Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 45

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 45
102 var auðsætt að rjómabúið gæti haft nokkurt gagn af þessari aukabygging, þó þar færi eigi fram ostagjörð, þar væri þá hægt að geyma eldivið og ýmislegt fleira fyrir búið. A næsta vori var svo ostaskálinn reistur, nokkra faðma frá mjólkurskálanum. Gólfmál skálans er 4x5 álnir: torf- veggir eru á þrjár hliðar, en timburþil á eina hlið; þak úr torfi. Pannig upp kominn, með allra nauðsýnlegustu áhöldum kostaði skálinn um 85 kr. Hjer til frádráttar komu framlög fjelagsmanna, í vinnu og verði, 64 kr. Mismunurinn var borgaður úr stofnunarreikningi. Skálinn reyndist fremur rúmlítill, þó |3að yrði eigi störfunum verulega til fyrirstöðu. Pegar svo rjómabúið tók til starfa, sumarið 1906, var jafnframt byrjað á ostagjörðinni. í byrjun var fengin kona, seni kunni vel til ostagjörðar, til að kenna verkakonum búsins þetta starf, og vera þeim til aðstoðar, meðan mest var um önnur störf á búinu, en þessa þurfti eigi með nema hálfa þriðju viku. Upp frá því önnuðust starfs- konur búsins ostagjörðina, að öllu, og var henni haldið áfram þangað til búið hætti. Nokkru ?f ostinum var skipt, nálægt miðjum starfstímanum, og fluttur heim til eigenda. A sama hátt var farið með það, sem til var af ostum, þegar búið hætti. Nálægt 80 pd. voru seld af ostinum til Akureyrar, fyrir peninga, sem verja mætti til ýmislegra útgjalda vegna fyrirtækisins. Allur sjerkostnaður við ársrekstur þessa fyrirtækis varð í þetta skipti um 37 krónur. Þar með er ekki talin vinna verkakvenna búsins sjálfs. Allt annað er tekið til greina: kostnaður kennslukonunnar, eldiviður, ostalitur, ostahleyp- ir og salt, sem telja varð rjómabúinu sjálfu óviðkom- andi. Mysan var flutt heim til fjelagsmanna, optast mikið í senn til hvers eins, svo hægra væri að sjóða úr henni mysuost, sem víðast hvar mun hafa verið gjört. Meiri hluti mjólkurostanna reyndist ágætlega, og töldu

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.