Tímarit kaupfjelaga og samvinnufjelaga - 01.06.1907, Síða 56
113
Rjómabússamvinnan hefur æft menn í fjelagsskap og
samvinnu, minnkað tortryggnina og eflt traust manna
innbyrðis. Þetta er mikill ávinningur.
Búin hafa komið til vegar miklu vandaðri og betri
meðferð í verkun smjörsins en áður var títt hjá fjelags-
mönnum, og á þann hátt aukið þann gjaldeyrir, sem
hefur sæmilegt álit á útlendum markaði. Jafnframt þessu
hafa þau haft bætandi áhrif á smekk manna, vandvirkni
og hreinlæti í fleiri greinum.
Þá er það óneitanlega mest rjómabúunum að þakka
að smjör hefur talsvert hækkað í verði og eru það miklir
peningar fyrir landsveitir þær, sem á annað borð hafa
smjör til sölu, hvort sem þar eru rjómbú eða ekki. Saman-
lagt hafa og búin getað skilað fjelagsmönnum hærra
smjörverði en utanfjelagsmenn fengu almennt, og er það
viðbót við hina hækkunina sem þau útveguðu.
Miklu munar það, til hagnaðar, að geta nú fengið þen-
inga fyrir þessar vöru, fljótt og tregðulaust, til ýmsra þarfa.
Sökum þess má sæta betri kaupum, bæði í kaupfjelögum
og annarsstaðar. Þetta getur átt sinn þátt í því að útrýma
skuldaverzluninni, og vekja rjettar kröfur um liðlegt og
haganlegt viðskiptalíf, hreina og ósvikula verzlun.
Loks má telja þann árangur af starfi rjómabúanna, sem
áreiðanlega er kominn í ljós og hefur mikla þýðingu: að
þau auka smjörframleiðsluna, án þess sagt verði að önnur
framleiðsla hafi minnkað sökum þess. Stöðugur áhugi,
hagsýni og sparnaður getur hjer, sem víðar, komið svo
miklu til leiðar.
* *
*
Framtiðarhorfur rjómabúanna á Norðurlandi eru að
vísu eigi glæsilegar, sem stendur, en þá eigi heldur svo,
að verulega sje óvænlegt útlitið.
Þau 5 rjómabú, sem skýrslan hjer aptan við til greinir,
hafa lagt fram í stofnkostnað um 20 þús. kr.
Öll munu búin hafa fengið stofnfjeð lánað, fyrst og