Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 46

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 46
103 menn þá jafngilda ostum úr nýmjólk einni saman. Nokk- rir misheppnuðust töluvert — urðu lausir í sjer. Hyggja menn að þetta hafi stafað af misfellum í meðferð og útbúnaði, sem úr megi bæta framvegis. Búið starfaði, þetta um rædda sumar, í 9 vikur. A þeim tíma voru flutt að búinu 12,708 pd. af rjóma og fengust úr honum 3,443 af smjöri og 725 pd. af mjólkur- osti. i reikningum fjelagsmanna voru áfirnar eður rjóma- pundin færð til innleggs, með jöfnu verði hjá öllum, en ostur sem menn fengu, aptur færður til útgjalda, með til teknu verði. Á þann hátt jafnaðist mismunur sá, er kom fram við það, að ostunum var að eins úthlutað í heilu lagi, til hvers eins, eptir ágizkun um efnisframlag. Ofurlítið var geymt af verði seldu ostanna til uppbótar handa þeim mönnum, sem fengið höfðu lökustu ostana. í ársreikning rjómabúsins sjálfs gengu og 20 kr. Næsta sumar er búist við að halda ostagjörðinni áfram, á líkan hátt og sumarið 1906. Að vísu munu fjelags- menn, yfirleitt, eigi hafa getað gjört sjer alveg nákvæma grein fyrir því, hvernig fyrirtækið hafi borið sig, en flest- ir telja víst, ef viðunandi lag verður á ostagjörðinni, þá sje þessi nýbreytni til mikilla bóta, frá því sem áður var. S.J.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.