Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 55

Tímarit  kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Page 55
112 vera nokkuð stórt. Flutningur rjómans er sumstaðar fje- lagslegur: öllum kostnaði jafnað niður eptir smjörfram- leiðslu; fjelagssvæðinu skipt í deildir og póstar ráðnir fyrir hverja deild. Dagkaup og hestaleiga fer hækkandi svo flutningur rjómans vill verða nokkuð dýr, sumstaðar Q—12 aurar á smjörpundið. Fjelagsflutningur er að vísu jafnréttislegur og sumstað- ar nauðsýnlegur til pess að peir, sem langt eiga til bús- ins að sækja fáist til pess að ganga í fjelagið, en hér vill hið sama brenna við, sem svo opt endrar nær, að minni ástundun er lögð á hagsýni og sparnað, pegar unnið er fyrir fjelag, heldur en fyrir eigin reikning. Með aukinni reynslu og góðurn vilja má vera að hjer megi nokkuð til bóta snúast. Þó rjómaflutningurinn kosti um 10 aura fyrir nvert smjörpund, má teija að viðlíka mikið sparist í vinnu og tilkostnaði heima fyrir, að meðtöldum um- búðum, salti, smjörlit og fl. svo rjómaflutninginn purfi eigi að telja neinn aukakostnað í sjálfu sjer, móts við pað, að hafa smjörgjörðina heima og annast um flutti- ing smjörsins og verzlun á markaðnum. Þá vinnu, sem heima sparast, má leggja í rjómaflutning fyrir fjelagið, á sumum stöðum, eða pá í aðra arðberandi vinnu. Þegar öll vinna hækkar í verði og vinnukrapturinn er of lítill, er varasamt og ekki samræmislegt að vilja ekki kaupa af höndum sjer ýmisleg tafsöm smáverk og daglega snún- inga, ef pess er kostur með sanngjörnu verði. Vinnu- skiptingin getur að vísu haft sína galla, en hún hefur jafnframt marga og mikla kosti, og óhætt mun að telja svo, að hjer á landi sje kostum vinnuskiptingarinnar ekki nægilegur gaumur gefinn, enn sem komið er. * * * Þrátt fyrir pá örðugleika við rekstur rjómabúanna, sem hjer hefur verið minnst á, og pó pau hafi ekki getað sýnt fullkomna raun enn pá, er auðvelt að benda á að pau hafa unnið talsvert gagn, bæði beinlínis og óbeinlínis.

x

Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga
https://timarit.is/publication/329

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.