Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 51

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 51
108 fyrir sig, án nokkurs sambands eða samvinnutilrauna við hin búin. Smjörið mun hafa verið sent í ymsar áttir, jafnvel frá hverju einstöku búi. Engin tilraun gjörð til þess að útvega góð tilboð, sameiginlega fyrir búin öll. Gott skiprúm vantaði fyrir smjörið m. fl. og fl. Auk hinna fyr töldu örðugleika, sem rjómabúin hafa átt við að stríða í byrjuninni, en sem vænta má að lag- færast kunni að miklu leyti, má margt fleira tilgreina, sem stendur gengi þeirra og útbreiðslu fyrir þrifum, og sem líkur eru til að haldist áfram í suinum greinum. það sýnist ekki úr vegi að athuga sum þau atriði nokkuð nánar. Eitt, sem hjer kemur þá einna fyrst til greina, er hugsunarhátturinn hjá almenningi. Á honum veltur ætíð svo afarmikið. Menn eru vanalega fljótir til þess, að snú- ast að þeirri sveifinni þar sem vel sýnist velta í augna- blikinu, án nægiiegrar athugunar á aðstöðunni, sambönd- unum og fl. Menn gera sjer glæsilegar vonir um nýja landið og reisa þar skrautlegar skýjaborgir. Pegar svo mótbyrinn kemur og róðurinn þyngist, vilja sumir leggja árarnar upp í bátinn, hætta við þetta og snúast að ein- hverju öðru, sem þá er nýkomið inn á dagskrána. þetta kemur niður á rjómabúunuin, eins og öðru. Of mikil hreytingagirni getur verið hverju fyrirtæki sem er mjög hættuleg, og í landbúnaðarmálum er óhætt að segja að hún er hvað hættulegust. Par er það ekki álitlegt að leggja út í athugunarlítinn eltingaleik eptir hvikulu markaðsverði, og láta þar ósamkynja tilraunir skiptast á, en reyna ekkert til þrautar. það er. t. d., ekki áhlaupaverk að breyta kynferði og afnotahæíiieikum bú- peningsins. Pað þarf að taka með í reikninginn allan til- kostnaðinn, rjett og nákvæmlega. Par má eígi heldur missa sjónar á eðli landsnytjanna og hinum bezta eða auðfengnasta kjarna þeirra, í hverri sveit og á hverri ein- stakri jörð. Ekki dugar það héldur að taka ekki vel til greina notagildi búsafurðanna á heimilunum sjálfum, því 7*

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.