Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Side 48
105
í Vestur-Skaptafellssýslu.............................. 1
- Rangárvallasýslu..................................... 5
- Árnessýslu...........................................12
- Kjósarsýslu.......................................... 2
- Borgarfjarðarsýslu................................... 3
- Mýrasýslu............................................ 1
- Dalasýslu............................................ 1
- Húnavatnssýslu....................................... 2
- Skagafjarðarsýslu.................................... 2
- Eyjafjarðarsýslu..................................... 2
- Suður-Þingeyjarsýslu................................ 3
34
í þessu hepti tímaritsins er prentuð skýrsla um hin 5
síðast töldu rjómabú, og virðist þá einnig vel við eiga
að skýra nokkuð gjörr frá starfsemi þeirra og þeim örðug-
leikum er þau hafa haft við að stríða. í þessum sýslum
er aðstaða með rjómabú talsvert frábrugðin því, sem á
sjer stað í Árnessýslu og Rangárvalla, en aptur mjög
svipuð því sem á sjer víða stað annarsstaðar á landinu,
þar sem annaðhvort eru fá eða engin rjómabú.
Rar sem líkt stendur á gæti fengin reynsla gefið ein-
hvern fróðleik og bendingar.
*
* *
Árið 1904 stofnuðu Reykdælir rjómabú sitt, og tók
það til starfa um suntarið. Fjelag þetta náði að eins til
fárra bæja í þjettbýlu hverfi. Sú reynsla, sem þar fjekkst,
gat ekki verið eiginlegur mælikvarði fyrir aðra.
Sumarið 1904 hjelt sendimaður Búnaðarfjelags íslands,
Sigurður Sigurðsson, fundi og fyrirlestra víða um sveit-
ir nyrðra og var stofnun rjómabúa einkum umræðuefn-
ið. Pá var stofnun rjómabúa á Suðurlandi í sem mest-
um uppgangi. Sú reynsla, sem jjar var fengin, þótti bera
hina beztu ávexti, bæði með tilliti til efnahags og fje-
lagslífs. Um þessar mundir voru ýmsir menn, hjer nyrðra,