiða, en enginn nefnir neinn samvinnufjelagshug meðal hinna einstöku hlutafjelaga, þó þau sjeu kann ske mörg í sömu veiðistöðinni. Einu samtökin sem hjer sýnast fara í breytta og bætta stefnu eru í fjelagi því í Reykjavík, sem Iætur hið nýja gufuskip sitt, Jón forseta, ganga til fiskiveiða. Fjelagið hvað vera sameignarfjelag en ekki venjulegt hlutafjelag. Hjer er um stórt fyrirtæki að ræða og breyting á sjávar- útveginum, sem vonandi er að vel fari að stofni*. Osk- andi er og að fjelagið beri gæfu til að ryðja samvinnu- * Skipið, með öllum útbúnaði til veiða, kostaði rúmlega 150 þús. kr.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.